Enski boltinn

Lengsta bið Ronaldo eftir marki í tólf ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo hafði þrjár ástæður fyrir að vera mjög pirraður eftir leik Manchester United í gær. Hann byrjaði á bekknum, hann skoraði ekki og United tókst ekki að vinna.
Cristiano Ronaldo hafði þrjár ástæður fyrir að vera mjög pirraður eftir leik Manchester United í gær. Hann byrjaði á bekknum, hann skoraði ekki og United tókst ekki að vinna. AP/Jon Super

Cristiano Ronaldo hafði margar ástæður fyrir því að vera pirraður eftir leik Manchester United í gærkvöldi.

Cristiano  kom inn á sem varamaður hjá Manchester United í gær en tókst ekki að skora. Nú þarf að fara meira en áratug aftur í tímann til að finna aðra eins dapra tíma hjá Portúgalanum.

Ronaldo strunsaði af velli í leikslok og var skiljanlega svekktur að United náði ekki nema einu stigi á móti einu neðsta liði deildarinnar. Kannski var hann líka mjög pirraður yfir því að biðin eftir marki frá honum lengist enn.

Ronaldo er nefnilega enn markalaus á árinu 2022 en hann skoraði síðast í deildarleik á móti Burnley á næstsíðasta degi síðasta árs.

Frá þeim tíma hefur Ronaldo spilað fjóra deildarleiki og einn bikarleik án þess að komast á blað.

Deildarleikirnir voru á móti Wolves, Brentford, West Ham og Burnley en bikarleikurinn voru 120 mínútur á móti B-deildarliði Middlesbrough þar sem hann klikkaði meðal annars á vítaspyrnu.

Ronaldo er þar með búinn að spila í 448 mínútur í röð án þess að koma boltanum í net andstæðinganna.

Síðast þurfti Ronaldo að bíða svo lengi eftir marki þegar hann var leikmaður Real Madrid árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×