Sögur um meint vændisviðskipti trufla Kára ekki en börnum hans er ekki skemmt Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2022 13:18 Kári Stefánsson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir á tröppum stjórnarráðsins. Kári segir umræðuna orðna afar lágkúrulega og þegar hún er farin að tengjast stjórnarkjöri í samtökum sem vilja berjast gegn fíknisjúkdómum, sé um að ræða yfirgengilegt skítkast. vísir/vilhelm Kára Stefánssyni þykir einkennilegt að þurfi að sverja af viðskipti við vændiskonu en engu slíku sé til að dreifa. „Málið er að ég hefði getað sparað Eddu Falak ómakið, ég kann mjög margar sögur um Kára Stefánsson og fleiri en flestir. En þetta er komið á skrítinn level, að auglýsa eftir kjaftasögum,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári sagði sig úr stjórn SÁÁ í gær ásamt Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur sem jafnframt dró framboð sitt til formanns samtakanna til baka. SÁÁ hefur siglt ólgusjó að undanförnu. Einar Hermannsson sagði sig frá formennsku eftir að fram kom frásögn konu sem var skjólstæðingur SÁÁ og hafði selt honum vændi. Áður höfðu Sjúkratryggingar Íslands sett fram kröfu á endurgreiðslu þess sem SÍ flokkar sem tilhæfulausa reikninga frá samtökunum. Kornið sem fyllti mælinn hjá þeim Kára og Þóru Kristínu var fyrirspurn sem Arnþór Jónsson, fyrrverandi formaður, sem nú hefur sagt sig úr stjórn, varpaði fram og sendi á 48 manna stjórn SÁÁ; hvort Kári væri maðurinn sem Edda Falak hlaðvarpsstjóri væri að tala um þegar hún auglýsti eftir sögum af ónefndum manni sem átt hefði í vændisviðskiptum við konu sem „lenti í vændi“, eins og Edda orðar það. Segist ekki hafa stundað vændiskaup „Ég hlakka til að heyra þessar sögur. En hver var spurningin?“ spyr Kári blaðamann Vísis. Í fjölmiðlum nú er talað um „meint vændiskaup“ Kára sem segir að allt fari þetta nú eftir því eftir hverju er verið að leita. Ljóst er að honum þykir afar einkennilegt að vera kominn í þá stöðu að þurfa að svara fyrir það. „Þar sem ég veit hvað ég hef gert, þá truflar þetta mig ekki að öðru leyti en því að mér finnst umræðan komin niður á lágan level. Ég á hins vegar börn, þetta truflar þau. Þeim finnst þetta óþægilegt og þeim líður illa út af þessu. Það er það eina sem ég get sagt. Sannleikurinn kemur í ljós einhvern tíma, einhver verður að koma með sönnun þess að ég hafi stundað vændiskaup – sem ég hef ekki gert.“ Kári segir umræðuna komna á afar lágkúrulegan stað. Og þegar hún er sett í samhengi við stjórnarkjör samtaka fólks sem er að reyna að byggja upp meðferð við fíknisjúkdómum, þá sé slíkt skítkast fyrir neðan allar hellur. Ófriðinn megi rekja til óþreyju Þórarins Tyrfingssonar Kári telur að rætur illdeilna innan SÁÁ megi rekja til þess að Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi og formaður SÁÁ, kom að stofnun SÁÁ á sínum tíma. Og tók virkan þátt í uppbyggingu samtakanna. „Hann vann þrekvirki og gerði það á flottan og hetjulegan hátt. Svo ákveður hann að fara á eftirlaun 2017 og það reynist honum erfiðara en hann hélt. Hann getur ekki hætt að hafa skoðanir á því sem fólkið er að gera sem er að stjórna þessu meðferðarsviði. Og hann fer, að mati fólksins sem vinnur þar núna, að fikta í þessu, trufla þetta og vera erfiður þeim.“ Kári Stefánsson segir að sannleikurinn hljóti að koma fram. Honum er sama um kjaftasögur en það sé verra með börn hans sem taka slíkt nærri sér.vísir/vilhelm Kári segir það svo hafa endað með því á síðasta aðalfundi að Þórarinn eigi ekki sæti í stjórn. Það eigi hins vegar Arnþór Jónsson sem er handgenginn Þórarni. „Arnþór fer að punda ásökunum á stjórnina um allt milli himins og jarðar. Um ásakanir frá Sjúkratryggingum Íslands um að óreiða hafi verið á því hvernig reikningar eru sendir til SÍ, og staðreyndin er sú að líklega var þar óreiða.“ Fráleitt að hann vilji leggja SÁÁ undir sig Kári segir það hins vegar staðreynd að allir hafi þurft að snúa sér að fjarþjónustu á Covid-tímum. Allt það fé sem rukkað var og fengið frá SÍ hafi farið í að borga þjónustu fyrir sjúklinga SÁÁ. Enginn hafi dregið sér fé og SÁÁ hafi ekki fengið neinn sérstakan fjárstuðning frá ríkinu til að takast á við Covid. „Ég skil hvaðan Þórarinn er að koma, hann hafði lagt sitt hjarta og sál í að byggja þetta upp og honum fannst óþægilegt að þetta væri komið í hendurnar á fólki sem hafði aðra skoðun en hann sjálfur.“ Kári segir að því hafi verið haldið fram í lokaðri Facebook-grúbbu að hann vilji taka yfir SÁÁ. „Hvers vegna ætti ég að vilja það? Ég hef haft talsverð samskipti við SÁÁ því fólk í minni fjölskyldu hefur mátt kljást við fíknisjúkdóma sem hafa meira að segja lagt að velli fólk í sumum tilfellum. En það síðasta í heiminum sem mig myndi langa til er að taka yfir SÁÁ.“ Kári segist hafa setið í stjórn en aldrei mætt á fund því honum þyki fundir heldur leiðinlegir. Fjölmiðlar verkfæri Eddu Falak En nú situr Kári uppi með þann Svarta-Pétur að teljast meintur vændiskaupandi. „Já. Þessi sagnaíþrótt sem Edda Falak hefur lagst í núna, að auglýsa eftir sögum um fólk, hún er ekki beinlínis falleg,“ segir Kári. Og það sem meira er, fjölmiðlar taki við því kefli. Edda Falak. Kára segir það sérkennilegan frásagnarmáta að auglýsa eftir slúðursögum um ónafngreinda menn. Og svo taki fjölmiðlar við keflinu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Sú aðferð sem fjölmiðlarnir hafa notað til að taka á þessu síðasta sólarhringinn er sú að þeir eru að nota aðferðir Eddu Falak „by proxy“ (þegar allt kemur til alls); með því að segja fréttir af auglýsingu Eddu Falak þar sem hún auglýsir eftir sögum um ónafngreinda menn, og býður uppá allskyns getgátur sem fjölmiðlar hlaupa á eftir. Sem er svo notað sem vopn í átökum fólks á milli um alls óskyld mál.“ Kári segist svo sem gera sér grein fyrir því að fjölmiðlar séu í erfiðri stöðu. „Til að byrja með fannst mér Edda Falak vera að vinna gott verk með því að veita konum rödd. En þegar hún er að auglýsa eftir sögum er hún ekki að veita þeim rödd, heldur búa til rödd,“ segir Kári. SÁÁ Fíkn Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Vændi MeToo Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Málið er að ég hefði getað sparað Eddu Falak ómakið, ég kann mjög margar sögur um Kára Stefánsson og fleiri en flestir. En þetta er komið á skrítinn level, að auglýsa eftir kjaftasögum,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári sagði sig úr stjórn SÁÁ í gær ásamt Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur sem jafnframt dró framboð sitt til formanns samtakanna til baka. SÁÁ hefur siglt ólgusjó að undanförnu. Einar Hermannsson sagði sig frá formennsku eftir að fram kom frásögn konu sem var skjólstæðingur SÁÁ og hafði selt honum vændi. Áður höfðu Sjúkratryggingar Íslands sett fram kröfu á endurgreiðslu þess sem SÍ flokkar sem tilhæfulausa reikninga frá samtökunum. Kornið sem fyllti mælinn hjá þeim Kára og Þóru Kristínu var fyrirspurn sem Arnþór Jónsson, fyrrverandi formaður, sem nú hefur sagt sig úr stjórn, varpaði fram og sendi á 48 manna stjórn SÁÁ; hvort Kári væri maðurinn sem Edda Falak hlaðvarpsstjóri væri að tala um þegar hún auglýsti eftir sögum af ónefndum manni sem átt hefði í vændisviðskiptum við konu sem „lenti í vændi“, eins og Edda orðar það. Segist ekki hafa stundað vændiskaup „Ég hlakka til að heyra þessar sögur. En hver var spurningin?“ spyr Kári blaðamann Vísis. Í fjölmiðlum nú er talað um „meint vændiskaup“ Kára sem segir að allt fari þetta nú eftir því eftir hverju er verið að leita. Ljóst er að honum þykir afar einkennilegt að vera kominn í þá stöðu að þurfa að svara fyrir það. „Þar sem ég veit hvað ég hef gert, þá truflar þetta mig ekki að öðru leyti en því að mér finnst umræðan komin niður á lágan level. Ég á hins vegar börn, þetta truflar þau. Þeim finnst þetta óþægilegt og þeim líður illa út af þessu. Það er það eina sem ég get sagt. Sannleikurinn kemur í ljós einhvern tíma, einhver verður að koma með sönnun þess að ég hafi stundað vændiskaup – sem ég hef ekki gert.“ Kári segir umræðuna komna á afar lágkúrulegan stað. Og þegar hún er sett í samhengi við stjórnarkjör samtaka fólks sem er að reyna að byggja upp meðferð við fíknisjúkdómum, þá sé slíkt skítkast fyrir neðan allar hellur. Ófriðinn megi rekja til óþreyju Þórarins Tyrfingssonar Kári telur að rætur illdeilna innan SÁÁ megi rekja til þess að Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi og formaður SÁÁ, kom að stofnun SÁÁ á sínum tíma. Og tók virkan þátt í uppbyggingu samtakanna. „Hann vann þrekvirki og gerði það á flottan og hetjulegan hátt. Svo ákveður hann að fara á eftirlaun 2017 og það reynist honum erfiðara en hann hélt. Hann getur ekki hætt að hafa skoðanir á því sem fólkið er að gera sem er að stjórna þessu meðferðarsviði. Og hann fer, að mati fólksins sem vinnur þar núna, að fikta í þessu, trufla þetta og vera erfiður þeim.“ Kári Stefánsson segir að sannleikurinn hljóti að koma fram. Honum er sama um kjaftasögur en það sé verra með börn hans sem taka slíkt nærri sér.vísir/vilhelm Kári segir það svo hafa endað með því á síðasta aðalfundi að Þórarinn eigi ekki sæti í stjórn. Það eigi hins vegar Arnþór Jónsson sem er handgenginn Þórarni. „Arnþór fer að punda ásökunum á stjórnina um allt milli himins og jarðar. Um ásakanir frá Sjúkratryggingum Íslands um að óreiða hafi verið á því hvernig reikningar eru sendir til SÍ, og staðreyndin er sú að líklega var þar óreiða.“ Fráleitt að hann vilji leggja SÁÁ undir sig Kári segir það hins vegar staðreynd að allir hafi þurft að snúa sér að fjarþjónustu á Covid-tímum. Allt það fé sem rukkað var og fengið frá SÍ hafi farið í að borga þjónustu fyrir sjúklinga SÁÁ. Enginn hafi dregið sér fé og SÁÁ hafi ekki fengið neinn sérstakan fjárstuðning frá ríkinu til að takast á við Covid. „Ég skil hvaðan Þórarinn er að koma, hann hafði lagt sitt hjarta og sál í að byggja þetta upp og honum fannst óþægilegt að þetta væri komið í hendurnar á fólki sem hafði aðra skoðun en hann sjálfur.“ Kári segir að því hafi verið haldið fram í lokaðri Facebook-grúbbu að hann vilji taka yfir SÁÁ. „Hvers vegna ætti ég að vilja það? Ég hef haft talsverð samskipti við SÁÁ því fólk í minni fjölskyldu hefur mátt kljást við fíknisjúkdóma sem hafa meira að segja lagt að velli fólk í sumum tilfellum. En það síðasta í heiminum sem mig myndi langa til er að taka yfir SÁÁ.“ Kári segist hafa setið í stjórn en aldrei mætt á fund því honum þyki fundir heldur leiðinlegir. Fjölmiðlar verkfæri Eddu Falak En nú situr Kári uppi með þann Svarta-Pétur að teljast meintur vændiskaupandi. „Já. Þessi sagnaíþrótt sem Edda Falak hefur lagst í núna, að auglýsa eftir sögum um fólk, hún er ekki beinlínis falleg,“ segir Kári. Og það sem meira er, fjölmiðlar taki við því kefli. Edda Falak. Kára segir það sérkennilegan frásagnarmáta að auglýsa eftir slúðursögum um ónafngreinda menn. Og svo taki fjölmiðlar við keflinu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Sú aðferð sem fjölmiðlarnir hafa notað til að taka á þessu síðasta sólarhringinn er sú að þeir eru að nota aðferðir Eddu Falak „by proxy“ (þegar allt kemur til alls); með því að segja fréttir af auglýsingu Eddu Falak þar sem hún auglýsir eftir sögum um ónafngreinda menn, og býður uppá allskyns getgátur sem fjölmiðlar hlaupa á eftir. Sem er svo notað sem vopn í átökum fólks á milli um alls óskyld mál.“ Kári segist svo sem gera sér grein fyrir því að fjölmiðlar séu í erfiðri stöðu. „Til að byrja með fannst mér Edda Falak vera að vinna gott verk með því að veita konum rödd. En þegar hún er að auglýsa eftir sögum er hún ekki að veita þeim rödd, heldur búa til rödd,“ segir Kári.
SÁÁ Fíkn Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Vændi MeToo Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira