Lærði tólf ára að nota eyeliner og notar bol til að móta krullurnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 10:01 Aldís Amah Hamilton er fyrsti viðmælandinn í nýrri þáttaröð af Snyrtiborðið með HI beauty. Undireins „Ég var tólf ára held ég,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton um það hvenær hún byrjaði að farða sig. Á þessum tíma var ekki að finna förðunarþætti og kennslumyndbönd á Youtube svo hún notaði tímarit til að læra af. Aldís er gestur í fyrsta þættinum af nýrri þáttaröð af Snyrtiborðið með HI beauty. Aldís er ein skærasta stjarna þjóðarinnar og hefur vakið mikla athygli fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttum á borð við Kötlu og Svörtu sanda. Hún var sú fyrsta í vinkonuhópnum til að byrja að nota förðunarvörur en hinar fylgdu fljótt á eftir. „Mjög oft vorum við heima hjá mér að gera okkur til og þá var ég að gera eyeliner því að ég náði eiginlega strax að gera góðan eyeliner. Ég hef alltaf getað gert það.“ Eins og sjá má í þættinum er Aldís ótrúlega snögg að skella á sig eyeliner, eitthvað sem margar eiga erfitt með. Segir hún að leyndarmálið sé að vera ekki hræddur við það. „Þetta er bara lína.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hyljari skiptir Aldísi miklu máli og ef hún hefur tíma brettir hún á sér augnhárin og setur lit í augabrúnirnar. Í þættinum sagði hún frá nýju húðvandamáli sem hún er að vinna í að finna lausn á. „Ég fékk rósroða þegar ég varð þrítug, djöfulsins dónaskapur.“ Í þættinum talar hún líka um retinol, gervibrúnku, tölvuleiki, vegan snyrtivörur og svo sýnir hún hvernig hún nær fullkomnum krullum. Förðunarorð þáttarins er auðvitað á sínum stað líkt og í fyrstu þáttaröðinni og svo eru gestir þáttarins líka látnir taka þátt í áskorun í hverjum þætti. HI beauty Förðun Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fengu loksins að fara heim til viðmælenda Leikkonan Aldís Amah Hamilton verður gestur í fyrsta þættinum af glænýrri þáttaröð af Snyrtiborðinu með HI beauty. Þættirnir verða sýndir hér á Lífinu á Vísi næstu átta miðvikudaga. 1. febrúar 2022 21:11 Skírð í höfuðið á flugvél Hún hefur slegið í gegn í Svörtu söndum en er svo sannarlega ekki sama týpan og hún leikur. Nei, þessi Icelandair flugfreyja, leikkona, hundakona, handritahöfundur og fagurkeri er lífsglaðari og skemmtilegri en flestir. 24. janúar 2022 10:31 Skráði sig í leiklistarnám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann. 23. janúar 2022 10:01 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Aldís er gestur í fyrsta þættinum af nýrri þáttaröð af Snyrtiborðið með HI beauty. Aldís er ein skærasta stjarna þjóðarinnar og hefur vakið mikla athygli fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttum á borð við Kötlu og Svörtu sanda. Hún var sú fyrsta í vinkonuhópnum til að byrja að nota förðunarvörur en hinar fylgdu fljótt á eftir. „Mjög oft vorum við heima hjá mér að gera okkur til og þá var ég að gera eyeliner því að ég náði eiginlega strax að gera góðan eyeliner. Ég hef alltaf getað gert það.“ Eins og sjá má í þættinum er Aldís ótrúlega snögg að skella á sig eyeliner, eitthvað sem margar eiga erfitt með. Segir hún að leyndarmálið sé að vera ekki hræddur við það. „Þetta er bara lína.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hyljari skiptir Aldísi miklu máli og ef hún hefur tíma brettir hún á sér augnhárin og setur lit í augabrúnirnar. Í þættinum sagði hún frá nýju húðvandamáli sem hún er að vinna í að finna lausn á. „Ég fékk rósroða þegar ég varð þrítug, djöfulsins dónaskapur.“ Í þættinum talar hún líka um retinol, gervibrúnku, tölvuleiki, vegan snyrtivörur og svo sýnir hún hvernig hún nær fullkomnum krullum. Förðunarorð þáttarins er auðvitað á sínum stað líkt og í fyrstu þáttaröðinni og svo eru gestir þáttarins líka látnir taka þátt í áskorun í hverjum þætti.
HI beauty Förðun Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fengu loksins að fara heim til viðmælenda Leikkonan Aldís Amah Hamilton verður gestur í fyrsta þættinum af glænýrri þáttaröð af Snyrtiborðinu með HI beauty. Þættirnir verða sýndir hér á Lífinu á Vísi næstu átta miðvikudaga. 1. febrúar 2022 21:11 Skírð í höfuðið á flugvél Hún hefur slegið í gegn í Svörtu söndum en er svo sannarlega ekki sama týpan og hún leikur. Nei, þessi Icelandair flugfreyja, leikkona, hundakona, handritahöfundur og fagurkeri er lífsglaðari og skemmtilegri en flestir. 24. janúar 2022 10:31 Skráði sig í leiklistarnám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann. 23. janúar 2022 10:01 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fengu loksins að fara heim til viðmælenda Leikkonan Aldís Amah Hamilton verður gestur í fyrsta þættinum af glænýrri þáttaröð af Snyrtiborðinu með HI beauty. Þættirnir verða sýndir hér á Lífinu á Vísi næstu átta miðvikudaga. 1. febrúar 2022 21:11
Skírð í höfuðið á flugvél Hún hefur slegið í gegn í Svörtu söndum en er svo sannarlega ekki sama týpan og hún leikur. Nei, þessi Icelandair flugfreyja, leikkona, hundakona, handritahöfundur og fagurkeri er lífsglaðari og skemmtilegri en flestir. 24. janúar 2022 10:31
Skráði sig í leiklistarnám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann. 23. janúar 2022 10:01