Everton keypti Dele Alli en Liverpool rann út á tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 08:00 Dele Alli hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Tottenham Hotspur en þeir voru reyndar ekki margir á síðustu vikum og mánuðum. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Dele Alli er orðinn leikmaður Everton og er því laus úr kuldanum hjá Tottenham. Everton náði að klára kaupin á síðustu klukkutímum félagaskiptagluggans í gær en ekki er sömu sögu að segja af nágrönnum þeirra í Liverpool. Everton gæti endað á því að borga Tottenham allt að fjörutíu milljónir punda fyrir Dele Alli sem hefur aðeins byrjað tvo leiki hjá Tottenham síðan í byrjun október. Nýi stjórinn Frank Lampard fær því strax mikinn liðstyrk í Alli sem hlýtur að hungra í að sanna sig eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Tottenham undanfarin ár. BREAKING: Everton have confirmed the signing of Dele Alli from Tottenham — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2022 Alli er enn bara 25 ára gamall en hann hefur spilað 37 landsleiki fyrir England. Hann skoraði alls 67 mörk í 269 leikjum með Tottenham. Everton mun ekki borga fyrstu tíu milljónirnar fyrir hann fyrr en hann hefur náð að spila tuttugu leiki. New manager and his first two signings - all in one #DeadlineDay. Night, Blues. x— Everton (@Everton) February 1, 2022 „Ég er mjög ánægður að hafa samið við Everton sem er stórt félag með frábæra stuðningsmenn og mikla sögu. Ég er spenntur að byrja og get varla beðið eftir fyrsta leiknum mínum í Everton búningnum,“ sagði Dele Alli. „Ég hlakka til að hjálpa liðinu og fagna tækifærinu að fá að vinna með nýja knattspyrnustjóranum Frank Lampard,“ sagði Alli. Alli má þó ekki ekki spila um helgina því það er bikarleikur á móti Brentford og hann hefur spilað með Tottenham í bikarkeppninni. Fyrsti leikurinn gæti orðið deildarleikur á móti Newcastle 8. febrúar. Liverpool's bid to sign Fabio Carvalho from Fulham has fallen through. No time to get everything done.— Phil McNulty (@philmcnulty) January 31, 2022 Liverpool tókst aftur á móti ekki að ganga frá táningnum efnilega, Fabio Carvalho hjá Fulham. Félögin voru búin að semja um átta milljón punda kaupverð en tókst ekki að ganga frá samningnum áður en glugginn lokaði. Liverpool ætlaði að kaupa þennan nítján ára gamla framherja og lána hann svo aftur til Fulham. Hann er fæddur í Portúgal og er með 8 mörk í 23 leikjum með Fulham síðan að hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í september. Liverpool lét sér því nægja að kaupa Luis Diaz frá Porto en hann gæti kostað félagið á endanum 60 milljónir evra. Liverpool lánaði Nat Phillips til Bournemouth og Neco Williams til Fulham. Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Everton gæti endað á því að borga Tottenham allt að fjörutíu milljónir punda fyrir Dele Alli sem hefur aðeins byrjað tvo leiki hjá Tottenham síðan í byrjun október. Nýi stjórinn Frank Lampard fær því strax mikinn liðstyrk í Alli sem hlýtur að hungra í að sanna sig eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Tottenham undanfarin ár. BREAKING: Everton have confirmed the signing of Dele Alli from Tottenham — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2022 Alli er enn bara 25 ára gamall en hann hefur spilað 37 landsleiki fyrir England. Hann skoraði alls 67 mörk í 269 leikjum með Tottenham. Everton mun ekki borga fyrstu tíu milljónirnar fyrir hann fyrr en hann hefur náð að spila tuttugu leiki. New manager and his first two signings - all in one #DeadlineDay. Night, Blues. x— Everton (@Everton) February 1, 2022 „Ég er mjög ánægður að hafa samið við Everton sem er stórt félag með frábæra stuðningsmenn og mikla sögu. Ég er spenntur að byrja og get varla beðið eftir fyrsta leiknum mínum í Everton búningnum,“ sagði Dele Alli. „Ég hlakka til að hjálpa liðinu og fagna tækifærinu að fá að vinna með nýja knattspyrnustjóranum Frank Lampard,“ sagði Alli. Alli má þó ekki ekki spila um helgina því það er bikarleikur á móti Brentford og hann hefur spilað með Tottenham í bikarkeppninni. Fyrsti leikurinn gæti orðið deildarleikur á móti Newcastle 8. febrúar. Liverpool's bid to sign Fabio Carvalho from Fulham has fallen through. No time to get everything done.— Phil McNulty (@philmcnulty) January 31, 2022 Liverpool tókst aftur á móti ekki að ganga frá táningnum efnilega, Fabio Carvalho hjá Fulham. Félögin voru búin að semja um átta milljón punda kaupverð en tókst ekki að ganga frá samningnum áður en glugginn lokaði. Liverpool ætlaði að kaupa þennan nítján ára gamla framherja og lána hann svo aftur til Fulham. Hann er fæddur í Portúgal og er með 8 mörk í 23 leikjum með Fulham síðan að hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í september. Liverpool lét sér því nægja að kaupa Luis Diaz frá Porto en hann gæti kostað félagið á endanum 60 milljónir evra. Liverpool lánaði Nat Phillips til Bournemouth og Neco Williams til Fulham.
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira