Múlaþing gerir vel í leikskólamálum Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 09:00 Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarfagreining mikilvæg aðferðafræði Framtíðarsýn þarf að viðhafa í öllum málaflokkum sveitarfélaga því framkvæmdatími er tímafrekur þegar til hans þarf að grípa. Í víðfeðmu sveitarfélagi Múlaþings er einhugur um að veita góða þjónustu og því varð þarfagreining fyrir valinu sem leiddi í ljós að verulegur skortur var á vistunarúrræðum á Fljótsdalshéraði. Í haust mun rísa nýr þriggja deilda leikskóli í Fellabæ og vegna skorts á dagforeldrum þetta árið var tekin ákvörðun um að bregðast við með nýrri leikskóladeild sem tók til starfa í lok janúar og sú eining mun færast inn í nýjan leikskóla í haust. Þarfagreiningin sýnir einnig að nýi leikskólinn í Fellabæ muni ekki sinna áætlaðri eftirspurn næstu árin og við því hefur verið brugðist. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir staðsetningu nýs leikskóla árið 2022 og hönnunarkostnaði 2023. Styrkur til barna sem fá ekki leikskólavist Enn eitt skrefið hefur nú verið tekið í metnaði Múlaþings til að gera vel við barnafjölskyldur með því að greiða styrk til foreldra þeirra barna sem fá ekki umbeðna leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þarna setjum við markið hátt og stefna Múlaþings er að öll börn innan sveitarfélagssins fái leikskólavistun við lok fæðingarorlofs og þurfi ekki að nýta sér þetta úrræði. Jöfn tækifæri til starfs, menntunar og þjónustu Markmið Múlaþings mun áfram vera að veita íbúum í öllu Múlaþingi góða þjónustu og með þeim orðum bjóðum við alla velkomna í okkar sveitarfélag, með náttúruna í bakgarðinum, streituminna umhverfi, góðar samgöngur og góða þjónustu. Nú komu inn tækifærin með tæknibreytingum í heimfaraldrinum sem opna á fjölda starfa óháð staðsetningu, tækifærum til menntunar í heimabyggð og öfluga fjarþjónustu fyrir allra íbúa landssins hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Tækifærin og lífsgæðin liggja í Múlaþingi, verið velkomin. Höfundur er b æjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og formaður Byggðaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarfagreining mikilvæg aðferðafræði Framtíðarsýn þarf að viðhafa í öllum málaflokkum sveitarfélaga því framkvæmdatími er tímafrekur þegar til hans þarf að grípa. Í víðfeðmu sveitarfélagi Múlaþings er einhugur um að veita góða þjónustu og því varð þarfagreining fyrir valinu sem leiddi í ljós að verulegur skortur var á vistunarúrræðum á Fljótsdalshéraði. Í haust mun rísa nýr þriggja deilda leikskóli í Fellabæ og vegna skorts á dagforeldrum þetta árið var tekin ákvörðun um að bregðast við með nýrri leikskóladeild sem tók til starfa í lok janúar og sú eining mun færast inn í nýjan leikskóla í haust. Þarfagreiningin sýnir einnig að nýi leikskólinn í Fellabæ muni ekki sinna áætlaðri eftirspurn næstu árin og við því hefur verið brugðist. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir staðsetningu nýs leikskóla árið 2022 og hönnunarkostnaði 2023. Styrkur til barna sem fá ekki leikskólavist Enn eitt skrefið hefur nú verið tekið í metnaði Múlaþings til að gera vel við barnafjölskyldur með því að greiða styrk til foreldra þeirra barna sem fá ekki umbeðna leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þarna setjum við markið hátt og stefna Múlaþings er að öll börn innan sveitarfélagssins fái leikskólavistun við lok fæðingarorlofs og þurfi ekki að nýta sér þetta úrræði. Jöfn tækifæri til starfs, menntunar og þjónustu Markmið Múlaþings mun áfram vera að veita íbúum í öllu Múlaþingi góða þjónustu og með þeim orðum bjóðum við alla velkomna í okkar sveitarfélag, með náttúruna í bakgarðinum, streituminna umhverfi, góðar samgöngur og góða þjónustu. Nú komu inn tækifærin með tæknibreytingum í heimfaraldrinum sem opna á fjölda starfa óháð staðsetningu, tækifærum til menntunar í heimabyggð og öfluga fjarþjónustu fyrir allra íbúa landssins hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Tækifærin og lífsgæðin liggja í Múlaþingi, verið velkomin. Höfundur er b æjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og formaður Byggðaráðs.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun