Fleiri viðvaranir: Hvassviðri og ofankoma í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2022 18:35 Gular viðvaranir tóku gildi klukkan 18 í dag og gilda flestar í sólarhring, eða lengur. Veðurstofan Gular viðvaranir tóku gildi víðsvegar á Suðurlandi, suðvestur og vesturhorni landsins klukkan 18 í dag. Gert er ráð fyrir töluverðri ofankomu og hvassviðri en hiti verður víðast hvar á og yfir frostmarki. Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir lægðina sem margir landsmenn urðu varir við fyrr í dag ekki horfna enn. Rauð viðvörun var í gildi, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og appelsínugular viðvaranir í gildi annars staðar á landinu. Þorsteinn ræddi Veðrið í Reykjavík síðdegis fyrr í dag og segir að full innistæða hafi verið fyrir rauðu viðvöruninni. Hann segir að fólk hafi líklega „sofið veðrið af sér“ og bætir við að sem betur fer hafi vel verið varað við veðrinu. Lægðin láti þó áfram á sér kræla. „Þessi djúpa og krappa lægð sem olli óveðrinu í morgun - hún er enn þá á sveimi þarna úti á Grænlandshafi. Og hún sendi frá sér lægðardrag eða éljagarð núna í kvöld þannig að það hvessir aftur hérna sunnan og vestanlands með snjókomu. Svo fer þessi garður norður á bóginn upp Breiðafjörð og Vestfirði með tilheyrandi snjókomu og hríð og svona frekar leiðinlegu veðri í kvöld og í nótt,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn vonar að ofankoma verði ekki of mikil en telur líklegt að færð geti spillst leyti. Besta veðrið verði á norður og austurlandi en þar hafi veðrið gengið niður að mestu leyti. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestanátt 13-20 metrum á sekúndu og éljagangi. Hviður gætu farið yfir 35 metra á sekúndu og auknar líkur eru á eldingum. Gert er ráð fyrir sama eða sambærilegu veðri á Suðurlandi, í Faxaflóa, á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Veður Almannavarnir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50 Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39 Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir lægðina sem margir landsmenn urðu varir við fyrr í dag ekki horfna enn. Rauð viðvörun var í gildi, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og appelsínugular viðvaranir í gildi annars staðar á landinu. Þorsteinn ræddi Veðrið í Reykjavík síðdegis fyrr í dag og segir að full innistæða hafi verið fyrir rauðu viðvöruninni. Hann segir að fólk hafi líklega „sofið veðrið af sér“ og bætir við að sem betur fer hafi vel verið varað við veðrinu. Lægðin láti þó áfram á sér kræla. „Þessi djúpa og krappa lægð sem olli óveðrinu í morgun - hún er enn þá á sveimi þarna úti á Grænlandshafi. Og hún sendi frá sér lægðardrag eða éljagarð núna í kvöld þannig að það hvessir aftur hérna sunnan og vestanlands með snjókomu. Svo fer þessi garður norður á bóginn upp Breiðafjörð og Vestfirði með tilheyrandi snjókomu og hríð og svona frekar leiðinlegu veðri í kvöld og í nótt,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn vonar að ofankoma verði ekki of mikil en telur líklegt að færð geti spillst leyti. Besta veðrið verði á norður og austurlandi en þar hafi veðrið gengið niður að mestu leyti. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestanátt 13-20 metrum á sekúndu og éljagangi. Hviður gætu farið yfir 35 metra á sekúndu og auknar líkur eru á eldingum. Gert er ráð fyrir sama eða sambærilegu veðri á Suðurlandi, í Faxaflóa, á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Veður Almannavarnir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50 Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39 Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50
Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39
Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33