Innlent

Til skoðunar að stytta einangrun

Snorri Másson skrifar
Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm.

Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Willum segir að takmarkanir séu til skoðunar daglegar - og engar dagsetningar heilagar. Að hans sögn er alveg möguleiki að stytta einangrun úr sjö dögum í fimm.

„Við verðum bara að sjá hverju fram vindur næstu daga við þessar aðstæður og hvernig við ráðum við þetta. Svo höfum við létt á sóttkvínni og erum með til skoðunar að létta á einangrun. Einangrun er til að verja útbreiðslu í landinu, það eru fjölmargir heilbrigðisstarfsmenn og í öðrum atvinnugreinum sem eru ekki í vinnu,“ segir Willum Þór Þórsson í samtali við fréttastofu.

Á undanförnum dögum og vikum hefur verið slakað á reglum um sóttkví en gildandi reglugerð gerir ráð fyrir að einangrun standi í sjö daga eftir að jákvæð niðursta fæst úr PCR-prófi, með þeim fyrirvara að læknar Covid-göngudeildarinnar geti lengt einangrun einstaklinga sé metin þörf á því.


Tengdar fréttir

Eigi að vera til­búin að af­létta fyrr ef við á

„Ég held að þetta sé varfærið og skiljanlegt fyrsta skref og við höfum svo fyrirsjáanleikann í því að geta afléttað hér öllu um miðjan mars ef allt gengur að óskum. Við höfum alltaf í huga að geta aflétt fyrr ef staðan þróast þannig, við verðum bara að meta þetta jöfnum höndum,“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×