Þann 17. nóvember 2020 var Körfuknattleiksdeild ÍR dæmd til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna launa.
Eftir stutta dvöl í Frakklandi gekk Sigurður aftur í raðir ÍR haustið 2019 og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Hann meiddist í fyrsta leik sínum með ÍR, gegn Hetti, og missti af þeim sökum af öllu tímabilinu 2019-20.
Vorið 2020 rifti ÍR samningi Sigurðar en félagið ákvað að greiða honum ekki laun þar sem það taldi hann ekki hafa uppfyllt sinn hluta samningsins. Sigurður höfðaði mál á hendur ÍR og krafði félagið um tvær milljónir króna vegna vongoldina launa.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sigurði í hag og ÍR þurfti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta eins og áður sagði.
ÍR-ingar áfrýjuðu úrskurðinum til Landsréttar en hann staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. ÍR þarf að greiða Sigurði 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta. Þá ber stefnda að greiða stefnanda 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dóminn má nálgast á heimasíðu Landsréttar, eða með því að smella hér.
Sigurður leikur í dag með Tindastóli á Sauðárkróki. Á síðasta tímabili lék hann með Hetti á Egilsstöðum.