Róttækar breytingar á flestum heimilum Snorri Másson skrifar 1. febrúar 2022 23:30 Fjöldi heimila er ekki með allar nauðsynlegar tunnur. Vísir/Vilhelm Róttækra breytinga er að vænta á flokkun heimilissorps hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu. Framvegis verða fjórar tunnur við hvert heimili og nú þarf almenningur að breyta sínum venjum, segir bæjarstjórinn í Garðabæ. Í fullkomnum heimi flokka allir pappír, plast og lífrænan úrgang og það sem ekki rúmast inni í þeim flokkum fer í almennt sorp. En á verulega mörgum heimilum landsins er þetta ekki hægt jafnvel þó viljinn sé fyrir hendi. Þessu á að breyta með samræmdri sorphirðu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum og hugsanlegum útfærslum er lýst í myndbrotinu hér að neðan: Hið opinbera mun nefnilega útvega tvískiptar tunnur þar sem þeirra er þörf. Þannig er þetta fyrirkomulag einn möguleiki við sérbýli. Ein hólfaskipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang og önnur fyrir pappír og plast. Eftir því sem plássið er meira má bæta við tunnu. Í fjölbýli tekur stærð og fjöldi íláta auðvitað mið af fjölda íbúða en alltaf verða fjórir meginstraumarnir í boði. „Almenningur þarf að breyta sínum venjum. Sumir eru komnir býsna langt í þessu, sérstaklega unga fólkið, það er erfiðara með svona hunda eins og mig og fleiri að fara inn í þetta. En við þurfum líka að huga að því hvernig breytingarnar byrja inni á heimilinu. Eldhúsinnréttingar hafa ekkert endilega verið að gera ráð fyrir fjórum flokkum þar. Þannig að það er að mörgu að hyggja,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ. Á meðal annarra nýjunga eru sérstakir bréfpokar fyrir lífrænan eldhúsúrgang, sem er gert ráð fyrir að sveitarfélögin útvegi íbúum að kostnaðarlausu. Pokarnir eru aftur á móti taldir munu kosta sveitarfélögin á höfuðborgar svæðinu um 260 milljónir á ári. Reiknað er með að afhenda hverju heimili um 60 poka í einu og miðað við notkun á slíkum pokum í Mölndal í Svíþjóð dugir það magn hverju heimili í u.þ.b. 3 mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu eru 91.189 heimili sem að meðaltali þurfa 0,66 poka á dag. Bæjarstjórinn kvíðir því ekki að fólk taki illa í breytingarnar, enda liggi þær raunar þegar í loftinu. „Við erum að stíga þarna með þessu og þeirri viljayfirlýsingu sem kemur í kjölfarið eftir umræðu í sveitarfélögum að stíga mjög stórt skref inn í framtíðina. Þetta er umhverfismál í mjög víðu samhengi, stórmál fyrir höfuðborgarsvæðið og þess vegna fyrir Ísland allt,“ segir Gunnar. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Í fullkomnum heimi flokka allir pappír, plast og lífrænan úrgang og það sem ekki rúmast inni í þeim flokkum fer í almennt sorp. En á verulega mörgum heimilum landsins er þetta ekki hægt jafnvel þó viljinn sé fyrir hendi. Þessu á að breyta með samræmdri sorphirðu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum og hugsanlegum útfærslum er lýst í myndbrotinu hér að neðan: Hið opinbera mun nefnilega útvega tvískiptar tunnur þar sem þeirra er þörf. Þannig er þetta fyrirkomulag einn möguleiki við sérbýli. Ein hólfaskipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang og önnur fyrir pappír og plast. Eftir því sem plássið er meira má bæta við tunnu. Í fjölbýli tekur stærð og fjöldi íláta auðvitað mið af fjölda íbúða en alltaf verða fjórir meginstraumarnir í boði. „Almenningur þarf að breyta sínum venjum. Sumir eru komnir býsna langt í þessu, sérstaklega unga fólkið, það er erfiðara með svona hunda eins og mig og fleiri að fara inn í þetta. En við þurfum líka að huga að því hvernig breytingarnar byrja inni á heimilinu. Eldhúsinnréttingar hafa ekkert endilega verið að gera ráð fyrir fjórum flokkum þar. Þannig að það er að mörgu að hyggja,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ. Á meðal annarra nýjunga eru sérstakir bréfpokar fyrir lífrænan eldhúsúrgang, sem er gert ráð fyrir að sveitarfélögin útvegi íbúum að kostnaðarlausu. Pokarnir eru aftur á móti taldir munu kosta sveitarfélögin á höfuðborgar svæðinu um 260 milljónir á ári. Reiknað er með að afhenda hverju heimili um 60 poka í einu og miðað við notkun á slíkum pokum í Mölndal í Svíþjóð dugir það magn hverju heimili í u.þ.b. 3 mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu eru 91.189 heimili sem að meðaltali þurfa 0,66 poka á dag. Bæjarstjórinn kvíðir því ekki að fólk taki illa í breytingarnar, enda liggi þær raunar þegar í loftinu. „Við erum að stíga þarna með þessu og þeirri viljayfirlýsingu sem kemur í kjölfarið eftir umræðu í sveitarfélögum að stíga mjög stórt skref inn í framtíðina. Þetta er umhverfismál í mjög víðu samhengi, stórmál fyrir höfuðborgarsvæðið og þess vegna fyrir Ísland allt,“ segir Gunnar.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira