Tölum um sjálfbærni á mannamáli Friðrik Larsen skrifar 3. febrúar 2022 07:30 Aðilar innan orkugeirans skilja tungutakið sem er notað í tengslum við orkuskiptin en það er yfirþyrmandi fyrir neytendur að skilja um hvað orkuskiptin snúast. Í grunninn snúast þau um að fara úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í sjálfbæra eða græna orkugjafa. Hvað þýðir það t.d. að eitthvað sé grænt? Hvað er sjálfbærni og hvað er samfélagsleg ábyrgð? Þetta eru hugtök sem skiljast ekki endilega þegar við förum út úr stofnunum og erum ekki lengur að tala við sérfræðinga. Hvernig getum við hjálpað almenningi, neytandanum sem kýs með veskinu, að skilja? Einstaklingar innan orkugeirans eru margir hverjir sérhæfðir um efni sem kallar á sértækan orðaforða. Við sem störfum og hrærumst innan orkugeirans eigum það til að gera ráð fyrir að almennir neytendur skilji okkar orðaforða á sama hátt og við sérfræðingarnir gerum. Sannleikurinn er sá að það er ekki þannig. Orð eru bara orð þangað til að við hjálpum fólki að tengja við þau og skilja þau. Þá á ég við að einstaklingar skilji ekki aðeins orðin sjálf heldur skilji hvernig orðið er að fara að hafa áhrif á þá. Sem dæmi, hvað þýðir það fyrir neytendur að vita að einhver vara er „grænni“ en vara samkeppnisaðilans? Takist að koma neytendum í skilning um hvað felist í svona þáttum, því líklegar er að orkuskiptin gangi hraðar. Við viljum fá almenning til að fylgja okkur en sannleikurinn er sá það gera það fáir fyrr en það hefur áhrif á budduna. Því eru reglugerðir oft árangursríkasta leiðin til að fá fram þá hegðun sem við viljum helst frá neytendum. En, að breyta hegðun neytenda er stórmál og við vitum það líklega flest að breytingum í formi reglugerða er tekið misvel. Það getur því breytt heilmiklu að passa upp á að eiga einnig virk samskipti við neytendur og tala á þann hátt að neytendur skilji betur reglugerðir og tilgang þeirra. Þetta er best gert eftir lögmálum markaðsfræða og vörumerkjastjórnunar. Þannig hjálpum við almennum neytendum að tengja við og skilja þær reglugerðir sem settar hafa verið. Reglugerðunum er tekið opnari örmum og allt þetta hjálpar til við að breyta hegðun fólks. Frá því að ég hóf feril minn í orkugeiranum hefur margt tekið breytingum þar, en breytingarnar eru hægfara. Almenningur er ekki alveg að fylgja okkur en markmiðið á að vera að fleiri fylgi og skilji. Þess vegna vil ég sjá fleiri orkufyrirtæki vera markvissari í því hvernig þau eiga virkt samtal við hagsmunaaðila. Höfundur er eigandi brandr vörumerkjastofu og dósent í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Aðilar innan orkugeirans skilja tungutakið sem er notað í tengslum við orkuskiptin en það er yfirþyrmandi fyrir neytendur að skilja um hvað orkuskiptin snúast. Í grunninn snúast þau um að fara úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í sjálfbæra eða græna orkugjafa. Hvað þýðir það t.d. að eitthvað sé grænt? Hvað er sjálfbærni og hvað er samfélagsleg ábyrgð? Þetta eru hugtök sem skiljast ekki endilega þegar við förum út úr stofnunum og erum ekki lengur að tala við sérfræðinga. Hvernig getum við hjálpað almenningi, neytandanum sem kýs með veskinu, að skilja? Einstaklingar innan orkugeirans eru margir hverjir sérhæfðir um efni sem kallar á sértækan orðaforða. Við sem störfum og hrærumst innan orkugeirans eigum það til að gera ráð fyrir að almennir neytendur skilji okkar orðaforða á sama hátt og við sérfræðingarnir gerum. Sannleikurinn er sá að það er ekki þannig. Orð eru bara orð þangað til að við hjálpum fólki að tengja við þau og skilja þau. Þá á ég við að einstaklingar skilji ekki aðeins orðin sjálf heldur skilji hvernig orðið er að fara að hafa áhrif á þá. Sem dæmi, hvað þýðir það fyrir neytendur að vita að einhver vara er „grænni“ en vara samkeppnisaðilans? Takist að koma neytendum í skilning um hvað felist í svona þáttum, því líklegar er að orkuskiptin gangi hraðar. Við viljum fá almenning til að fylgja okkur en sannleikurinn er sá það gera það fáir fyrr en það hefur áhrif á budduna. Því eru reglugerðir oft árangursríkasta leiðin til að fá fram þá hegðun sem við viljum helst frá neytendum. En, að breyta hegðun neytenda er stórmál og við vitum það líklega flest að breytingum í formi reglugerða er tekið misvel. Það getur því breytt heilmiklu að passa upp á að eiga einnig virk samskipti við neytendur og tala á þann hátt að neytendur skilji betur reglugerðir og tilgang þeirra. Þetta er best gert eftir lögmálum markaðsfræða og vörumerkjastjórnunar. Þannig hjálpum við almennum neytendum að tengja við og skilja þær reglugerðir sem settar hafa verið. Reglugerðunum er tekið opnari örmum og allt þetta hjálpar til við að breyta hegðun fólks. Frá því að ég hóf feril minn í orkugeiranum hefur margt tekið breytingum þar, en breytingarnar eru hægfara. Almenningur er ekki alveg að fylgja okkur en markmiðið á að vera að fleiri fylgi og skilji. Þess vegna vil ég sjá fleiri orkufyrirtæki vera markvissari í því hvernig þau eiga virkt samtal við hagsmunaaðila. Höfundur er eigandi brandr vörumerkjastofu og dósent í Háskóla Íslands.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun