Körfubolti

Botnlið Blika skellti Valskonum að Hlíðarenda

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Blikakonur gerðu góða ferð á Hlíðarenda í kvöld.
Blikakonur gerðu góða ferð á Hlíðarenda í kvöld.

Óvænt úrslit litu dagsins ljós í Subway deildinni í körfubolta þegar Breiðablik skellti Valskonum að Hlíðarenda.

Heimakonur byrjuðu betur og leiddu til að mynda eftir fyrsta leikhluta en þegar líða tók á leikinn tóku Kópavogskonur leikinn í sínar hendur.

Fór að lokum svo að Breiðablik vann tólf stiga sigur, 66-78 eftir að hafa leitt með fimm stigum í hálfleik, 31-36.

Ísabella Ósk Sigurðardóttir var frábær í liði Breiðabliks; skoraði 25 stig ásamt því að rífa niður nítján fráköst. Ameryst Alston var atkvæðamest í liði Vals með 35 stig.

Breiðablik jafnaði Grindavík að stigum í 7.-8.sæti deildarinnar en Valur er fjórum stigum á eftir Njarðvík og Fjölni sem deilda toppsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×