„Þessi gæi er hæfileikabúnt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2022 19:31 EC Matthews gekk í raðir Grindvíkinga í lok október á síðasta ári. Vísir/Bára Elbert Clark Matthews, eða EC Matthews eins og hann er yfirleitt kallaður, var til umræðu í seinasta þætti Körfuboltakvölds. Sérfræðingar þáttarins voru sammála um það að þarna væri hæfileikabúnt á ferðinni, en að liðsfélagar hans í Grindavík væru oft að gera honum erfitt fyrir. „EC Matthews getur gert ansi mikið, en við erum svolítið búnir að ræða það að það er ekkert alltaf mikið pláss fyrir hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. „Við sjáum það hérna þegar hann fær boltann og hann vill fara á vinstri höndina, að það eru komnir þrír leikmenn akkúrat á staðinn sem hann vill ráðast á. Það er örugglega erfitt að vera leikmaður eins og EC í þessum sóknarleik.“ Sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Tómas Steindórsson tóku í sama streng og sögðu að samherji EC Matthews, Ivan Aurrecoechea, ætti það til að flækjast fyrir honum. „Ivan er ekkert mikið í því að hreyfa sig án bolta til þess að losa. Hann er alltaf að reyna að fá boltann til þess að skora, ekkert annað. Við sjáum það oft í sóknarleik Grindavíkur að Ivan er aldrei að fara og búa til pláss,“ sagði Teitur. „Hann veit að EC vill fara til vinstri en hann er alltaf fyrir honum þarna vinstra meginn,“ sagði Tómas. Klippa: KbK: Umræðan um EC williams Þrátt fyrir þessa erfiðleika EC Matthews í sókninni voru sérfræðingarnir þó sammála um að leimaðurinn búi yfir miklum hæfileikum. „Hérna sjáum við þegar hann færir sig, það er annaðhvort karfa eða víti,“ sagði Kjartan Atli. „Af því að þessi gæi er hæfileikabúnt.“ Tómas og Teitur tóku þá við keflinu og töluðu um mikilvægi leikmannsins í leik Grindavíkur gegn KR í nýliðinni umferð þar sem Grindavík tapaði með tveimur stigum, 83-81. „Við sáum það bara þarna í fjórða leikhluta að þá tók hann svolítið yfir leikinn og skoraði þessi stig og kom þeim aftur inn í leikinn,“ sagði Tómas. „Svona um miðbik leiksins er hann lítið með og þá gengur lítið í sóknarleik Grindavíkur,“ bætti Teitur við. „Mér fannst hann vera alveg frábær í fyrri hálfleik í dag.“ Strákarnir í settinu ræddu svo stuttlega um furðulegt gegni Grindavíkinga í seinustu leikjum þar sem liðið skorar miklu meira gegn liðum í efstu sjö sætum deildarinnar en þeim í þeim neðstu fimm, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Sjá meira
„EC Matthews getur gert ansi mikið, en við erum svolítið búnir að ræða það að það er ekkert alltaf mikið pláss fyrir hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. „Við sjáum það hérna þegar hann fær boltann og hann vill fara á vinstri höndina, að það eru komnir þrír leikmenn akkúrat á staðinn sem hann vill ráðast á. Það er örugglega erfitt að vera leikmaður eins og EC í þessum sóknarleik.“ Sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Tómas Steindórsson tóku í sama streng og sögðu að samherji EC Matthews, Ivan Aurrecoechea, ætti það til að flækjast fyrir honum. „Ivan er ekkert mikið í því að hreyfa sig án bolta til þess að losa. Hann er alltaf að reyna að fá boltann til þess að skora, ekkert annað. Við sjáum það oft í sóknarleik Grindavíkur að Ivan er aldrei að fara og búa til pláss,“ sagði Teitur. „Hann veit að EC vill fara til vinstri en hann er alltaf fyrir honum þarna vinstra meginn,“ sagði Tómas. Klippa: KbK: Umræðan um EC williams Þrátt fyrir þessa erfiðleika EC Matthews í sókninni voru sérfræðingarnir þó sammála um að leimaðurinn búi yfir miklum hæfileikum. „Hérna sjáum við þegar hann færir sig, það er annaðhvort karfa eða víti,“ sagði Kjartan Atli. „Af því að þessi gæi er hæfileikabúnt.“ Tómas og Teitur tóku þá við keflinu og töluðu um mikilvægi leikmannsins í leik Grindavíkur gegn KR í nýliðinni umferð þar sem Grindavík tapaði með tveimur stigum, 83-81. „Við sáum það bara þarna í fjórða leikhluta að þá tók hann svolítið yfir leikinn og skoraði þessi stig og kom þeim aftur inn í leikinn,“ sagði Tómas. „Svona um miðbik leiksins er hann lítið með og þá gengur lítið í sóknarleik Grindavíkur,“ bætti Teitur við. „Mér fannst hann vera alveg frábær í fyrri hálfleik í dag.“ Strákarnir í settinu ræddu svo stuttlega um furðulegt gegni Grindavíkinga í seinustu leikjum þar sem liðið skorar miklu meira gegn liðum í efstu sjö sætum deildarinnar en þeim í þeim neðstu fimm, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti