Körfubolti

LeBron og félagar áttu ekki roð í Giannis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giannis Antetokounmpo sækir á LeBron James.
Giannis Antetokounmpo sækir á LeBron James. getty/Ronald Martinez

Los Angeles Lakers átti litla möguleika gegn meisturum Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í nótt. Milwaukee vann öruggan sigur, 116-131.

Giannis Antetokounmpo fór hamförum í liði Milwaukee, skoraði 44 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann hitti úr sautján af tuttugu skotum sínum. Bobby Portis skoraði 23 stig og Khris Middleton 21. Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð en liðið er í 2. sæti Austurdeildarinnar.

LeBron James skoraði 27 stig fyrir Lakers og Anthony Davis 22. Liðið er í 9. sæti Vesturdeildarinnar.

Boston Celtics sigraði Brooklyn Nets á útivelli, 91-126. Liðin hafa átt afar ólíku gengi að fagna upp á síðkastið. Boston hefur unnið sex leiki í röð á meðan Brooklyn hefur tapað síðustu níu leikjum sínum.

Marcus Smart og Jaylen Brown skoruðu 22 stig hvor fyrir Boston. Stórstjörnurnar James Harden, Kyrie Irving og Kevin Durant léku ekki með Brooklyn í nótt. Byrjunarliðið skoraði aðeins samtals 21 stig í leiknum.

Phoenix Suns vann góðan útisigur á Philadelphia 76ers, 109-114. Phoenix er enn á toppi Vesturdeildarinnar.

Devin Booker skoraði 35 stig fyrir Phoenix og Mikal Bridges 23. Joel Embiid var með 34 stig hjá Philadelphia og Tobias Harris þrjátíu.

Úrslitin í nótt

  • LA Lakers 116-131 Milwaukee
  • Brooklyn 91-126 Boston
  • Philadelphia 109-114 Phoenix
  • Atlanta 133-112 Indiana
  • Memphis 135-109 LA Clippers
  • New Orleans 110-97 Houston
  • Dallas 116-86 Detroit
  • Denver 132-115 NY Knicks
  • Portland 95-113 Orlando
  • Sacramento 114-134 Minnesota

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×