Hófí Dóra reyndi að bjarga hnjánum: „Heyrði bara lækni öskra á mig: Er í lagi með þig?“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2022 12:00 Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir lenti af krafti í öryggisnetinu við brautina í Peking. Getty/Tom Pennington „Auðvitað er þetta alltaf smá sjokk,“ segir Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sem hlaut nokkuð slæma byltu í keppni í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking í dag. Hún hófst á loft og skall í öryggisnet við brautina en segist hafa sloppið vel. Hólmfríður birti myndband af byltunni á Instagram skömmu eftir keppni og lét vita af því að það væri í lagi með sig: Klippa: Hólmfríður Dóra féll í brekkunni „Ég sá á vídjói eftir á að ég lendi frekar illa í netinu, og kremst þar eiginlega saman, en ég er svo þakklát fyrir að þetta net hafi verið svona nálægt. Það sést kannski ekki í sjónvarpi hve brattir bakkarnir eru og ef ég hefði ekki lent í netinu hefði ég runnið á maganum lengi, eins og sást svo í seinni ferðinni hjá sumum af stelpunum,“ segir Hólmfríður Dóra, eða Hófí eins og hún er oft kölluð. „Ég tel mig frekar heppna að hafa lent svona í netinu, og svo á þessum kubbi sem ég festist í. Ég heyrði bara lækni öskra á mig: Er í lagi með þig? Ég náði að svara honum og segja já. Vanalega réttir maður upp hönd til að sýna öllum í kring að það sé í lagi með mann, en ég var bara pikkföst þó ég hafi svo náð að losa mig fljótt,“ bætir hún við. Eftir að Hólmfríður Dóra hófst á loft segist hún aðeins hafa hugsað um að vernda sig sem best gagnvart meiðslum, sér í lagi hnémeiðslum.Getty/Tom Pennington Hólmfríður lenti illa á mjöðminni en með því að kæla hana í dag vonast hún til þess að vakna spræk á morgun, tilbúin í svigkeppnina sem fram fer aðfaranótt miðvikudags. Þá skýst ég bara upp í loftið og „the rest is history“ „Mér gekk frekar vel þarna í fyrsta brattanum en svo í sjöundu eða níundu beygju missi ég pressuna á ytra skíðinu, og missi það aðeins frá mér. Skíðin eru náttúrulega ótrúlega beitt, og grípa í snjóinn, og þá skýst ég bara upp í loftið og „the rest is history“. Þegar maður er kominn svona hátt upp í loftið þá hugsar maður aðallega um að reyna að bjarga hnjánum og líkamanum öllum. Mér líður bara ágætlega. Ég lenti svolítið harkalega á mjöðminni en við erum að kæla hana aðeins og þá verð ég góð. Þetta lítur vel út og ég er bara mjög sátt að ekki fór verr því það er mjög dæmigert að svona bylta valdi hnjámeiðslum. Maður hefur oft séð stelpur slíta krossbönd í svona dettu og ég er mjög þakklát fyrir að sleppa við það.“ Áður en að Hólmfríður Dóra skíðaði af stað í dag sá hún tvöfalda ólympíumeistarann og sexfalda heimsmeistarann Mikaelu Shiffrin falla út á svipuðum stað og Hólmfríður féll. "It's . It's . A !" It was heartbreak for defending Olympic champion Mikaela Shiffrin - who crashed out on her opening giant slalom run #Beijing2022 | @MikaelaShiffrin pic.twitter.com/oK9i54tt9E— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Hólmfríður segir vissulega ekki hafa verið sérlega þægilegt að sjá hvernig fór fyrir Shiffrin, áður en hún fór sjálf af stað. Fleiri fengu byltu í erfiðri brautinni, eins og Nina O'Brien sem skall illa inn í endamarkið í seinni ferðinni í dag. Nina O Briens crash. Eeeeek #Beijing2022WinterOlympics pic.twitter.com/4J1890T2GC— Andy Mullen (@AndrewJMullen) February 7, 2022 Týpan sem fer á fullri ferð á öllum æfingum Hólmfríður kveðst vonsvikin að hafa ekki náð að klára keppnina. Vanalega líði sér sérstaklega vel í miklum bratta og öðlist þar forskot á keppinauta sína enda hiki hún ekki við að leggja allt í sölurnar, en það geti reynst dýrkeypt. „Ef þú myndir spyrja þjálfarann minn þá myndi hann svara að ég sé svona týpa sem keyrir alltaf 100% á þetta, á öllum æfingum, og er þá kannski líklegri til að fljúga smá á hausinn. Ég held að ég búi mjög vel að líkamlegri hreyfigetu og liðleika, sem hjálpar í svona dettum, og því oftar sem maður dettur þá lærir maður líka að detta. Það getur allt gerst í þessari íþrótt. Ef þú ætlar að gefa allt í þetta þá eru meiri líkur á að eitthvað fari smá úrskeiðis en maður er ekkert að mæta á Ólympíuleikana til að skíða varfærnislega,“ segir Hólmfríður Dóra sem á eftir að keppa í svigi og risasvigi, og hefur engan áhuga á að halda aftur af sér þar: „Nei, alls ekki. Það verður bara fulla ferð áfram. Ég vil klárlega sýna að ég get þetta. Auðvitað veit maður aldrei hvað gerist en ég vona að ég vakni á morgun enn betri en í dag, og að kælingin skili sínu. Ég er bara mjög bjartsýn.“ Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Sjá meira
Hólmfríður birti myndband af byltunni á Instagram skömmu eftir keppni og lét vita af því að það væri í lagi með sig: Klippa: Hólmfríður Dóra féll í brekkunni „Ég sá á vídjói eftir á að ég lendi frekar illa í netinu, og kremst þar eiginlega saman, en ég er svo þakklát fyrir að þetta net hafi verið svona nálægt. Það sést kannski ekki í sjónvarpi hve brattir bakkarnir eru og ef ég hefði ekki lent í netinu hefði ég runnið á maganum lengi, eins og sást svo í seinni ferðinni hjá sumum af stelpunum,“ segir Hólmfríður Dóra, eða Hófí eins og hún er oft kölluð. „Ég tel mig frekar heppna að hafa lent svona í netinu, og svo á þessum kubbi sem ég festist í. Ég heyrði bara lækni öskra á mig: Er í lagi með þig? Ég náði að svara honum og segja já. Vanalega réttir maður upp hönd til að sýna öllum í kring að það sé í lagi með mann, en ég var bara pikkföst þó ég hafi svo náð að losa mig fljótt,“ bætir hún við. Eftir að Hólmfríður Dóra hófst á loft segist hún aðeins hafa hugsað um að vernda sig sem best gagnvart meiðslum, sér í lagi hnémeiðslum.Getty/Tom Pennington Hólmfríður lenti illa á mjöðminni en með því að kæla hana í dag vonast hún til þess að vakna spræk á morgun, tilbúin í svigkeppnina sem fram fer aðfaranótt miðvikudags. Þá skýst ég bara upp í loftið og „the rest is history“ „Mér gekk frekar vel þarna í fyrsta brattanum en svo í sjöundu eða níundu beygju missi ég pressuna á ytra skíðinu, og missi það aðeins frá mér. Skíðin eru náttúrulega ótrúlega beitt, og grípa í snjóinn, og þá skýst ég bara upp í loftið og „the rest is history“. Þegar maður er kominn svona hátt upp í loftið þá hugsar maður aðallega um að reyna að bjarga hnjánum og líkamanum öllum. Mér líður bara ágætlega. Ég lenti svolítið harkalega á mjöðminni en við erum að kæla hana aðeins og þá verð ég góð. Þetta lítur vel út og ég er bara mjög sátt að ekki fór verr því það er mjög dæmigert að svona bylta valdi hnjámeiðslum. Maður hefur oft séð stelpur slíta krossbönd í svona dettu og ég er mjög þakklát fyrir að sleppa við það.“ Áður en að Hólmfríður Dóra skíðaði af stað í dag sá hún tvöfalda ólympíumeistarann og sexfalda heimsmeistarann Mikaelu Shiffrin falla út á svipuðum stað og Hólmfríður féll. "It's . It's . A !" It was heartbreak for defending Olympic champion Mikaela Shiffrin - who crashed out on her opening giant slalom run #Beijing2022 | @MikaelaShiffrin pic.twitter.com/oK9i54tt9E— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Hólmfríður segir vissulega ekki hafa verið sérlega þægilegt að sjá hvernig fór fyrir Shiffrin, áður en hún fór sjálf af stað. Fleiri fengu byltu í erfiðri brautinni, eins og Nina O'Brien sem skall illa inn í endamarkið í seinni ferðinni í dag. Nina O Briens crash. Eeeeek #Beijing2022WinterOlympics pic.twitter.com/4J1890T2GC— Andy Mullen (@AndrewJMullen) February 7, 2022 Týpan sem fer á fullri ferð á öllum æfingum Hólmfríður kveðst vonsvikin að hafa ekki náð að klára keppnina. Vanalega líði sér sérstaklega vel í miklum bratta og öðlist þar forskot á keppinauta sína enda hiki hún ekki við að leggja allt í sölurnar, en það geti reynst dýrkeypt. „Ef þú myndir spyrja þjálfarann minn þá myndi hann svara að ég sé svona týpa sem keyrir alltaf 100% á þetta, á öllum æfingum, og er þá kannski líklegri til að fljúga smá á hausinn. Ég held að ég búi mjög vel að líkamlegri hreyfigetu og liðleika, sem hjálpar í svona dettum, og því oftar sem maður dettur þá lærir maður líka að detta. Það getur allt gerst í þessari íþrótt. Ef þú ætlar að gefa allt í þetta þá eru meiri líkur á að eitthvað fari smá úrskeiðis en maður er ekkert að mæta á Ólympíuleikana til að skíða varfærnislega,“ segir Hólmfríður Dóra sem á eftir að keppa í svigi og risasvigi, og hefur engan áhuga á að halda aftur af sér þar: „Nei, alls ekki. Það verður bara fulla ferð áfram. Ég vil klárlega sýna að ég get þetta. Auðvitað veit maður aldrei hvað gerist en ég vona að ég vakni á morgun enn betri en í dag, og að kælingin skili sínu. Ég er bara mjög bjartsýn.“
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Sjá meira