Asensio hetja Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2022 22:00 Marco Asensio fagnar sigurmarki kvöldsins. David S. Bustamante/Getty Images Real Madríd jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með naumum 1-0 sigri á Granada í síðasta leik dagsins. Marco Asensio var hetja heimamanna en hann skoraði eina mark leiksins. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Carlo Ancelotti þrjár skiptingar í leit að lausnum. á endanum var það þó leikmaður sem byrjaði leikinn sem tryggði Real stigin þrjú. Það voru aðeins sextán mínútur til leiksloka þegar fékk sendingu frá Éder Militão, Asensio tók vel á móti boltanum og smurði hann svo í netið. Asensio fagnaði með viðeigandi hætti, reif sig úr að ofan og fékk gult spjald að launum. Mark Asensio reyndist eina mark leiksins og Real er komið með sex stiga forystu á Sevilla sem er í 2 sæti La Liga. Spænski boltinn Fótbolti
Real Madríd jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með naumum 1-0 sigri á Granada í síðasta leik dagsins. Marco Asensio var hetja heimamanna en hann skoraði eina mark leiksins. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Carlo Ancelotti þrjár skiptingar í leit að lausnum. á endanum var það þó leikmaður sem byrjaði leikinn sem tryggði Real stigin þrjú. Það voru aðeins sextán mínútur til leiksloka þegar fékk sendingu frá Éder Militão, Asensio tók vel á móti boltanum og smurði hann svo í netið. Asensio fagnaði með viðeigandi hætti, reif sig úr að ofan og fékk gult spjald að launum. Mark Asensio reyndist eina mark leiksins og Real er komið með sex stiga forystu á Sevilla sem er í 2 sæti La Liga.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti