Ummæli um vanrækslu móður dæmd dauð og ómerk Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 12:53 Landsréttur dæmdi ummælin dauð og ómerk. Vísir/Vilhelm Þrenn ummæli konu um meinta vanrækslu móður á dóttur sinni hafa verið dæmd dauð og ómerk. Landsréttur lækkaði miskabætur sem konan var dæmd til að greiða móðurinni í héraði. Ummælin þrenn voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún fjallaði um dómsmál sem tengdist mæðgunum. Ummælin, sem eru dauð og ómerk, eru eftirfarandi: „Svo er það móðirin sem leyfði þessu að viðgangast, ýtti jafnvel undir það...“ „... hefur vanrækt stelpuna alla tíð og stolið af henni þeim bótum sem hún hafði rétt...“ „...á meðan móðirin gæti haldið áfram að stela öllum hennar bótum og notað fyrir sjálfa sig.“ Í niðurstöðum Landsréttar segir að ofangreind ummæli feli í sér staðhæfingar um staðreyndir fremur en gildisdóma. Í dómaframkvæmd hér á landi sem og í Mannréttindadómstól Evrópu hefur því verið slegið föstu að mikilvægt sé að greina þar á milli. Landsréttur segir ummælin hafa falið í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi af hálfu móðurinnar. Gilti einu þótt konan hefði ekki nefnt móðurina á nafn þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafi verið í færslu hennar. Þá hefðu upplýsingar sem lágu til grundvallar ummælunum ekki veitt konunni næga stoð fyrir þeim. Loks hefðu ummælin hvorki beinst að opinberri persónu né verið neins konar framlag til almennrar þjóðfélagsumræðu. Af þeim ástæðum dæmdi Landsréttur ummælin dauð og ómerk auk þess að gera konunni að greiða móðurinni 100 þúsund krónur í miskabætur. Í héraði hafði móðurinni verið dæmdar 300 þúsund krónur í bætur. Á rætur að rekja til meints kynferðisbrots Málsatvik voru þau að árið 2015 hófst rannsókn lögreglu á ætluðu kynferðisbroti. Dóttir konunnar, sem er með þroskahömlun, kom þá ásamt föður sínum og stjúpmóður á lögreglustöð til að tilkynna grun um að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Að lokinni rannsókn lögreglu var gefin út ákæra á hendur manni, sem er þrjátíu árum eldri en dóttirin, fyrir kynferðisbrot. Árið 2017 sýknaði fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands manninn og vísaði bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Málið rataði á síður blaðanna árið 2019 og var það þá sem konan kaus að tjá sig um málið á Facebooksíðu sinni. Í pistli þar segist konan telja að í málinu hafi verið um tvo gerendur að ræða, þann sem var ákærður og móður stúlkunnar. Í kjölfarið sendi lögmaður móðurinnar konunni bréf þar sem afsökunarbeiðni var krafist auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Svo fór, sem áður segir, að ummæli konunnar voru dæmd dauð og ómerk á tveimur dómstigum auk þess sem konunni var gert að greiða 100 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Sjá meira
Ummælin þrenn voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún fjallaði um dómsmál sem tengdist mæðgunum. Ummælin, sem eru dauð og ómerk, eru eftirfarandi: „Svo er það móðirin sem leyfði þessu að viðgangast, ýtti jafnvel undir það...“ „... hefur vanrækt stelpuna alla tíð og stolið af henni þeim bótum sem hún hafði rétt...“ „...á meðan móðirin gæti haldið áfram að stela öllum hennar bótum og notað fyrir sjálfa sig.“ Í niðurstöðum Landsréttar segir að ofangreind ummæli feli í sér staðhæfingar um staðreyndir fremur en gildisdóma. Í dómaframkvæmd hér á landi sem og í Mannréttindadómstól Evrópu hefur því verið slegið föstu að mikilvægt sé að greina þar á milli. Landsréttur segir ummælin hafa falið í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi af hálfu móðurinnar. Gilti einu þótt konan hefði ekki nefnt móðurina á nafn þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafi verið í færslu hennar. Þá hefðu upplýsingar sem lágu til grundvallar ummælunum ekki veitt konunni næga stoð fyrir þeim. Loks hefðu ummælin hvorki beinst að opinberri persónu né verið neins konar framlag til almennrar þjóðfélagsumræðu. Af þeim ástæðum dæmdi Landsréttur ummælin dauð og ómerk auk þess að gera konunni að greiða móðurinni 100 þúsund krónur í miskabætur. Í héraði hafði móðurinni verið dæmdar 300 þúsund krónur í bætur. Á rætur að rekja til meints kynferðisbrots Málsatvik voru þau að árið 2015 hófst rannsókn lögreglu á ætluðu kynferðisbroti. Dóttir konunnar, sem er með þroskahömlun, kom þá ásamt föður sínum og stjúpmóður á lögreglustöð til að tilkynna grun um að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Að lokinni rannsókn lögreglu var gefin út ákæra á hendur manni, sem er þrjátíu árum eldri en dóttirin, fyrir kynferðisbrot. Árið 2017 sýknaði fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands manninn og vísaði bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Málið rataði á síður blaðanna árið 2019 og var það þá sem konan kaus að tjá sig um málið á Facebooksíðu sinni. Í pistli þar segist konan telja að í málinu hafi verið um tvo gerendur að ræða, þann sem var ákærður og móður stúlkunnar. Í kjölfarið sendi lögmaður móðurinnar konunni bréf þar sem afsökunarbeiðni var krafist auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Svo fór, sem áður segir, að ummæli konunnar voru dæmd dauð og ómerk á tveimur dómstigum auk þess sem konunni var gert að greiða 100 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Sjá meira