Sport

Fyrirsætan frá Bandaríkjunum sem færði Kínverjum gull á ÓL í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eileen Gu er búin að vinna sitt fyrsta gull á Vetrarólympíuleikunum en þau gætu orðið fleiri.
Eileen Gu er búin að vinna sitt fyrsta gull á Vetrarólympíuleikunum en þau gætu orðið fleiri. AP/Matt Slocum

Eileen Gu varð í nótt Ólympíumeistari í skíðafimi af stórum palli eftir að hafa náð fyrsta 1620 stökkinu sínu á ferlinum í lokastökkinu í keppninni.

Gu náði með því gullinu af hinni frönsku Tess Ledeux og tók fyrsta skrefið í átta að því vinna þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking.

Lokastökkið hennar Gu magnað enda fjórir og hálfur snúningur með tvöföldum snúningi og hún lenti líka aftur á bak.

Gu sem er kölluð „Snjóprinsessan“ var líkleg sem ein af stóru stjörnum þessara Ólympíuleika enda sigurstrangleg af stórum palli sem og í brekkufimi og í hálfpípunni.

Hún er enn bara átján ára gömul en hefur auk þess að vera ein sú allra besta í heimi í sinni íþrótt þá hefur hún einnig skapað sér nafn sem fyrirsæta.

Uppruni hennar hefur líka vakið athygli á henni enda ein þeirra íþróttamanna sem gekk til liðs við Kínverja í aðdraganda þessara Ólympíuleika. Gu tók nefnilega umdeilda ákvörðun fyrir þremur árum.

Eileen Gu fæddist í San Francisco í Bandaríkjunum og á bandarískan föður og kínverska móður. Móðir hennar og amma ólu hana upp. Í júní 2019, þegar hún var fimmtán ára gömul, ákvað hún að skipta um keppnisþjóð, hætta að keppa fyrir Bandaríkin og fara að keppa þar eftir fyrir Kína.

Gu segir oft að hún sé bandarísk þegar hún sé stödd í Bandaríkjunum en kínversk þegar hún er í Kína. Það enginn vafi um hæfileika hennar í skíðafiminni og hún stóðst pressuna í nótt.

Hin franska Tess Ledeux hafði verið sú eina sem hafði náð umræddu 1620 stökki og endurtók leikinn í fyrstu umferðinni í nótt. Það leit út fyrir því að það ætlaði að duga henni þegar Gu setti persónulegt met með því að taka samskonar stökk.

Það sem meira er að hún gerði það með meiri sannfærandi hætti en sú franska. Það skríkti í henni þegar hún lenti í stökkinu sínu og hún féll niður á hnén þegar hún fékk einkunnina sem dugði henni til sigurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×