Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2022 09:40 Mikill stuðningur er við Þóru Kristínu sem næsta formann SÁÁ en tuttugu konur og tuttugu karlar í aðalstjórn samtakanna hafa, hvor hópur um sig, skorað á Þóru Kristínu að gefa kost á sér í starfið. vísir/vilhelm/aðsend Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar. „Eftirtaldar konur í aðalstjórn SÁÁ skora á Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, fjölmiðlakonu og upplýsingafulltrúa, að gefa kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Við teljum hana vera þann leiðtoga sem samtökin þarfnast í ljósi þeirra atburða sem gerst hafa og þeirra breytinga sem þurfa að verða í kjölfar þeirra. Þóra Kristín nýtur fulls trausts okkar og við teljum að hún geti leitt samtökin á farsælan hátt til móts við nýja tíma,“ segir í yfirlýsingu kvennanna. Í kjölfarið sendu svo karlar í stjórn frá sér sambærilega áskorun: „Við undirritaðir, félagar í aðalstjórn SÁÁ, tökum heilshugar undir þá hvatningu sem konur í samtökunum hafa sent frá sér, til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, að gefa kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Við erum á því að Þóra Kristín sé einmitt sá leiðtogi sem samtökin þurfa á að halda á þessum tímapunkti og nýtur hún okkar fyllsta trausts til þess að leiða samtökin með farsælum hætti inn í nýja og breytta tíma. Þóra Kristín hefur verið orðuð við formennskuna og sagði í samtali við Vísi nýverið að henni þætti þetta spennandi verkefni. Nöfn þeirra sem skrifa undir má sjá hér neðst en um er að ræða 40 af 48 manna aðalstjórn. Samtökin hafa mátt sigla í gegnum ólgusjó að undanförnu. Sjúkratryggingar Íslands hafa sent SÁÁ kröfu um endurgreiðslu á 175 milljónum vegna þess sem SÍ segir tilhæfulausa reikninga. Það erindi hefur verið sent til Landlæknisembættisins, persónuverndar sem og héraðssaksóknara sem þýðir að um er að ræða grun um fjársvik. Í kjölfarið komu svo fram ásakanir á hendur Einari Hermannssyni fyrrum formanni um vændiskaup hans af skjólstæðingi samtakanna. Einar hefur sagt af sér vegna málsins. Nýr formaður verður kosinn á næsta aðalfundi sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær verður haldinn en honum verður þó flýtt en ef allt væri með kyrrum kjörum hefði sá fundur verið haldinn í vor. Á fimmtudaginn næsta mun aðalstjórn hittast til að velja tvo nýja menn í framkvæmdarstjórn. Konur skora á Þóru Kristínu 1. Anna Hildur Guðmundsdóttir 2. Ásdís Olsen 3. Berglind Þöll Heimisdóttir 4. Bryndís Morrison 5. Ellen Guðmundsdóttir 6. Gróa Ásgeirsdóttir 7. Halldóra Jónasdóttir 8. Helga Haraldsdóttir 9. Helga Óskarsdóttir 10. Hjördís Reykdal 11. Ingunn Hansdóttir 12. Íris Kristjánsdóttir 13. K. Halla Magnúsdóttir 14. Kristjana Jónsdóttir 15. Ragnheiður Dagsdóttir 16. Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir 17. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 18. Svala Ísfeld Ólafsdóttir 19. Valgerður Jóhannsdóttir 20. Valgerður Rúnarsdóttir Og karlar skora á Þóru Kristínu 1. Ásmundur Friðriksson 2. Einar Axelsson 3. Frosti Logason 4. Gísli Stefánsson 5. Grétar Örvarsson 6. Guðmundur Örn Jóhannsson 7. Gunnar Alexander Ólafsson 8. Haukur Einarsson 9. Héðinn Eyjólfsson 10. Heimir Bergmann Hauksson 11. Hilmar Kristensen 12. Ingibergur Ragnarsson 13. Jón H.B. Snorrason 14. Kristmundur Carter 15. Óskar Torfi Viggósson 16. Pétur Einarsson 17. Rúnar Freyr Gíslason 18. Sigurður Ragnar Guðmundsson 19. Þórarinn Ingi Ingason 20. Þráinn Farestveit Félagasamtök Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Eftirtaldar konur í aðalstjórn SÁÁ skora á Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, fjölmiðlakonu og upplýsingafulltrúa, að gefa kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Við teljum hana vera þann leiðtoga sem samtökin þarfnast í ljósi þeirra atburða sem gerst hafa og þeirra breytinga sem þurfa að verða í kjölfar þeirra. Þóra Kristín nýtur fulls trausts okkar og við teljum að hún geti leitt samtökin á farsælan hátt til móts við nýja tíma,“ segir í yfirlýsingu kvennanna. Í kjölfarið sendu svo karlar í stjórn frá sér sambærilega áskorun: „Við undirritaðir, félagar í aðalstjórn SÁÁ, tökum heilshugar undir þá hvatningu sem konur í samtökunum hafa sent frá sér, til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, að gefa kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Við erum á því að Þóra Kristín sé einmitt sá leiðtogi sem samtökin þurfa á að halda á þessum tímapunkti og nýtur hún okkar fyllsta trausts til þess að leiða samtökin með farsælum hætti inn í nýja og breytta tíma. Þóra Kristín hefur verið orðuð við formennskuna og sagði í samtali við Vísi nýverið að henni þætti þetta spennandi verkefni. Nöfn þeirra sem skrifa undir má sjá hér neðst en um er að ræða 40 af 48 manna aðalstjórn. Samtökin hafa mátt sigla í gegnum ólgusjó að undanförnu. Sjúkratryggingar Íslands hafa sent SÁÁ kröfu um endurgreiðslu á 175 milljónum vegna þess sem SÍ segir tilhæfulausa reikninga. Það erindi hefur verið sent til Landlæknisembættisins, persónuverndar sem og héraðssaksóknara sem þýðir að um er að ræða grun um fjársvik. Í kjölfarið komu svo fram ásakanir á hendur Einari Hermannssyni fyrrum formanni um vændiskaup hans af skjólstæðingi samtakanna. Einar hefur sagt af sér vegna málsins. Nýr formaður verður kosinn á næsta aðalfundi sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær verður haldinn en honum verður þó flýtt en ef allt væri með kyrrum kjörum hefði sá fundur verið haldinn í vor. Á fimmtudaginn næsta mun aðalstjórn hittast til að velja tvo nýja menn í framkvæmdarstjórn. Konur skora á Þóru Kristínu 1. Anna Hildur Guðmundsdóttir 2. Ásdís Olsen 3. Berglind Þöll Heimisdóttir 4. Bryndís Morrison 5. Ellen Guðmundsdóttir 6. Gróa Ásgeirsdóttir 7. Halldóra Jónasdóttir 8. Helga Haraldsdóttir 9. Helga Óskarsdóttir 10. Hjördís Reykdal 11. Ingunn Hansdóttir 12. Íris Kristjánsdóttir 13. K. Halla Magnúsdóttir 14. Kristjana Jónsdóttir 15. Ragnheiður Dagsdóttir 16. Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir 17. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 18. Svala Ísfeld Ólafsdóttir 19. Valgerður Jóhannsdóttir 20. Valgerður Rúnarsdóttir Og karlar skora á Þóru Kristínu 1. Ásmundur Friðriksson 2. Einar Axelsson 3. Frosti Logason 4. Gísli Stefánsson 5. Grétar Örvarsson 6. Guðmundur Örn Jóhannsson 7. Gunnar Alexander Ólafsson 8. Haukur Einarsson 9. Héðinn Eyjólfsson 10. Heimir Bergmann Hauksson 11. Hilmar Kristensen 12. Ingibergur Ragnarsson 13. Jón H.B. Snorrason 14. Kristmundur Carter 15. Óskar Torfi Viggósson 16. Pétur Einarsson 17. Rúnar Freyr Gíslason 18. Sigurður Ragnar Guðmundsson 19. Þórarinn Ingi Ingason 20. Þráinn Farestveit
1. Anna Hildur Guðmundsdóttir 2. Ásdís Olsen 3. Berglind Þöll Heimisdóttir 4. Bryndís Morrison 5. Ellen Guðmundsdóttir 6. Gróa Ásgeirsdóttir 7. Halldóra Jónasdóttir 8. Helga Haraldsdóttir 9. Helga Óskarsdóttir 10. Hjördís Reykdal 11. Ingunn Hansdóttir 12. Íris Kristjánsdóttir 13. K. Halla Magnúsdóttir 14. Kristjana Jónsdóttir 15. Ragnheiður Dagsdóttir 16. Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir 17. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 18. Svala Ísfeld Ólafsdóttir 19. Valgerður Jóhannsdóttir 20. Valgerður Rúnarsdóttir
1. Ásmundur Friðriksson 2. Einar Axelsson 3. Frosti Logason 4. Gísli Stefánsson 5. Grétar Örvarsson 6. Guðmundur Örn Jóhannsson 7. Gunnar Alexander Ólafsson 8. Haukur Einarsson 9. Héðinn Eyjólfsson 10. Heimir Bergmann Hauksson 11. Hilmar Kristensen 12. Ingibergur Ragnarsson 13. Jón H.B. Snorrason 14. Kristmundur Carter 15. Óskar Torfi Viggósson 16. Pétur Einarsson 17. Rúnar Freyr Gíslason 18. Sigurður Ragnar Guðmundsson 19. Þórarinn Ingi Ingason 20. Þráinn Farestveit
Félagasamtök Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57
Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27