Viðskipti innlent

Fróði ráðinn til Frumtaks

Atli Ísleifsson skrifar
Fróði Steingrímsson.
Fróði Steingrímsson. Aðsend

Fróði Steingrímsson lögmaður hefur gengið til liðs við Frumtak þar sem hann mun sinna lögfræðilegum málefnum fyrir félagið og taka þátt í þróun á starfsemi þess. Þá mun hann veita félögum í eignasafni Frumtakssjóðanna ráðgjöf og stuðning.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Frumtaki. Þar kemur fram að Fróði hafi víðtæka reynslu af lögmennsku, einkum á sviði félaga-, samninga- og hugverkaréttar. 

„Hann hefur annast lögmannsstörf á flestum sviðum viðskiptalífsins, þ.m.t. veitt fjölda nýsköpunarfyrirtækja ráðgjöf, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi. Hann hefur m.a. starfað hjá Vík lögmannsstofu, CCP og Símanum. 

Fróði er með meistaragráðu í lögum (LL.M.) frá Columbia University í New York og kandidatspróf frá Háskóla Íslands auk réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hann er aðjúnkt við Háskólann á Bifröst þar sem hann hefur m.a. annast kennslu í eigna- og veðrétti og kaupum og sölu fyrirtækja. Þá hefur hann verið stundakennari í félagarétti við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og í samningarétti við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×