Erlent

Í að­draganda Vetrar­ólympíu­leika: Mesti fjöldi smitaðra í á­tján mánuði

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vetrarólympíuleikarnir fara fram dagana 4. til 20. febrúar næstkomandi.
Vetrarólympíuleikarnir fara fram dagana 4. til 20. febrúar næstkomandi. Getty/Jianhua

Mesti fjöldi smitaðra í eitt og hálf ár greindist í Peking, höfuðborg Kína, í gær. Aðeins fimm dagar eru í Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í borginni.

Strangar sóttvarnareglur eru í gildi á leikunum en keppendum ber að einangra sig og halda sig í sérstakri „búbblu.“ 

Keppendur þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-próf fyrir komuna til Peking og taka þar að auki Covid-próf daglega. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Kínversk stjórnvöld taka aukinn fjölda smita alvarlega en um tuttugu íbúar Peking greindust smitaðir í höfuðborginni í gær.

Þá komu 34 smit komið upp innan „búbblu“ keppenda og annarra sem að mótinu koma. Þar af hafa að minnsta kosti þrettán keppendur greinst smitaðir.

Stjórnvöld kveðast vinna að lokunum hverfa víðsvegar í borginni og að minnsta kosti tvær milljónir íbúa í Peking eru látnir fara í Covid-próf. 

Sjá einnig: 211 smitaðir og þrettán milljónir í útgöngubann


Tengdar fréttir

Koma á út­göngu­banni í fimm milljóna borg

Kínversk yfirvöld hafa nú gripið til útgöngubanns í þriðju borginni í röð á stuttum tíma. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar í landinu og nú síðast voru það íbúar í Anyang í Henan-héraði sem þurftu að sætta sig við slíkar takmarkanir.

Engir miðar seldir í Peking

Ekki verða seldir miðar til almennra áhorfenda, hvorki heimamanna né útlendinga, á Vetrarólympíuleikana sem hefjast í Peking í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×