Stökkið: Vildi prófa eitthvað annað en „týpísku” Kaupmannahöfn Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 3. febrúar 2022 07:01 Sonja Sófusdóttir er alsæl í Kaupmannahöfn. Aðsend Sonja Sófusdóttir býr í Kaupmannahöfn eftir að hafa upphaflega flutt til Svíþjóðar í nám. Hún flutti ein út á vit ævintýranna og býr í dag með íslenskri vinkonu sinni. Hún starfar hjá Deloitte og elskar að hafa það hygge með vinum. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Sonja í blóma lífsins.Aðsend Hvenær tókstu stökkið?Ég flutti út haustið 2017, þá til Lundar í Svíþjóð, en kom til Kaupmannahafnar tæpu ári síðar og hef verið hér síðan. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Það var alltaf á planinu að prófa að búa erlendis, fannst mikilvægt að hafa þá reynslu á bakinu og fannst mastersnám tilvalinn vettvangur til þess. Eftir nokkur ár í sama starfinu var svo kominn tími á að láta af þessu verða. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Svíþjóð heillaði mikið og hentaði vel þar sem boðið er upp á mastersgráður sem eru teknar á einu ári. „Ég vildi líka prófa eitthvað annað en „týpísku” Kaupmannahöfn sem er vinsæl hjá Íslendingum, en svo endaði ég auðvitað hér.“ Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hefur svo sem haft lítil áhrif, fyrir utan færri ferðalög og heimsóknir. Jákvæða hliðin er sú að maður hefur bara kynnst hverfinu sínu og borginni betur þar sem maður hefur haldið sig meira í nærumhverfinu. Og þá að sama skapi eytt meiri tíma með dönsku vinunum. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég fékk staðfestingu á því að ég hefði komist inn í námið u.þ.b. hálfu ári áður en það hófst og þá byrjaði ég undirbúninginn. Það fyrsta sem ég gerði var að setja auka krafti í það að leggja fyrir fjárhagslega, þar sem ég vissi að ég ætti að öllum líkindum ekki rétt á námslánum, sem reyndist rétt. Í framhaldinu var það svo að ganga frá starfslokum og búslóðinni á Íslandi og skoða húsnæðiskosti í Lundi. Það fór nú svo að ég flutti til Svíþjóðar án húsnæðis og gisti fyrstu dagana hjá yndislegu vinafólki en það leystist fljótt. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Undirbúningurinn fyrir Kaupmannahöfn var svo töluvert styttri eða um tveir mánuðir. Andlegur undirbúningur var kannski það erfiðasta enda er ég mjög heimakær kona og ætlaði mér aldrei að vera lengur en eitt ár úti, sem virkaði óralangur tími þá. „En svo þegar maður hefur tekið stökkið, þá er þetta fljótt að breytast og að mínu mati eru tvö ár algjört lágmark.“ Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Að flytja innan Norðurlandanna er töluvert auðveldara en maður myndi halda, mig minnir að það hafi tekið eina til tvær vikur að komast inn í öll kerfin. Það sem mér finnst það allra mikilvægasta þegar ég lít til baka, er að gefa sér góðan tíma í að „lenda“ á nýjum stað og upplifa nýja heimilið í rólegheitum áður en vinna eða skóli hefst. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Ég gerði til að mynda þau stóru mistök að fá íbúðina í Kaupmannahöfn afhenta, flytja og byrja í nýrri vinnu allt á sama deginum í miðri viku. Þetta var alltof mikið til að taka inn á einum degi og það tók dágóðan tíma að komast í jafnvægi og kynnast nýja heimilinu. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég vinn sem ráðgjafi hjá Deloitte í Danmörku og komst í kynni við þennan bransa í gegnum góðan íslenskan vin sem var að vinna hjá einu af stóru ráðgjafafyrirtækjunum hér í Kaupmannahöfn. Þetta er tilvalinn bransi til að starfa innan erlendis þar sem þessi stóru ráðgjafafyrirtæki eru alþjóðleg, það er mikið um útlendinga innan fyrirtækjanna og flest verkefni eru á ensku, nema þá helst þau sem eru unnin innan opinbera geirans. View this post on Instagram A post shared by Deloitte Denmark (@deloittedenmark) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég sakna klárlega fjallanna, náttúrunnar og sundlauganna. Ég eyddi miklum tíma í Bláfjöllum yfir vetrartímann þegar ég bjó á Íslandi og í göngutúrum í kringum höfuðborgarsvæðið á sumrin. Það voru því mikil viðbrigði að flytja í stórborg, svo í staðinn hef ég fundið mér áhugamál í kringum sjóinn hér til að uppfylla náttúruþörfina, bæði stand up paddle boarding (SUP) og „vinterbadning“. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Það að vera háð bílnum hvert sem farið er. Hvernig er veðrið?Grátt og kalt yfir vetrarmánuðina, en svo er sumarið dásamlega langt og hlýtt sem er klárlega eitt það besta við að búa hérna. Hvaða ferðamáta notast þú við?Allan skalann: Hjól, metro, lest og bíla í skammtímaleigu. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Kemurðu oft til Íslands?Fyrir heimsfaraldurinn var ég að kíkja í helgarferðir kannski á 3 mánaða fresti og svo lengri stopp á sumrin og yfir hátíðar. Nú hefur liðið töluvert lengra á milli heimsókna en jól og sumar eru fastir liðir. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi?Ég upplifi það ódýrara en á Íslandi, það er þá helst matvara og kostnaður við samgöngur, þar sem maður kemst vel af án þess að vera með bíl. Svo elska Danir góðar útsölur. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já, vinir og fjölskylda hafa kíkt í ófáar helgarferðir og heimsóknir, svo eru vinir og kunningjar oft á ferðinni í Kaupmannahöfn og þá er gaman að mæla sér stutt mót og taka drykk saman. Er sterkt Íslendingasamfélag í Kaupmannahöfn?Já virkilega sterkt. Ég átti nokkra vini hér fyrir, sá hópur hefur svo bara stækkað og er mín önnur fjölskylda. Einnig er mikið um skipulagða starfsemi í allskonar Íslendingahópum, svo maður reynir að finna jafnvægi á milli þess og danska félagslífsins. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Áttu þér uppáhalds stað?Hellerup, fyrsta hverfið sem ég bjó í er í miklu uppáhaldi. Það er huggulegt úthverfi við sjóinn með lítilli fallegri strönd og tveimur skemmtilegum smábátahöfnum. „Mér finnst rosalega gott að eyða sumardögum og kvöldum þar í vatninu eða í göngutúr við sjávarsíðuna.“ Svo er strandlengjan norður af borginni öll virkilega skemmtileg, þá sérstaklega yfir sumartímann. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Ég tek alla gesti með mér á Mahalle, líbanskur staður með mat sem er mjög skemmtilegt að deila. Fyrir aðeins fínni matarupplifun eru ítalski Osteria 16 og suður-ameríski Llama algjört dekur. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Kaupmannahöfn?Að upplifa borgina á hjóli og helst að fara aðeins út fyrir miðbæjarkjarnann („indre by“). „Mæli mikið með hjólatúr í einn af mörgum almenningsgörðunum í borginni og að grípa sér góðan bolla í litlum kaffivagni þar, það er algjör klassík hjá Dönunum um helgar.“ Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Þar sem ég vinn sem ráðgjafi er ég yfirleitt með nokkur verkefni með ólíkum viðskiptavinum á mismunandi stöðum á hverjum tíma fyrir sig, svo það er langt frá því að vera föst rútína. Flesta daga er það bara að koma sér til/frá vinnu, kvöldmatur tekinn með þeirri sem ég bý með, sem er nú oft „take-away“ á löngum vinnudögum eða úti á veitingastöðum yfir sumartímann. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Svo reynir maður að koma inn smá útiveru og hreyfingu með göngutúr eða skokki í almenningsgarðinum í hverfinu. Helgarnar eru svo meira nýttar í góðar vín og matarupplifanir, áhugamálin, hreyfingu, og „hygge“ með vinum. Hvað er það besta við Kaupmannahöfn?Mannlífið er svo fjölbreytt og skemmtilegt að það er nær ómögulegt að leiðast. Mér hefur aldeilis ekki tekist að „klára“ borgina á þessum tæpum fjórum árum sem ég hef verið hérna, er alltaf að uppgötva ný hverfi, staði og veitingahús. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Hvað er það versta við Kaupmannahöfn?Ætli það sé ekki hvað danski hreimurinn er erfiður, það er búið að taka mig hræðilega langan tíma að gera mig skiljanlega á dönskunni. Svo mættu Danirnir alveg vera með meiri þjónustulund, sakna oft íslenska „já reddum þessu“ frasans. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já, ég sé fyrir mér að ég muni alltaf koma aftur til Íslands, þó að það verði nú ekki alveg í nánustu framtíð. Stökkið Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Stökkið: „Mér fannst ég vera í bíómynd á hverjum einasta degi“ Alexandra Sif Tryggvadóttir flutti til Los Angeles fyrir átta árum til þess að fara í nám við draumaskólann sinn UCLA. Hún býr þar ásamt kærastanum sínum Birni Jóni Þórssyni og starfar hjá Spotify við spennandi verkefni. 23. janúar 2022 07:00 Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur. 30. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég er komin með þykkan stórborgarskráp“ Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál. 26. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég er komin með þykkan stórborgarskráp“ Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál. 26. janúar 2022 07:01 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Fleiri fréttir Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Sonja í blóma lífsins.Aðsend Hvenær tókstu stökkið?Ég flutti út haustið 2017, þá til Lundar í Svíþjóð, en kom til Kaupmannahafnar tæpu ári síðar og hef verið hér síðan. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Það var alltaf á planinu að prófa að búa erlendis, fannst mikilvægt að hafa þá reynslu á bakinu og fannst mastersnám tilvalinn vettvangur til þess. Eftir nokkur ár í sama starfinu var svo kominn tími á að láta af þessu verða. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Svíþjóð heillaði mikið og hentaði vel þar sem boðið er upp á mastersgráður sem eru teknar á einu ári. „Ég vildi líka prófa eitthvað annað en „týpísku” Kaupmannahöfn sem er vinsæl hjá Íslendingum, en svo endaði ég auðvitað hér.“ Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hefur svo sem haft lítil áhrif, fyrir utan færri ferðalög og heimsóknir. Jákvæða hliðin er sú að maður hefur bara kynnst hverfinu sínu og borginni betur þar sem maður hefur haldið sig meira í nærumhverfinu. Og þá að sama skapi eytt meiri tíma með dönsku vinunum. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég fékk staðfestingu á því að ég hefði komist inn í námið u.þ.b. hálfu ári áður en það hófst og þá byrjaði ég undirbúninginn. Það fyrsta sem ég gerði var að setja auka krafti í það að leggja fyrir fjárhagslega, þar sem ég vissi að ég ætti að öllum líkindum ekki rétt á námslánum, sem reyndist rétt. Í framhaldinu var það svo að ganga frá starfslokum og búslóðinni á Íslandi og skoða húsnæðiskosti í Lundi. Það fór nú svo að ég flutti til Svíþjóðar án húsnæðis og gisti fyrstu dagana hjá yndislegu vinafólki en það leystist fljótt. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Undirbúningurinn fyrir Kaupmannahöfn var svo töluvert styttri eða um tveir mánuðir. Andlegur undirbúningur var kannski það erfiðasta enda er ég mjög heimakær kona og ætlaði mér aldrei að vera lengur en eitt ár úti, sem virkaði óralangur tími þá. „En svo þegar maður hefur tekið stökkið, þá er þetta fljótt að breytast og að mínu mati eru tvö ár algjört lágmark.“ Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Að flytja innan Norðurlandanna er töluvert auðveldara en maður myndi halda, mig minnir að það hafi tekið eina til tvær vikur að komast inn í öll kerfin. Það sem mér finnst það allra mikilvægasta þegar ég lít til baka, er að gefa sér góðan tíma í að „lenda“ á nýjum stað og upplifa nýja heimilið í rólegheitum áður en vinna eða skóli hefst. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Ég gerði til að mynda þau stóru mistök að fá íbúðina í Kaupmannahöfn afhenta, flytja og byrja í nýrri vinnu allt á sama deginum í miðri viku. Þetta var alltof mikið til að taka inn á einum degi og það tók dágóðan tíma að komast í jafnvægi og kynnast nýja heimilinu. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég vinn sem ráðgjafi hjá Deloitte í Danmörku og komst í kynni við þennan bransa í gegnum góðan íslenskan vin sem var að vinna hjá einu af stóru ráðgjafafyrirtækjunum hér í Kaupmannahöfn. Þetta er tilvalinn bransi til að starfa innan erlendis þar sem þessi stóru ráðgjafafyrirtæki eru alþjóðleg, það er mikið um útlendinga innan fyrirtækjanna og flest verkefni eru á ensku, nema þá helst þau sem eru unnin innan opinbera geirans. View this post on Instagram A post shared by Deloitte Denmark (@deloittedenmark) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég sakna klárlega fjallanna, náttúrunnar og sundlauganna. Ég eyddi miklum tíma í Bláfjöllum yfir vetrartímann þegar ég bjó á Íslandi og í göngutúrum í kringum höfuðborgarsvæðið á sumrin. Það voru því mikil viðbrigði að flytja í stórborg, svo í staðinn hef ég fundið mér áhugamál í kringum sjóinn hér til að uppfylla náttúruþörfina, bæði stand up paddle boarding (SUP) og „vinterbadning“. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Það að vera háð bílnum hvert sem farið er. Hvernig er veðrið?Grátt og kalt yfir vetrarmánuðina, en svo er sumarið dásamlega langt og hlýtt sem er klárlega eitt það besta við að búa hérna. Hvaða ferðamáta notast þú við?Allan skalann: Hjól, metro, lest og bíla í skammtímaleigu. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Kemurðu oft til Íslands?Fyrir heimsfaraldurinn var ég að kíkja í helgarferðir kannski á 3 mánaða fresti og svo lengri stopp á sumrin og yfir hátíðar. Nú hefur liðið töluvert lengra á milli heimsókna en jól og sumar eru fastir liðir. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi?Ég upplifi það ódýrara en á Íslandi, það er þá helst matvara og kostnaður við samgöngur, þar sem maður kemst vel af án þess að vera með bíl. Svo elska Danir góðar útsölur. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já, vinir og fjölskylda hafa kíkt í ófáar helgarferðir og heimsóknir, svo eru vinir og kunningjar oft á ferðinni í Kaupmannahöfn og þá er gaman að mæla sér stutt mót og taka drykk saman. Er sterkt Íslendingasamfélag í Kaupmannahöfn?Já virkilega sterkt. Ég átti nokkra vini hér fyrir, sá hópur hefur svo bara stækkað og er mín önnur fjölskylda. Einnig er mikið um skipulagða starfsemi í allskonar Íslendingahópum, svo maður reynir að finna jafnvægi á milli þess og danska félagslífsins. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Áttu þér uppáhalds stað?Hellerup, fyrsta hverfið sem ég bjó í er í miklu uppáhaldi. Það er huggulegt úthverfi við sjóinn með lítilli fallegri strönd og tveimur skemmtilegum smábátahöfnum. „Mér finnst rosalega gott að eyða sumardögum og kvöldum þar í vatninu eða í göngutúr við sjávarsíðuna.“ Svo er strandlengjan norður af borginni öll virkilega skemmtileg, þá sérstaklega yfir sumartímann. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Ég tek alla gesti með mér á Mahalle, líbanskur staður með mat sem er mjög skemmtilegt að deila. Fyrir aðeins fínni matarupplifun eru ítalski Osteria 16 og suður-ameríski Llama algjört dekur. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Kaupmannahöfn?Að upplifa borgina á hjóli og helst að fara aðeins út fyrir miðbæjarkjarnann („indre by“). „Mæli mikið með hjólatúr í einn af mörgum almenningsgörðunum í borginni og að grípa sér góðan bolla í litlum kaffivagni þar, það er algjör klassík hjá Dönunum um helgar.“ Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Þar sem ég vinn sem ráðgjafi er ég yfirleitt með nokkur verkefni með ólíkum viðskiptavinum á mismunandi stöðum á hverjum tíma fyrir sig, svo það er langt frá því að vera föst rútína. Flesta daga er það bara að koma sér til/frá vinnu, kvöldmatur tekinn með þeirri sem ég bý með, sem er nú oft „take-away“ á löngum vinnudögum eða úti á veitingastöðum yfir sumartímann. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Svo reynir maður að koma inn smá útiveru og hreyfingu með göngutúr eða skokki í almenningsgarðinum í hverfinu. Helgarnar eru svo meira nýttar í góðar vín og matarupplifanir, áhugamálin, hreyfingu, og „hygge“ með vinum. Hvað er það besta við Kaupmannahöfn?Mannlífið er svo fjölbreytt og skemmtilegt að það er nær ómögulegt að leiðast. Mér hefur aldeilis ekki tekist að „klára“ borgina á þessum tæpum fjórum árum sem ég hef verið hérna, er alltaf að uppgötva ný hverfi, staði og veitingahús. View this post on Instagram A post shared by Sonja (@sonjasofus) Hvað er það versta við Kaupmannahöfn?Ætli það sé ekki hvað danski hreimurinn er erfiður, það er búið að taka mig hræðilega langan tíma að gera mig skiljanlega á dönskunni. Svo mættu Danirnir alveg vera með meiri þjónustulund, sakna oft íslenska „já reddum þessu“ frasans. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já, ég sé fyrir mér að ég muni alltaf koma aftur til Íslands, þó að það verði nú ekki alveg í nánustu framtíð.
Stökkið Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Stökkið: „Mér fannst ég vera í bíómynd á hverjum einasta degi“ Alexandra Sif Tryggvadóttir flutti til Los Angeles fyrir átta árum til þess að fara í nám við draumaskólann sinn UCLA. Hún býr þar ásamt kærastanum sínum Birni Jóni Þórssyni og starfar hjá Spotify við spennandi verkefni. 23. janúar 2022 07:00 Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur. 30. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég er komin með þykkan stórborgarskráp“ Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál. 26. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég er komin með þykkan stórborgarskráp“ Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál. 26. janúar 2022 07:01 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Fleiri fréttir Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Sjá meira
Stökkið: „Mér fannst ég vera í bíómynd á hverjum einasta degi“ Alexandra Sif Tryggvadóttir flutti til Los Angeles fyrir átta árum til þess að fara í nám við draumaskólann sinn UCLA. Hún býr þar ásamt kærastanum sínum Birni Jóni Þórssyni og starfar hjá Spotify við spennandi verkefni. 23. janúar 2022 07:00
Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur. 30. janúar 2022 07:01
Stökkið: „Ég er komin með þykkan stórborgarskráp“ Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál. 26. janúar 2022 07:01
Stökkið: „Ég er komin með þykkan stórborgarskráp“ Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál. 26. janúar 2022 07:01