Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Eins metra reglu á sitjandi viðburðum hefur verið aflétt og við ræðum við Borgarleikhússtjóra í beinni útsendingu um áhrif breytingarinnar.

Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna.

Við ræðum einnig við unga konu með endómetríósu sem hefur beðið í eitt og hálft ár eftir aðgerð. Hún þarf að greiða um eina og hálfa milljón vegna aðgerðar í Póllandi og fær ekkert frá Sjúkratryggingum. Þá verðum í beinni útsendingu með forstjóra Hafró um nýjar mælingar á loðnustofninum og heyrum við í læknanemum sem segja smokkinn dottinn úr tísku hjá íslenskum karlmönnum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×