Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 07:00 Rogan stjórnar einu vinsælasta hlaðvarpinu í heiminum. Getty/Michael S. Schwartz Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er vinsælasta hlaðvarpið á streymisveitunni Spotify og eitt það vinsælasta í heimi. Rogan hefur þó ítrekað verið gagnrýndur fyrir hlaðvarpið, meðal annars vegna umræðu þar um kórónuveirufaraldurinn og bóluefni gegn Covid-19. 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var þar vísað til viðtals Rogan við Robert Malone, veirufræðing, sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Notar Ivermectin og hafnar bólusetningu Rogan segist ekki á móti bóluefnum en hefur þó mælt gegn því að ungt fólk láti bólusetja sig gegn Covid-19. „Ef þú ert 21 árs og spyrð mig hvort þú ættir að bólusetja þig, þá segi ég nei,“ sagði Rogan í þætti sem var gefinn út 23. apríl í fyrra. Sjálfur ætlar hann ekki að láta bólusetja sig, enda ekkert vit í því að hans mati þar sem hann hefur smitast af veirunni. Rogan hefur þar að auki mælt mikið með notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin. Vísbendingar eru um að notkun lyfsins hamli fjölgun veirunnar í tilraunarglasi en gögn sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi, sem er mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Rogan greindi þó frá því í september að hann væri smitaður af kórónuveirunni og að hann væri að nota Ivermectin. Young, Mitchell og Lofgren yfirgefa Spotify Deilurnar hófust í síðustu viku þegar tónlistarmaðurinn Neil Young setti Spotify afarkosti og krafðist þess að tónlist hans á Spotify yrði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Rogan dreifði í hlaðvarpi sínu. Hann sagði Spotify hafa valið: Neil Young eða Joe Rogan. Svo fór að verið er að fjarlægja tónlist Young af streymisveitunni en Spotify sagðist í yfirlýsingu harma stöðu mála og vonast til að tónlist Young yrði aðgengileg aftur á streymisveitunni í framtíðinni. Þegar þessi frétt er skrifuð er enn hægt að hlusta á einhvern hluta tónlistar Young á Spotify, þar á meðal hans vinsælustu lög: Harvest Moon og Heart Of Gold. Lögin eru þó líklega af safnplötum, sem Young á ekki sjálfur réttinn að. Eftir yfirlýsingu Young hafa fleiri tónlistarmenn og framleiðendur fylgt í fótspor hans. Tónlistarkonan Joni Mitchell, góðvinkona Young, hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af streymisveitunni. Þá hefur rokkarinn Nils Lofgren óskað eftir því að hans tónlist verði fjarlægð af Spotify. Hlaðvarpsþáttastjórnandinn og prófessorinn Brené Brown hefur þá lýst því yfir að hún muni ekki gefa út fleiri hlaðvarpsþætti á streymisveitunni. Framleiðslufyrirtæki Harry Bretaprins og Meghan Markle, Archewell Productions, hefur þá lýst yfir áhyggjum sínum vegna falsupplýsinga um kórónuveiruna á streymisveitunni. Heitir því að gæta meira jafnvægis Forsvarsmenn Spotify sögðu í yfirlýsingu á sunnudaginn að þeir myndu grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu tengda kórónuveirufaraldrinum á miðlinum. „Það er orðið ljóst að við höfum skyldu til þess að tryggja jafnvægi og upplýsingar sem samþykktar eru af meirihluta vísinda- og heilbrigðisstarfsmanna, sem eru til þess gerðar að leiðbeina okkur á þessum fordæmalausu tímum,“ skrifaði Daniel Ek, framkvæmdastjóri Spotify, í yfirlýsingu á sunnudag. Á þremur dögum í síðustu viku féll markaðsvirði Spotify um 2,1 