Enski boltinn

Stuðningsmenn Leeds þeir ástríðufyllstu í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá tvo stuðningsmenn Leeds United í stúkunni á Elland Road.
Hér má sjá tvo stuðningsmenn Leeds United í stúkunni á Elland Road. Getty/Naomi Baker

Leeds United á frábæra stuðningsmenn og það hafa þeir sýnt og sannað þótt að gengi liðsins hafi ekki alltaf verið gott á undanförnum árum. Enn eitt prófið á það hefur verið á þessu tímabili.

Leeds fyllir Elland Road sama hvað á gengur og stuðningsmennirnir hafa staðið á bak við sínu liði þrátt fyrir langa veru í neðri deildum. Stemmningin á Elland Road klikkar sjaldan.

Ný úttekt á hvaða félag eigi ástríðufyllstu stuðningsmennina í ensku úrvalsdeildinni setti Leedsara í efstu sætið.

Fótboltavefsíðan 1sports1 stóð fyrir uppröðun listans en í næstu sætum eru stuðningsmenn Newcastle United og Liverpool.

West Ham er efsta Lundúnaliðið einu sæti á undan Arsenal en stuðningsmenn Chelsea, Leicester og Tottenham komust ekki á topp tíu.

Það vekur líka nokkra athygli hvað Manchester liðin eru bæði neðarlega. Fjölmargir stuðningsmanna þeirra hér á Íslandi eru örugglega mjög ósáttir við það.

Manchester United er bara í sextánda sæti og Englandsmeistarar Manchester City í því sautjánda.

Brentford rekur lestina en stuðningsmenn Burnley og Watford eru líka fyrir neðan Manchester liðin.

  • Ástríðufyllstu stuðningsmenn ensku úrvalsdeildarinnar:
  • 1. Leeds
  • 2. Newcastle
  • 3. Liverpool
  • 4. West Ham
  • 5. Arsenal
  • 6. Aston Villa
  • 7. Crystal Palace
  • 8. Wolves
  • 9. Norwich
  • 10. Southampton
  • 11. Chelsea
  • 12. Leicester
  • 13. Tottenham
  • 14. Brighton
  • 15. Everton
  • 16. Manchester United
  • 17. Manchester City
  • 18. Burnley
  • 19. Watford
  • 20. Brentford



Fleiri fréttir

Sjá meira


×