Íslandsferðin var efst á óskalista eins þeirra sem lést Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2022 11:07 Flugvélin fannst í Þingvallavatni. Vísir/Vilhelm Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak. Þetta kemur fram í umfjöllun hollenskra og belgískra fjölmiðla um slysið mannskæða þar sem flugmaðurinn Haraldur Diego, YouTube-stjarnan Josh Neumann og Alings og Bellavia létust. Bróðir Alings ræddi við hollenska fjölmiðilinn AD á dögunum. Þar sagði hann að hópurinn allur hafi verið mjög spenntur fyrir Íslandsferðinni, en þeir voru staddir hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. „Það er sorglegt að þetta hafi endað svona. Hann átti samt sem áður yndislega viku,“ sagði bróðir hans um Íslandsferðina. Einnig er rætt við kærustu Alings, sem segir að Íslandsferðin hafi verið efst á óskalista hans yfir hluti til að gera eða upplifa, sem á ensku nefnist „bucketlist“. Fjölskylda Alings er nú stödd á Íslandi og þakka þau viðbragðsaðilum og Íslendingum fyrir hlýjar mótttökur. „Það eru allir svo yndislegir. Við fáum góðar upplýsingar um það sem er í gangi, það hjálpa okkur allir,“ segir bróðir hans. Ræddi við Bellavia í síma stuttu fyrir flugtak Hollenski miðilinn HLN ræðir einnig við sambýliskonu Belgans Nicola Bellavia sem var mikill ævintýramaður og þekktur fallhlífarstökkvari. Segist hún hafa rætt við Bellavia í síma skömmu fyrir flugtak ferðarinnar örlagaríku. „Hann hljómaði svo hamingjusamur,“ segir hún í samtali við HLN. Er von á fjölskyldu hans til Íslands vegna málsins. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um slysið á undanförnum dögum, ekki síst vegna andláts Joshs Neumann, sem var afar vinsæl YouTube-stjarna. Í yfirlýsingu sem fjölskylda Neumans sendir frá sér í gær sagði að þrátt fyrir að hann hafi verið ungur að árum hafi hann lifað hvern einasta dag til fulls. Neuman hafi verið mikill ævintýramaður sem hafi trúað á hið góða í heiminum og á að hver einstaklingur geti lagt sitt af mörkum til að gera hann betri. Flugslys við Þingvallavatn Auglýsinga- og markaðsmál Samgönguslys Tengdar fréttir Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37 Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára. 8. febrúar 2022 16:47 Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun hollenskra og belgískra fjölmiðla um slysið mannskæða þar sem flugmaðurinn Haraldur Diego, YouTube-stjarnan Josh Neumann og Alings og Bellavia létust. Bróðir Alings ræddi við hollenska fjölmiðilinn AD á dögunum. Þar sagði hann að hópurinn allur hafi verið mjög spenntur fyrir Íslandsferðinni, en þeir voru staddir hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. „Það er sorglegt að þetta hafi endað svona. Hann átti samt sem áður yndislega viku,“ sagði bróðir hans um Íslandsferðina. Einnig er rætt við kærustu Alings, sem segir að Íslandsferðin hafi verið efst á óskalista hans yfir hluti til að gera eða upplifa, sem á ensku nefnist „bucketlist“. Fjölskylda Alings er nú stödd á Íslandi og þakka þau viðbragðsaðilum og Íslendingum fyrir hlýjar mótttökur. „Það eru allir svo yndislegir. Við fáum góðar upplýsingar um það sem er í gangi, það hjálpa okkur allir,“ segir bróðir hans. Ræddi við Bellavia í síma stuttu fyrir flugtak Hollenski miðilinn HLN ræðir einnig við sambýliskonu Belgans Nicola Bellavia sem var mikill ævintýramaður og þekktur fallhlífarstökkvari. Segist hún hafa rætt við Bellavia í síma skömmu fyrir flugtak ferðarinnar örlagaríku. „Hann hljómaði svo hamingjusamur,“ segir hún í samtali við HLN. Er von á fjölskyldu hans til Íslands vegna málsins. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um slysið á undanförnum dögum, ekki síst vegna andláts Joshs Neumann, sem var afar vinsæl YouTube-stjarna. Í yfirlýsingu sem fjölskylda Neumans sendir frá sér í gær sagði að þrátt fyrir að hann hafi verið ungur að árum hafi hann lifað hvern einasta dag til fulls. Neuman hafi verið mikill ævintýramaður sem hafi trúað á hið góða í heiminum og á að hver einstaklingur geti lagt sitt af mörkum til að gera hann betri.
Flugslys við Þingvallavatn Auglýsinga- og markaðsmál Samgönguslys Tengdar fréttir Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37 Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára. 8. febrúar 2022 16:47 Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37
Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára. 8. febrúar 2022 16:47
Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01