milljarð Bandaríkjadala, eða um 268 milljarða íslenskra króna, í kjölfar deilanna. Hlutabréf Spotify féllu þá um 6% dagana 26. til 28. janúar og hafa ekki verið eins lítils virði í nítján mánuði. Hver hlutur kostar nú 171,32 bandaríkjadali, eða tæpar 22 þúsund krónur. Samkvæmt stefnu Spotify hefur streymisveitan heimild til að fjarlægja efni sem flokkað er sem hættulegt, villandi, viðkvæmt eða ólöglegt. Streymisveitan hyggst ekki fjarlægja neinn hlaðvarpsþátta Rogan eins og staðan er núna. Rogan gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi á Instagram-síðu sinni vegna málsins. Hann hét því í yfirlýsingunni að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. View this post on Instagram A post shared by Joe Rogan (@joerogan) „Það er skrítin ábyrgð að hafa svona marga hlustendur,“ sagði Rogan. „Það er eitthvað sem ég bjó mig ekki undir. Ég ætla að gera mitt besta til að gæta jafnvægis.“ Uppistand, hræðslustjórnun og bardagalist Spotify keypti árið 2020 réttin að hlaðvarpinu af Rogan. Það er, að hlaðvarpinu er aðeins hægt að streyma á Spotify. Streymisveitan borgaði Rogan 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13 milljarða íslenskra króna, fyrir hlaðvarpið. Rogan, sem er 55 ára gamall, fór að stíga fram á sjónarsviðið undir lok níunda áratugarins í uppistandi. Rogan fór í kring um 1994 að reyna fyrir sér í leiklistinni og lék meðal annars í grínþáttunum NewsRadio. Árið 1997 fór Rogan að vinna við að taka viðtöl á bardagamótum UFC. Fjórum árum síðar bauðst honum að vera íþróttaskýrandi hjá UFC. Þá stjórnaði hann sjónvarpsþáttunum Fear Factor frá árinu 2001 til 2006. Eftir að hann skildi við Fear Factor einbeitti Rogan sér að uppistandinu og gerði nokkra uppistandsþætti sem sýndir voru í sjónvarpi. The Joe Rogan Experience hóf göngu sína í ágúst 2010 og varð strax gríðarlega vinsælt. Í október 2015 var hlaðvarpinu halað niður meira en 16 milljón sinnum í hverjum mánuði. Í dag hefur Rogan gefið út 1.770 þætti af hlaðvarpinu í fullri lengd en þar að auki aukaþætti. Hver þáttur er á milli klukkutíma til meira en þriggja tíma langur. „Dömur, viljið þið stærra typpi en við?“ Í ítarlegri grein The Atlantic um vinsældir Rogans segir að skipta megi viðmælendum Rogan í þrjá hópa: grínista, bardagamenn og „hugsuði“, þó það hugtak sé notað lauslega. Hugsuðirnir séu allt frá vel metnum fræðimönnum yfir í rappara eins og Charlamagne tha God. Í hlaðvarpinu veltir Rogan fyrir sér ýmsum spurningum, og þá sérstaklega og ítrekað hlutverki hvítra millistéttarmanna í breyttum heimi. Þá gagnrýnir hann mikið, og í raunar þolir ekki rétttrúnaðarhyggju. Tjáningarfrelsi er hans ær og kýr, sem hann gerði ljóst þegar hann gagnrýndi Twitter fyrir loka aðgöngum hægriöfgamanna til að mynda. Og talandi um karlmennsku og hlutverk karlmanna í breyttum heimi þá hefur Rogan verið talsvert gagnrýndur fyrir afstöðu sína gagnvart konum. Eða „dömum“ eins og hann kallar kvenfólk iðulega. „Dömur, þið búið til fólk. Þið búið til allt fólkið. Og þið viljið líka verða forsetar, gráðugu helvítis tíkur. Hvað meira viljið þið? Viljið þið stærri typpi en við? Dömur... Ég elska ykkur... en við skulum vera hreinskilin, þið hafið ekki áorkað miklu,“ sagði Rogan í einu uppistandinu sínu. Spotify Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttaskýringar Tónlist Tengdar fréttir Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er vinsælasta hlaðvarpið á streymisveitunni Spotify og eitt það vinsælasta í heimi. Rogan hefur þó ítrekað verið gagnrýndur fyrir hlaðvarpið, meðal annars vegna umræðu þar um kórónuveirufaraldurinn og bóluefni gegn Covid-19. 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var þar vísað til viðtals Rogan við Robert Malone, veirufræðing, sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Notar Ivermectin og hafnar bólusetningu Rogan segist ekki á móti bóluefnum en hefur þó mælt gegn því að ungt fólk láti bólusetja sig gegn Covid-19. „Ef þú ert 21 árs og spyrð mig hvort þú ættir að bólusetja þig, þá segi ég nei,“ sagði Rogan í þætti sem var gefinn út 23. apríl í fyrra. Sjálfur ætlar hann ekki að láta bólusetja sig, enda ekkert vit í því að hans mati þar sem hann hefur smitast af veirunni. Rogan hefur þar að auki mælt mikið með notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin. Vísbendingar eru um að notkun lyfsins hamli fjölgun veirunnar í tilraunarglasi en gögn sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi, sem er mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Rogan greindi þó frá því í september að hann væri smitaður af kórónuveirunni og að hann væri að nota Ivermectin. Young, Mitchell og Lofgren yfirgefa Spotify Deilurnar hófust í síðustu viku þegar tónlistarmaðurinn Neil Young setti Spotify afarkosti og krafðist þess að tónlist hans á Spotify yrði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Rogan dreifði í hlaðvarpi sínu. Hann sagði Spotify hafa valið: Neil Young eða Joe Rogan. Svo fór að verið er að fjarlægja tónlist Young af streymisveitunni en Spotify sagðist í yfirlýsingu harma stöðu mála og vonast til að tónlist Young yrði aðgengileg aftur á streymisveitunni í framtíðinni. Þegar þessi frétt er skrifuð er enn hægt að hlusta á einhvern hluta tónlistar Young á Spotify, þar á meðal hans vinsælustu lög: Harvest Moon og Heart Of Gold. Lögin eru þó líklega af safnplötum, sem Young á ekki sjálfur réttinn að. Eftir yfirlýsingu Young hafa fleiri tónlistarmenn og framleiðendur fylgt í fótspor hans. Tónlistarkonan Joni Mitchell, góðvinkona Young, hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af streymisveitunni. Þá hefur rokkarinn Nils Lofgren óskað eftir því að hans tónlist verði fjarlægð af Spotify. Hlaðvarpsþáttastjórnandinn og prófessorinn Brené Brown hefur þá lýst því yfir að hún muni ekki gefa út fleiri hlaðvarpsþætti á streymisveitunni. Framleiðslufyrirtæki Harry Bretaprins og Meghan Markle, Archewell Productions, hefur þá lýst yfir áhyggjum sínum vegna falsupplýsinga um kórónuveiruna á streymisveitunni. Heitir því að gæta meira jafnvægis Forsvarsmenn Spotify sögðu í yfirlýsingu á sunnudaginn að þeir myndu grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu tengda kórónuveirufaraldrinum á miðlinum. „Það er orðið ljóst að við höfum skyldu til þess að tryggja jafnvægi og upplýsingar sem samþykktar eru af meirihluta vísinda- og heilbrigðisstarfsmanna, sem eru til þess gerðar að leiðbeina okkur á þessum fordæmalausu tímum,“ skrifaði Daniel Ek, framkvæmdastjóri Spotify, í yfirlýsingu á sunnudag. Á þremur dögum í síðustu viku féll markaðsvirði Spotify um 2,1 milljarð Bandaríkjadala, eða um 268 milljarða íslenskra króna, í kjölfar deilanna. Hlutabréf Spotify féllu þá um 6% dagana 26. til 28. janúar og hafa ekki verið eins lítils virði í nítján mánuði. Hver hlutur kostar nú 171,32 bandaríkjadali, eða tæpar 22 þúsund krónur. Samkvæmt stefnu Spotify hefur streymisveitan heimild til að fjarlægja efni sem flokkað er sem hættulegt, villandi, viðkvæmt eða ólöglegt. Streymisveitan hyggst ekki fjarlægja neinn hlaðvarpsþátta Rogan eins og staðan er núna. Rogan gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi á Instagram-síðu sinni vegna málsins. Hann hét því í yfirlýsingunni að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. View this post on Instagram A post shared by Joe Rogan (@joerogan) „Það er skrítin ábyrgð að hafa svona marga hlustendur,“ sagði Rogan. „Það er eitthvað sem ég bjó mig ekki undir. Ég ætla að gera mitt besta til að gæta jafnvægis.“ Uppistand, hræðslustjórnun og bardagalist Spotify keypti árið 2020 réttin að hlaðvarpinu af Rogan. Það er, að hlaðvarpinu er aðeins hægt að streyma á Spotify. Streymisveitan borgaði Rogan 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13 milljarða íslenskra króna, fyrir hlaðvarpið. Rogan, sem er 55 ára gamall, fór að stíga fram á sjónarsviðið undir lok níunda áratugarins í uppistandi. Rogan fór í kring um 1994 að reyna fyrir sér í leiklistinni og lék meðal annars í grínþáttunum NewsRadio. Árið 1997 fór Rogan að vinna við að taka viðtöl á bardagamótum UFC. Fjórum árum síðar bauðst honum að vera íþróttaskýrandi hjá UFC. Þá stjórnaði hann sjónvarpsþáttunum Fear Factor frá árinu 2001 til 2006. Eftir að hann skildi við Fear Factor einbeitti Rogan sér að uppistandinu og gerði nokkra uppistandsþætti sem sýndir voru í sjónvarpi. The Joe Rogan Experience hóf göngu sína í ágúst 2010 og varð strax gríðarlega vinsælt. Í október 2015 var hlaðvarpinu halað niður meira en 16 milljón sinnum í hverjum mánuði. Í dag hefur Rogan gefið út 1.770 þætti af hlaðvarpinu í fullri lengd en þar að auki aukaþætti. Hver þáttur er á milli klukkutíma til meira en þriggja tíma langur. „Dömur, viljið þið stærra typpi en við?“ Í ítarlegri grein The Atlantic um vinsældir Rogans segir að skipta megi viðmælendum Rogan í þrjá hópa: grínista, bardagamenn og „hugsuði“, þó það hugtak sé notað lauslega. Hugsuðirnir séu allt frá vel metnum fræðimönnum yfir í rappara eins og Charlamagne tha God. Í hlaðvarpinu veltir Rogan fyrir sér ýmsum spurningum, og þá sérstaklega og ítrekað hlutverki hvítra millistéttarmanna í breyttum heimi. Þá gagnrýnir hann mikið, og í raunar þolir ekki rétttrúnaðarhyggju. Tjáningarfrelsi er hans ær og kýr, sem hann gerði ljóst þegar hann gagnrýndi Twitter fyrir loka aðgöngum hægriöfgamanna til að mynda. Og talandi um karlmennsku og hlutverk karlmanna í breyttum heimi þá hefur Rogan verið talsvert gagnrýndur fyrir afstöðu sína gagnvart konum. Eða „dömum“ eins og hann kallar kvenfólk iðulega. „Dömur, þið búið til fólk. Þið búið til allt fólkið. Og þið viljið líka verða forsetar, gráðugu helvítis tíkur. Hvað meira viljið þið? Viljið þið stærri typpi en við? Dömur... Ég elska ykkur... en við skulum vera hreinskilin, þið hafið ekki áorkað miklu,“ sagði Rogan í einu uppistandinu sínu.
Spotify Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttaskýringar Tónlist Tengdar fréttir Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29
Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03
Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07
Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48