Leita í kappi við tímann með kafbáti og drónum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 10:00 Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar kemur kafbát Gavia út í Þingvallavatn. vísir/vilhelm Leit að þeim fjórum sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni hófst aftur í morgun. Leitað er á vatninu og við það og nú er séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar að mæta á svæðið til að leita í því með kafbáti. Ofsaveður skellur á við svæðið í nótt. Þegar kafbátur var sendur niður að flaki flugvélarinnar seinni partinn í gær til að kanna aðstæður nánar kom í ljós að enginn þeirra fjögurra sem höfðu verið um borð í henni væri þar. Að sögn lögreglu er ljóst að fólkið hefur komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetri frá landi þar sem styst er. Gæslan kölluð út „Það verður mesti þunginn við sunnanvert vatnið. Það verða gönguhópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúrulega svolítið eftir veðri,“ segir Elín Jóhannsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út á staðinn en hún sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun. Hún mun stýra leit með kafbát fyrirtækisins Gavia líkt og hún hefur gert undanfarna daga. „Það verður gengið á fæti við bakka vatnsins þarna í Ölfusvatnsvík og svo er náttúrulega reynt að leita líka úti á vatninu,“ segir Elín. Lítill veðurgluggi „Við verðum að nota þann veðurglugga sem við höfum. Mér skilst að veðrið eigi að versna mjög með kvöldinu,“ segir hún. Gul veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu klukkan tvö í nótt vegna suðaustanstorms og hríðar. Viðvörunin verður síðan appelsínugul klukkan fjögur í nótt þegar gert er ráð fyrir ofsaveðri á svæðinu. Ljóst er að ekki verður leitað við þær aðstæður. Veður skánar síðan aftur eitthvað í skamma stund á morgun áður en gul veðurviðvörun tekur aftur gildi annað kvöld. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þegar kafbátur var sendur niður að flaki flugvélarinnar seinni partinn í gær til að kanna aðstæður nánar kom í ljós að enginn þeirra fjögurra sem höfðu verið um borð í henni væri þar. Að sögn lögreglu er ljóst að fólkið hefur komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetri frá landi þar sem styst er. Gæslan kölluð út „Það verður mesti þunginn við sunnanvert vatnið. Það verða gönguhópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúrulega svolítið eftir veðri,“ segir Elín Jóhannsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út á staðinn en hún sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun. Hún mun stýra leit með kafbát fyrirtækisins Gavia líkt og hún hefur gert undanfarna daga. „Það verður gengið á fæti við bakka vatnsins þarna í Ölfusvatnsvík og svo er náttúrulega reynt að leita líka úti á vatninu,“ segir Elín. Lítill veðurgluggi „Við verðum að nota þann veðurglugga sem við höfum. Mér skilst að veðrið eigi að versna mjög með kvöldinu,“ segir hún. Gul veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu klukkan tvö í nótt vegna suðaustanstorms og hríðar. Viðvörunin verður síðan appelsínugul klukkan fjögur í nótt þegar gert er ráð fyrir ofsaveðri á svæðinu. Ljóst er að ekki verður leitað við þær aðstæður. Veður skánar síðan aftur eitthvað í skamma stund á morgun áður en gul veðurviðvörun tekur aftur gildi annað kvöld.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira