Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. febrúar 2022 12:10 Af vettvangi í gær. vísir/bjarni Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. Ferðamennirnir virðast hafa verið í útsýnisflugi með íslenska flugmanninum Haraldi Diego og á ferð um landið á vegum belgíska fatahönnunarfyrirtækisins Suspicious Antwerp. Tveir þeirra voru áhrifavaldar, sem hafa unnið með fyrirtækinu, en sá þriðji starfsmaður fyrirtækisins. Sá yngsti var 22 ára gamall bandarískur hjólabrettakappi, Josh Neuman. Nicola Bellavia, 32 ára gamall áhrifavaldur sem búsettur er í Belgíu var einnig í vélinni og starfsmaður fatahönnunarfyrirtækisins hét Tim Alings og var 27 ára gamall Hollendingur. Lík þeirra fundust seinni partinn í gær á minnst 37 metra dýpi í Þingvallavatni með hjálp kafbáts. Þeir voru allir í um 300 metra fjarlægð frá þeim stað sem flak flugvélarinnar fannst á. Flókið að sækja þá á botninn „Köfun á þessu dýpi er áhættusöm og þegar undirbúningi var lokið þá versnaði veðrið það mikið að við hættum öllum aðgerðum,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi eftir aðgerðirnar í gærkvöldi. Reynt verður að sækja þá látnu um leið og veður leyfir. „Við stefnum að því að sækja brakið á fimmtudag eða föstudag. Veðuglugginn... það lægir og verður orðið skaplegt veður seinni partinn á miðvikudag. Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp og ef að það er veðurgluggi verður fyrr þá verður farið af stað í það en aldrei áður en öryggi kafaranna og þeirra sem að þessu koma verður tryggt,“ sagði Oddur. Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ferðamennirnir virðast hafa verið í útsýnisflugi með íslenska flugmanninum Haraldi Diego og á ferð um landið á vegum belgíska fatahönnunarfyrirtækisins Suspicious Antwerp. Tveir þeirra voru áhrifavaldar, sem hafa unnið með fyrirtækinu, en sá þriðji starfsmaður fyrirtækisins. Sá yngsti var 22 ára gamall bandarískur hjólabrettakappi, Josh Neuman. Nicola Bellavia, 32 ára gamall áhrifavaldur sem búsettur er í Belgíu var einnig í vélinni og starfsmaður fatahönnunarfyrirtækisins hét Tim Alings og var 27 ára gamall Hollendingur. Lík þeirra fundust seinni partinn í gær á minnst 37 metra dýpi í Þingvallavatni með hjálp kafbáts. Þeir voru allir í um 300 metra fjarlægð frá þeim stað sem flak flugvélarinnar fannst á. Flókið að sækja þá á botninn „Köfun á þessu dýpi er áhættusöm og þegar undirbúningi var lokið þá versnaði veðrið það mikið að við hættum öllum aðgerðum,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi eftir aðgerðirnar í gærkvöldi. Reynt verður að sækja þá látnu um leið og veður leyfir. „Við stefnum að því að sækja brakið á fimmtudag eða föstudag. Veðuglugginn... það lægir og verður orðið skaplegt veður seinni partinn á miðvikudag. Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp og ef að það er veðurgluggi verður fyrr þá verður farið af stað í það en aldrei áður en öryggi kafaranna og þeirra sem að þessu koma verður tryggt,“ sagði Oddur.
Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira