Svona gætu sorptunnurnar þínar litið út í vor Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2022 06:00 Tillaga starfshópsins að fyrirkomulagi íláta við fjölbýlishús. Stærð og fjöldi þeirra á að taka mið af fjölda íbúa. SSH Starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur lagt fram tillögur að samræmdu sorphirðukerfi. Í þeim er lagt til að fjórum flokkum af sorpi verið safnað við öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Um að ræða tunnur fyrir lífrænan heimilisúrgang, blandað heimilissorp, plastumbúðir og loks pappír og pappa. Misjafnt er nú milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hversu margar tunnur eru við heimili og hvað fer í þær. Í skýrslu starfshópsins um samræmda úrgangsflokkun er gert ráð fyrir að innleiðing hefjist í völdum hverfum í vor og verði lokið vorið 2023. Skýrslan er nú til umfjöllunar hjá aðildarsveitarfélögum SSH og er vonast til að umræðu ljúki á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpu en kerfið er sagt í samræmi við þær breytingar sem taka gildi á lögum um söfnun á úrgangi við heimili um næstu áramót. Tvískiptar tunnur einnig í boði Lagt er til að tvískiptar tunnur verði í boði við heimili þar sem pláss er af skornum skammti. Þá verði lífrænum eldhúsúrgangi og blönduðum úrgangi safnað í sitthvort hólfið í sömu tunnunni og plastumbúðum annars vegar og pappír og pappa hins vegar í aðra tvískipta tunnu. Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH, segir að sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi sé mikilvæg aðgerð til að gas- og jarðgerðarstöðin GAJA geti unnið moltu úr slíkum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Tillaga að fyrirkomulagi við sérbýli.SSH „Samræming sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi yrði mikið framfaraskref fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin hafa unnið náið saman í samstarfi við fulltrúa Sorpu undanfarna mánuði við gerð skýrslunnar og það er mín von að sveitarfélögin öll taki vel í tillögur að innleiðingu á nýju kerfi. Samræmt kerfi yrði betra en ósamræmt kerfi og myndi auðvelda íbúum að flokka úrgang sinn. Það auðveldar einnig fyrirtækjum sem meðhöndla úrganginn að koma honum í réttan farveg,“ er haft eftir Gunnari í tilkynningu. Vilja fjölga grenndarstöðvum Skýrsluhöfundar leggja til að lífrænum eldhúsúrgangi verði safnað í bréfpoka sem sveitarfélögin útvegi íbúum. Pokarnir eru sagðir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr lífrænum úrgangi í GAJU. Til viðbótar við fjögurra flokka kerfi við heimili er lagt til að grenndarstöðvanetið verði þétt og að gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verði safnað á grenndarstöðvum sem verði í um það bil 500 metra fjarlægð frá hverju heimili. Samkvæmt tillögunum verða stærri grenndarstöðvar í um það bil 1.000 metra fjarlægð frá hverju heimili og þar bætast við gámar fyrir pappír og pappa, og plast. Hlutverk endurvinnslustöðva Sorpu verður óbreytt en þar geta íbúar höfuðborgarsvæðisins skilað öllum helstu úrgangsflokkum til meðhöndlunar. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Um að ræða tunnur fyrir lífrænan heimilisúrgang, blandað heimilissorp, plastumbúðir og loks pappír og pappa. Misjafnt er nú milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hversu margar tunnur eru við heimili og hvað fer í þær. Í skýrslu starfshópsins um samræmda úrgangsflokkun er gert ráð fyrir að innleiðing hefjist í völdum hverfum í vor og verði lokið vorið 2023. Skýrslan er nú til umfjöllunar hjá aðildarsveitarfélögum SSH og er vonast til að umræðu ljúki á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpu en kerfið er sagt í samræmi við þær breytingar sem taka gildi á lögum um söfnun á úrgangi við heimili um næstu áramót. Tvískiptar tunnur einnig í boði Lagt er til að tvískiptar tunnur verði í boði við heimili þar sem pláss er af skornum skammti. Þá verði lífrænum eldhúsúrgangi og blönduðum úrgangi safnað í sitthvort hólfið í sömu tunnunni og plastumbúðum annars vegar og pappír og pappa hins vegar í aðra tvískipta tunnu. Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH, segir að sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi sé mikilvæg aðgerð til að gas- og jarðgerðarstöðin GAJA geti unnið moltu úr slíkum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Tillaga að fyrirkomulagi við sérbýli.SSH „Samræming sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi yrði mikið framfaraskref fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin hafa unnið náið saman í samstarfi við fulltrúa Sorpu undanfarna mánuði við gerð skýrslunnar og það er mín von að sveitarfélögin öll taki vel í tillögur að innleiðingu á nýju kerfi. Samræmt kerfi yrði betra en ósamræmt kerfi og myndi auðvelda íbúum að flokka úrgang sinn. Það auðveldar einnig fyrirtækjum sem meðhöndla úrganginn að koma honum í réttan farveg,“ er haft eftir Gunnari í tilkynningu. Vilja fjölga grenndarstöðvum Skýrsluhöfundar leggja til að lífrænum eldhúsúrgangi verði safnað í bréfpoka sem sveitarfélögin útvegi íbúum. Pokarnir eru sagðir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr lífrænum úrgangi í GAJU. Til viðbótar við fjögurra flokka kerfi við heimili er lagt til að grenndarstöðvanetið verði þétt og að gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verði safnað á grenndarstöðvum sem verði í um það bil 500 metra fjarlægð frá hverju heimili. Samkvæmt tillögunum verða stærri grenndarstöðvar í um það bil 1.000 metra fjarlægð frá hverju heimili og þar bætast við gámar fyrir pappír og pappa, og plast. Hlutverk endurvinnslustöðva Sorpu verður óbreytt en þar geta íbúar höfuðborgarsvæðisins skilað öllum helstu úrgangsflokkum til meðhöndlunar.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira