Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2022 21:21 Börkur NK siglir inn Seyðisfjörð með loðnufarminn stóra. SVN/Ómar Bogason Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Ómars Bogasonar á Seyðisfirði frá komu skipsins til hafnar í hádeginu á föstudag. Það þykir til marks um burðargetu þessa nýjasta skips Síldarvinnslunnar hvað Börkur var lítið siginn þegar hann kom inn með farminn, sem reyndist vera 3.409 tonn. Þetta er ekki aðeins stærsti loðnufarmur Íslandssögunnar heldur mesti fiskafli sem vitað er um úr einni veiðiferð af Íslandsmiðum. Börkur NK að leggjast að bryggju við fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði með 3.400 tonn af loðnu í lestunum.SVN/Ómar Bogason Mikill fjöldi norskra loðnuskipa hefur sett svip sinn á austfirskar hafnir undanfarna daga. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru 34 erlend fiskiskip að loðnuveiðum í lögsögu Íslands í dag; 28 norsk, fjögur grænlensk og tvö færeysk. Þannig eru þau erlendu mun fleiri en íslensku loðnuskipin, sem eru 22 talsins, en erlendu skipin eiga rétt á um þrjátíu prósentum af um 900 þúsund tonna loðnukvóta. Á skipastaðsetningarsíðunni Marine Traffic sást í dag að íslensku, færeysku og grænlensku skipin voru flest á Vopnafjarðargrunni norðaustanlands meðan þau norsku voru undan sunnanverðum Austfjörðum. Fjöldi norskra loðnuskipa var á Seyðisfirði fyrir helgi.SVN/Ómar Bogason Þá hafa hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson skannað miðin undanfarnar tvær vikur og voru í dag að ljúka loðnuleiðangrinum undan Suðausturlandi. Bíða menn spenntir eftir niðurstöðum og nýrri ráðgjöf um kvóta, sem von er á fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun, hefur loðna sést mjög víða en hún er þó enn dreifð og lítið farin að þjappa sér saman í stórar torfur. Þá virðist enn langt í hrygningu. Ferlar hafrannsóknaskipanna í loðnuleiðangrinum. Bæði skipin voru síðdegis undan sunnanverðum Austfjörðum.Hafrannsóknastofnun Loðnuskipstjórar og ráðamenn útgerðanna kvarta þó ekki, segja mikinn kraft kominn í veiðarnar og Gunnþór Ingvason hjá Síldarvinnslunni lýsir veiðinni síðustu fjóra daga sem mokveiði. Skip hafi verið að fá allt að tvö þúsund tonn á sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu var samanlagður afli íslensku skipanna í dag kominn í 244 þúsund tonn, sem er um 37 prósent af ríflega 660 þúsund tonna kvóta Íslendinga. Svo mikill er aflinn að vinnslustöðvarnar hafa vart undan og eru dæmi um að íslensk skip hafi landað bæði í Noregi og Færeyjum. Loðnan hefur á vertíðinni til þessa að mestu farið í fiskimjölsvinnslu en núna er byrjað að frysta hana til manneldis. Má búast við því að verðmæti hennar aukist á næstu vikum eftir því sem nær dregur hrygningu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt í fyrra var fjallað um loðnuveiðar. Hér má sjá níu mínútna kafla úr þættinum: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Ómars Bogasonar á Seyðisfirði frá komu skipsins til hafnar í hádeginu á föstudag. Það þykir til marks um burðargetu þessa nýjasta skips Síldarvinnslunnar hvað Börkur var lítið siginn þegar hann kom inn með farminn, sem reyndist vera 3.409 tonn. Þetta er ekki aðeins stærsti loðnufarmur Íslandssögunnar heldur mesti fiskafli sem vitað er um úr einni veiðiferð af Íslandsmiðum. Börkur NK að leggjast að bryggju við fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði með 3.400 tonn af loðnu í lestunum.SVN/Ómar Bogason Mikill fjöldi norskra loðnuskipa hefur sett svip sinn á austfirskar hafnir undanfarna daga. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru 34 erlend fiskiskip að loðnuveiðum í lögsögu Íslands í dag; 28 norsk, fjögur grænlensk og tvö færeysk. Þannig eru þau erlendu mun fleiri en íslensku loðnuskipin, sem eru 22 talsins, en erlendu skipin eiga rétt á um þrjátíu prósentum af um 900 þúsund tonna loðnukvóta. Á skipastaðsetningarsíðunni Marine Traffic sást í dag að íslensku, færeysku og grænlensku skipin voru flest á Vopnafjarðargrunni norðaustanlands meðan þau norsku voru undan sunnanverðum Austfjörðum. Fjöldi norskra loðnuskipa var á Seyðisfirði fyrir helgi.SVN/Ómar Bogason Þá hafa hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson skannað miðin undanfarnar tvær vikur og voru í dag að ljúka loðnuleiðangrinum undan Suðausturlandi. Bíða menn spenntir eftir niðurstöðum og nýrri ráðgjöf um kvóta, sem von er á fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun, hefur loðna sést mjög víða en hún er þó enn dreifð og lítið farin að þjappa sér saman í stórar torfur. Þá virðist enn langt í hrygningu. Ferlar hafrannsóknaskipanna í loðnuleiðangrinum. Bæði skipin voru síðdegis undan sunnanverðum Austfjörðum.Hafrannsóknastofnun Loðnuskipstjórar og ráðamenn útgerðanna kvarta þó ekki, segja mikinn kraft kominn í veiðarnar og Gunnþór Ingvason hjá Síldarvinnslunni lýsir veiðinni síðustu fjóra daga sem mokveiði. Skip hafi verið að fá allt að tvö þúsund tonn á sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu var samanlagður afli íslensku skipanna í dag kominn í 244 þúsund tonn, sem er um 37 prósent af ríflega 660 þúsund tonna kvóta Íslendinga. Svo mikill er aflinn að vinnslustöðvarnar hafa vart undan og eru dæmi um að íslensk skip hafi landað bæði í Noregi og Færeyjum. Loðnan hefur á vertíðinni til þessa að mestu farið í fiskimjölsvinnslu en núna er byrjað að frysta hana til manneldis. Má búast við því að verðmæti hennar aukist á næstu vikum eftir því sem nær dregur hrygningu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt í fyrra var fjallað um loðnuveiðar. Hér má sjá níu mínútna kafla úr þættinum:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43 Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Sjá meira
Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29
Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. 5. apríl 2021 07:43
Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00