West Ham bjargaði sér fyrir horn gegn liði úr sjöttu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 15:11 Declan Rice jafnaði metin fyrir West Ham á ögurstundu í dag. David Davies/PA Images via Getty Images Öskubuskuævintýri Kidderminster Harriers í FA-bikarnum í fótbolta er á enda eftir að liðið tapaði 2-1 gegn úrvalsdeildarliði West Ham í dag. Jarrod Bowen skoraði sigurmarkið með seinustu spyrnu leiksins í framlengingu. fyrsta mark leiksins skoraði Alex Penny eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar hann kom boltanum í netið eftir darraðardans í teignum. Eins og gefur að skilja varð allt vitlaust á heimavelli Kidderminster þar sem leikurinn fór fram þegar boltinn hafnaði í netinu. Gestirnir í West Ham sóttu án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að jafna fyrir hlé. Sama má segja um síðari hálfleikinn. Lundúnaliðið sótti og sótti, en vörn heimamanna hélt vel. Leikmenn Kidderminster náðu að skapa hættu fyrir framan mark West ham í örfá skipti í síðari hálfleik og þá helst eftir langar aukaspyrnur af miðjum velli. Það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma að gestirnir í West Ham náðu að jafna þegar Declan Rice prjónaði sig í gegnum vörnina og kláraði færið vel fram hjá Luke Simpson í marki Kidderminster. Staðan eftir uppgefinn uppbótartíma var því 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Enn sóttu gestirnir frá Lundúnum án afláts, en hetjuleg barátta varnarlínu Kidderminster virtist ætla að duga. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma framlengingar að Jarrod Bowen tryggði sigurinn fyrir gestina í West Ham með seinustu spyrnu leiksins. West Ham verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en leikmenn Kidderminster Harriers fara að eiunbeta sér að sjöttu deildinni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
fyrsta mark leiksins skoraði Alex Penny eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar hann kom boltanum í netið eftir darraðardans í teignum. Eins og gefur að skilja varð allt vitlaust á heimavelli Kidderminster þar sem leikurinn fór fram þegar boltinn hafnaði í netinu. Gestirnir í West Ham sóttu án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að jafna fyrir hlé. Sama má segja um síðari hálfleikinn. Lundúnaliðið sótti og sótti, en vörn heimamanna hélt vel. Leikmenn Kidderminster náðu að skapa hættu fyrir framan mark West ham í örfá skipti í síðari hálfleik og þá helst eftir langar aukaspyrnur af miðjum velli. Það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma að gestirnir í West Ham náðu að jafna þegar Declan Rice prjónaði sig í gegnum vörnina og kláraði færið vel fram hjá Luke Simpson í marki Kidderminster. Staðan eftir uppgefinn uppbótartíma var því 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Enn sóttu gestirnir frá Lundúnum án afláts, en hetjuleg barátta varnarlínu Kidderminster virtist ætla að duga. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma framlengingar að Jarrod Bowen tryggði sigurinn fyrir gestina í West Ham með seinustu spyrnu leiksins. West Ham verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en leikmenn Kidderminster Harriers fara að eiunbeta sér að sjöttu deildinni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira