Enski boltinn

Fannst Dele Alli vera eins og umrenningur þegar hann gekk inn á Goodison Park

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glenn Hoddle gagnrýndi útganginn á Dele Alli.
Glenn Hoddle gagnrýndi útganginn á Dele Alli. getty/James Williamson

Glenn Hoddle, fyrrverandi leikmaður og þjálfari enska landsliðsins, var ekki hrifinn af fatavali Deles Alli þegar hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum Everton á laugardaginn.

Alli gekk í raðir Everton frá Tottenham á lokadegi félagaskiptagluggans fyrir viku. Hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum Everton ásamt öðrum nýjum leikmanni, Donny van der Beek, í hálfleik í leik liðsins gegn Brentford í ensku bikarkeppninni á laugardaginn.

Stuðningsmenn Everton tóku þeim félögum fagnandi en Hoddle var ekki jafn hrifinn og fetti fingur út í klæðaburð Allis.

„Ég var ekki hrifinn af því hvernig hann gekk inn á völlinn, í fötunum sem hann var í. Ef ég á að vera hreinskilinn var eins og hann hefði verið dreginn af götunni,“ sagði Hoddle.

Alli gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið sækir Newcastle United heim annað kvöld.

Everton vann Burnley, 4-1, á laugardaginn í fyrsta leik sínum undir stjórn Franks Lampard. Yerry Mina, Richarlison, Mason Holgate og Andros Townsend skoruðu mörk Bítlaborgarliðsins.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×