Körfubolti

ESPN sendir út NBA leik þar sem bara konur vinna við útsendinguna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Doris Burke er ein af konunum sem verða í aðalhlutverki í útsendingunni frá NBA leiknum í Utah.
Doris Burke er ein af konunum sem verða í aðalhlutverki í útsendingunni frá NBA leiknum í Utah. Getty/Tom Szczerbowski

Bandaríska sjónvarpsstöðin ESPN ætlar að bjóða upp á mjög sérstaka frá leik Golden State Warriors og Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta í næstu viku.

Það verða ekki bara konur sem lýsa leiknum og taka viðtölin við leikmenn heldur verða allir starfsmenn ESPN á leiknum hvort sem þeir eru fyrir framan eða aftan myndavélarnar.



Alls munu 33 konur sjá til þess að útsendingin frá leiknum í Utah kom til skila og það verða líka bara konur á vakt í höfuðsstöðvunum hjá ESPN í Bristol.

Beth Mowins mun lýsa leiknum en Doris Burke mun greina leikinn með henni. Lisa Salters tekur svo viðtölin. Allar hafa þær þrjár tekið stór skref fyrir konur í íþróttasjónvarpi en starfa nú í fyrsta sinn saman á leik.

Leikurinn fer fram 9. febrúar næstkomandi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×