Hólmfríður keyrði út úr brautinni í fyrri ferð sinni, í efri hluta brautarinnar þar sem margir keppendur lentu í vandræðum, meðal annars heims- og ólympíumeistarinn Mikaela Shiffrin.
Hin þýska Aicher Emma leiðir eftir fyrri ferðina. Hún fór hana á 1:01,52 mínútum.
Þetta var fyrsta keppnisgrein Hólmfríðar á Vetrarólympíuleikunum af þremur. Hún keppir einnig í svigi og risasvigi á leikunum.