Gunna Dís var á sínum tíma stjórnandi Virkra morgna á Rás 2 ásamt Andra Frey Viðarssyni og kynnir í Útsvarinu. Nú þegar hún hefur snúið aftur mun hún meðal annars sjá um Síðdegisútvarpið á Rás 2 þar sem hún sameinasta Andra Frey Viðarssyni á ný ásamt Hrafnhildi Halldórsdóttur.
„Það leggst mjög vel í mig að byrja aftur á RÚV og ég er full tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem framundan eru,“
segir Guðrún Dís. Hún flutti nýlega aftur til Reykjavíkur. Hennar fyrsta verkefni verður sem spyrill í sérstakri útgáfu af Gettu betur sem hefur göngu sína í apríl.