Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Fjörur voru gengnar á svæðinu í dag og voru síðustu hópar um það bil að klára sín verk skömmu fyrir 22 án þess að það hafi borið árangur. Að sögn lögreglu er ljóst að fólkið hefur komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetri frá landi þar sem styst er.
Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerið TF-ABB, fannst í sunnanverðu Þingvallavatni á ellefta tímanum í gærkvöld en hennar hafði verið saknað frá því um hádegisbil á fimmtudag. Haraldur Diego, reynslumikill flugmaður og eigandi vélarinnar, var í ferð með þrjá erlenda ferðamenn í útsýnisflugi þegar hún hvarf.
Leitarhópar hafa verið boðaðir til leitar á morgun á og við Þingvallavatn eftir nánara skipulagi svæðisstjórar björgunarsveita. Ef það ber ekki árangur verður ekkert aðhafst þar á mánudag og að líkindum lítið á þriðjudag í ljósi slæms veðurs, að sögn lögreglu.
Fréttin hefur verið uppfærð.