Diljá vill þriðja sætið hjá Viðreisn í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 13:56 Diljá Ámundadóttir Zoëga. Aðsend Diljá Ámundadóttir Zoëga hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík og stefnir á 3. sætið á lista. Frá þessu segir í tilkynningu en Diljá er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og hefur átt sæti í ráðum og nefndum á núverandi kjörtímabili segir að hún hafi sinnt sínum störfum „af ástríðu og látið hjarta ráða för“. Um Diljá segir að hún eigi sæti í skóla- og frístundaráði, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, ofbeldisvarnarnefnd, íbúaráði Miðborgar og Hlíða og sé formaður samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Þar fyrir utan hafi hún setið í stýrihópum á kjörtímabilinu, meðal annars um bætt starfsumhverfi leikskóla og jafnlaunastefnu. Hún er með BA gráðu frá KaosPilot-skólanum, MBA gráðu frá HR og diplóma á meistarastigi í sálgæslufræðum frá EHÍ. „Helstu áherslur mínar: Börnin eru framtíðin Þegar sköpuð er skýr framtíðarsýn fyrir borgina þarf að byrja á því að horfa til barna í dag. Ég vil fjárfesta í börnum til framtíðar.Rannsóknir benda á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum.Talið er að um að 60% barna upplifa áföll og búa við andlegt álag á einhverjum tímapunkti. Heimilisofbeldi hefur aukist um 20% í heimsfaraldri. Afleiðingar á geðheilsu barna vegna skerts skólastarfs í 2 ár munu líka koma í ljós og við verðum í nokkurn tíma að vinda ofan í því.Ég mun beita mér fyrir að stytta biðlista, auka aðgengi barna að geðheilbrigðisþjónustu/sálfræðiþjónustu sem og að flétta mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Hér er gríðarlega mikilvægt að stuðla að þéttara samstarfi ríkis og borgar. Mannlegir innviðir - kerfi fyrir fólk en fólk fyrir kerfi Mannlegir innviðir Reykjavíkurborgar eru fólkið sjálft. Þetta er fjölbreytt fólk með ólíkar þarfir. Eitt eiga þau sameiginlegt og það er mannvirðing. Það er réttur allra að þjónusta og viðmót borgarinnar sé mennsk og aðgengileg en ekki stýrð af kerfislægri hugsun. Ég mun beita mér fyrir því að öll mannvirki og opin svæði Reykjavíkurborgar séu aðgengileg fyrir öll og fari eftir viðmiðum algildrar hönnunar. Einfaldara kerfi á gervihnattaöld Ég vil hlúa að einfaldara hversdagslífi fyrir fjölskyldur og skapa aðgengilegri farveg fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla. Með stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar opnast ótal tækifæri fyrir einfaldari, aðgengilegri og betri þjónustu fyrir alla borgarbúa. Fækkun skrefa í þjónustuferlum felur í sér tímasparnað og streituminnkun,“ segir í tilkynningunni . Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 2. febrúar 2022 08:53 Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri. 10. janúar 2022 22:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en Diljá er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og hefur átt sæti í ráðum og nefndum á núverandi kjörtímabili segir að hún hafi sinnt sínum störfum „af ástríðu og látið hjarta ráða för“. Um Diljá segir að hún eigi sæti í skóla- og frístundaráði, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, ofbeldisvarnarnefnd, íbúaráði Miðborgar og Hlíða og sé formaður samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Þar fyrir utan hafi hún setið í stýrihópum á kjörtímabilinu, meðal annars um bætt starfsumhverfi leikskóla og jafnlaunastefnu. Hún er með BA gráðu frá KaosPilot-skólanum, MBA gráðu frá HR og diplóma á meistarastigi í sálgæslufræðum frá EHÍ. „Helstu áherslur mínar: Börnin eru framtíðin Þegar sköpuð er skýr framtíðarsýn fyrir borgina þarf að byrja á því að horfa til barna í dag. Ég vil fjárfesta í börnum til framtíðar.Rannsóknir benda á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum.Talið er að um að 60% barna upplifa áföll og búa við andlegt álag á einhverjum tímapunkti. Heimilisofbeldi hefur aukist um 20% í heimsfaraldri. Afleiðingar á geðheilsu barna vegna skerts skólastarfs í 2 ár munu líka koma í ljós og við verðum í nokkurn tíma að vinda ofan í því.Ég mun beita mér fyrir að stytta biðlista, auka aðgengi barna að geðheilbrigðisþjónustu/sálfræðiþjónustu sem og að flétta mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Hér er gríðarlega mikilvægt að stuðla að þéttara samstarfi ríkis og borgar. Mannlegir innviðir - kerfi fyrir fólk en fólk fyrir kerfi Mannlegir innviðir Reykjavíkurborgar eru fólkið sjálft. Þetta er fjölbreytt fólk með ólíkar þarfir. Eitt eiga þau sameiginlegt og það er mannvirðing. Það er réttur allra að þjónusta og viðmót borgarinnar sé mennsk og aðgengileg en ekki stýrð af kerfislægri hugsun. Ég mun beita mér fyrir því að öll mannvirki og opin svæði Reykjavíkurborgar séu aðgengileg fyrir öll og fari eftir viðmiðum algildrar hönnunar. Einfaldara kerfi á gervihnattaöld Ég vil hlúa að einfaldara hversdagslífi fyrir fjölskyldur og skapa aðgengilegri farveg fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla. Með stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar opnast ótal tækifæri fyrir einfaldari, aðgengilegri og betri þjónustu fyrir alla borgarbúa. Fækkun skrefa í þjónustuferlum felur í sér tímasparnað og streituminnkun,“ segir í tilkynningunni .
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 2. febrúar 2022 08:53 Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri. 10. janúar 2022 22:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 2. febrúar 2022 08:53
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10
Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri. 10. janúar 2022 22:08