Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2022 09:29 Þessar myndir birti ríkismiðill Norður-Kóreu en þær eiga að sýna tilraunaskot Hwasong 12 eldflaugar um helgina. Kóreumenn hafa ekki skotið svo stórri eldflaug á loft frá 2017. EPA/KCNA Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. Eldflaugin kallast Hwasong-12 en talið er að hægt sé að skjóta henni að skotmörkum í rúmlega fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að tilraunaskotið hafi gengið út á að tryggja öryggi eldflaugarinnar. Myndir sem fylgdu yfirlýsingunni eiga að sýna að eldflaugin hafi farið út í geim. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Japan og Suður-Kóreu að eldflaugin hafi farið í tvö þúsund kílómetra hæð og hún hafi lent í sjónum milli Kóreuskagans og Japans, í um 800 kílómetra fjarlægð frá skotstað. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld í Norður-Kóreu skotið fjölda skammdrægra eldflauga á loft. Alls hefur sjö eldflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum mánuði en þetta var í fyrsta sinn frá 2017 sem gerð var tilraun með eldflaug af þessari stærð sem getur borið kjarnorkuvopn. Þá var spennan mikil á Kóreuskaga og var það um það leyti sem Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hét því að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“. Þá hótuðu Kóreumenn því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam með Hwasong-12 eldflaugum. Sjá einnig: Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Þó nokkur ár eru síðan ráðamenn í Norður-Kóreu sögðust fyrst hafa tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Árið 2017 var eldflaugum af gerðinni Hwasong-14 og Hwasong-15 skotið á loft frá Norður-Kóreu en þær gætu mögulega dregið til meginlands Bandaríkjanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir bandarískum embættismanni að þar í landi sé óttast að Kóreumenn séu að undirbúa nýjar tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Embættismaðurinn sagði blaðamönnum í gær að gripið yrði til aðgerða. Norður-Kórea hefur um árabil verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna áðurnefndra vopnatilrauna, sem eru í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Japan Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05 Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Eldflaugin kallast Hwasong-12 en talið er að hægt sé að skjóta henni að skotmörkum í rúmlega fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að tilraunaskotið hafi gengið út á að tryggja öryggi eldflaugarinnar. Myndir sem fylgdu yfirlýsingunni eiga að sýna að eldflaugin hafi farið út í geim. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Japan og Suður-Kóreu að eldflaugin hafi farið í tvö þúsund kílómetra hæð og hún hafi lent í sjónum milli Kóreuskagans og Japans, í um 800 kílómetra fjarlægð frá skotstað. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld í Norður-Kóreu skotið fjölda skammdrægra eldflauga á loft. Alls hefur sjö eldflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum mánuði en þetta var í fyrsta sinn frá 2017 sem gerð var tilraun með eldflaug af þessari stærð sem getur borið kjarnorkuvopn. Þá var spennan mikil á Kóreuskaga og var það um það leyti sem Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hét því að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“. Þá hótuðu Kóreumenn því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam með Hwasong-12 eldflaugum. Sjá einnig: Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Þó nokkur ár eru síðan ráðamenn í Norður-Kóreu sögðust fyrst hafa tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Árið 2017 var eldflaugum af gerðinni Hwasong-14 og Hwasong-15 skotið á loft frá Norður-Kóreu en þær gætu mögulega dregið til meginlands Bandaríkjanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir bandarískum embættismanni að þar í landi sé óttast að Kóreumenn séu að undirbúa nýjar tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Embættismaðurinn sagði blaðamönnum í gær að gripið yrði til aðgerða. Norður-Kórea hefur um árabil verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna áðurnefndra vopnatilrauna, sem eru í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Japan Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05 Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11
Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05
Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35