Pfizer græddi 4,6 billjónir í fyrra með sölu bóluefnisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 20:40 Nettóhagnaður lyfjarisans Pfizers tvöfaldaðist á einu ári með tilkomu bóluefnisins gegn Covid-19. Getty/Drew Angerer Lyfjarisinn Pfizer hagnaðist um tæplega 37 milljarða dala, eða um 4,6 billjónir íslenskra króna, einungis með sölu á bóluefni sínu gegn Covid-19 á síðasta ári. Með því er bóluefnið orðið ein arðbærasta vara sögunnar. Líklegt er að hagnaður Pfizer verði enn meiri á þessu ári með sölu fyrirtækisins á Covid-19 lyfinu Paxlovid. Heildarhagnaður Pfizer nam um 81,3 milljörðum dala í fyrra og spekúlantar telja að hagnaðurnin muni hækka upp í á milli 98 milljarða til 102 milljarða dala á þessu ári. Gróðinn hefur vakið upp spurningar hjá ýmsum, meðal annars samtökunum Global Justice Now sem saka Pfizer um „faraldursbrask“. Samtökin sögðu í yfirlýsing í dag að hagnaður fyrirtækisins væri meiri en verg landsframleiðsla flestra ríkja og sökuðu Pfizer um að ofrukka heilbrigðiskerfi ríkja. Nettóhagnaður tvöfaldaðist milli ára Lyfjarisinn þróaði bóluefnið, sem ber heitið Comirnaty þó það sé lítið notað, með þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech. Bóluefnið sjálft rakaði inn, eins og áður segir, 36,8 milljörðum Bandaríkjadala fyrir lyfjaframleiðandann á síðasta ári og á fjórða ársfjórðungi 2021 einum seldist bóluefnið fyrir 12,5 milljarða dala. Nettóhagnaður lyfjarisans árið 2021 voru um 22 milljarðar dala, sem er meira en tvöfalt meira en árið áður, þegar nettóhagnaður nam 9,1 milljarði. Fyrirtækið áætlar nú að það muni selja Comirnaty fyrir 32 milljarða dala á þessu ári og að Covid-lyfið Paxlovid muni raka inn 22 milljörðum til viðbótar. Paxlovid er nýtt á markaði og hefur nú fengið neyðarleyfi í fjörutíu ríkjum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi og Suður-Kóreu. Lyfið, sem kemur í pilluformi, kemur í veg fyrir alvarleg veikindi af völdum Covid-19 í 90 prósentum tilfella meðal fullorðinna í áhættuhópi sé lyfið tekið stuttu eftir að fólk smitast af veirunni. Vilja að einkaleyfi á bóluefnum verði afnumið Vestrænir lyfjarisar hafa að undanförnu verið harðlega gagnrýndir fyrir að gera ekki uppskriftirnar að bóluefnum gegn Covid aðgengilegar öllum, sem myndi gera það að verkum að lyfjafyrirtæki í þróunarríkjum gætu farið að framleiða bóluefnin sjálf, mun ódýrar. Moderna hefur þegar gert uppskrift að sínu bóluefni aðgengilega og lyfjaframleiðendur í Suður-Afríku eru þegar farnir að framleiða. „Þetta er ekkert annað en faraldursbrask af Pfizer, að græða fúlgur fjár á bóluefninu sem margir hafa ekki aðgang að. Pfizer er núna orðið ríkara en mörg ríki; það hefur grætt allt of mikla peninga af þessu neyðarástandi. Það er kominn tími til að afnema einkaleyfi á bóluefnum,“ saðgi Tim Bierley hjá Global Justice Now í yfirlýsingu í dag. Pfizer svaraði þessari yfirlýsingu í dag og sagðist staðráðið í að gera sitt í því verkefni að tryggja jafnan aðgang að bóluefnum. Málið væri þó ekki eins einfalt og að deila „uppskriftinni“. Meira en 280 efni þyrfti að nota í framleiðslu Comirnaty og fyrirtækið væri þegar í miklu samstarfi við aðra framleiðendur. Bólusetningar Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja klínískar rannsóknir á nýju ómíkron bóluefni Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu hefja klínískar rannsóknir á sérstöku bóluefni gegn ómíkron afbrigði kórónuveirunnar en fyrirtækin tilkynntu um þetta í dag. Önnur fyrirtæki vinna nú sömuleiðis að þróun bóluefna gegn ómíkron. 25. janúar 2022 21:28 Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Ákvæði um verðtryggingu í samningi Bandaríkjanna um Paxlovid Bandarísk stjórnvöld munu greiða 530 dollara, um 68 þúsund krónur, fyrir hverja meðferð af Paxlovid, lyfjameðferð Pfizer gegn Covid-19. Verðið mun hins vegar lækka ef annað stórveldi nær hagstæðari samningum við lyfjarisann. 2. febrúar 2022 10:50 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Líklegt er að hagnaður Pfizer verði enn meiri á þessu ári með sölu fyrirtækisins á Covid-19 lyfinu Paxlovid. Heildarhagnaður Pfizer nam um 81,3 milljörðum dala í fyrra og spekúlantar telja að hagnaðurnin muni hækka upp í á milli 98 milljarða til 102 milljarða dala á þessu ári. Gróðinn hefur vakið upp spurningar hjá ýmsum, meðal annars samtökunum Global Justice Now sem saka Pfizer um „faraldursbrask“. Samtökin sögðu í yfirlýsing í dag að hagnaður fyrirtækisins væri meiri en verg landsframleiðsla flestra ríkja og sökuðu Pfizer um að ofrukka heilbrigðiskerfi ríkja. Nettóhagnaður tvöfaldaðist milli ára Lyfjarisinn þróaði bóluefnið, sem ber heitið Comirnaty þó það sé lítið notað, með þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech. Bóluefnið sjálft rakaði inn, eins og áður segir, 36,8 milljörðum Bandaríkjadala fyrir lyfjaframleiðandann á síðasta ári og á fjórða ársfjórðungi 2021 einum seldist bóluefnið fyrir 12,5 milljarða dala. Nettóhagnaður lyfjarisans árið 2021 voru um 22 milljarðar dala, sem er meira en tvöfalt meira en árið áður, þegar nettóhagnaður nam 9,1 milljarði. Fyrirtækið áætlar nú að það muni selja Comirnaty fyrir 32 milljarða dala á þessu ári og að Covid-lyfið Paxlovid muni raka inn 22 milljörðum til viðbótar. Paxlovid er nýtt á markaði og hefur nú fengið neyðarleyfi í fjörutíu ríkjum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi og Suður-Kóreu. Lyfið, sem kemur í pilluformi, kemur í veg fyrir alvarleg veikindi af völdum Covid-19 í 90 prósentum tilfella meðal fullorðinna í áhættuhópi sé lyfið tekið stuttu eftir að fólk smitast af veirunni. Vilja að einkaleyfi á bóluefnum verði afnumið Vestrænir lyfjarisar hafa að undanförnu verið harðlega gagnrýndir fyrir að gera ekki uppskriftirnar að bóluefnum gegn Covid aðgengilegar öllum, sem myndi gera það að verkum að lyfjafyrirtæki í þróunarríkjum gætu farið að framleiða bóluefnin sjálf, mun ódýrar. Moderna hefur þegar gert uppskrift að sínu bóluefni aðgengilega og lyfjaframleiðendur í Suður-Afríku eru þegar farnir að framleiða. „Þetta er ekkert annað en faraldursbrask af Pfizer, að græða fúlgur fjár á bóluefninu sem margir hafa ekki aðgang að. Pfizer er núna orðið ríkara en mörg ríki; það hefur grætt allt of mikla peninga af þessu neyðarástandi. Það er kominn tími til að afnema einkaleyfi á bóluefnum,“ saðgi Tim Bierley hjá Global Justice Now í yfirlýsingu í dag. Pfizer svaraði þessari yfirlýsingu í dag og sagðist staðráðið í að gera sitt í því verkefni að tryggja jafnan aðgang að bóluefnum. Málið væri þó ekki eins einfalt og að deila „uppskriftinni“. Meira en 280 efni þyrfti að nota í framleiðslu Comirnaty og fyrirtækið væri þegar í miklu samstarfi við aðra framleiðendur.
Bólusetningar Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja klínískar rannsóknir á nýju ómíkron bóluefni Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu hefja klínískar rannsóknir á sérstöku bóluefni gegn ómíkron afbrigði kórónuveirunnar en fyrirtækin tilkynntu um þetta í dag. Önnur fyrirtæki vinna nú sömuleiðis að þróun bóluefna gegn ómíkron. 25. janúar 2022 21:28 Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Ákvæði um verðtryggingu í samningi Bandaríkjanna um Paxlovid Bandarísk stjórnvöld munu greiða 530 dollara, um 68 þúsund krónur, fyrir hverja meðferð af Paxlovid, lyfjameðferð Pfizer gegn Covid-19. Verðið mun hins vegar lækka ef annað stórveldi nær hagstæðari samningum við lyfjarisann. 2. febrúar 2022 10:50 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hefja klínískar rannsóknir á nýju ómíkron bóluefni Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu hefja klínískar rannsóknir á sérstöku bóluefni gegn ómíkron afbrigði kórónuveirunnar en fyrirtækin tilkynntu um þetta í dag. Önnur fyrirtæki vinna nú sömuleiðis að þróun bóluefna gegn ómíkron. 25. janúar 2022 21:28
Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56
Ákvæði um verðtryggingu í samningi Bandaríkjanna um Paxlovid Bandarísk stjórnvöld munu greiða 530 dollara, um 68 þúsund krónur, fyrir hverja meðferð af Paxlovid, lyfjameðferð Pfizer gegn Covid-19. Verðið mun hins vegar lækka ef annað stórveldi nær hagstæðari samningum við lyfjarisann. 2. febrúar 2022 10:50