Viðskipti innlent

KPMG kaupir OZIO

Eiður Þór Árnason skrifar
Benedikt Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG, Hannes Jóhannsson, forritari hjá OZIO, Helgi Thomas Hallgrímsson, sérfræðingur hjá OZIO, og Sigurjón Hákonarson, framkvæmdastjóri OZIO. 
Benedikt Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG, Hannes Jóhannsson, forritari hjá OZIO, Helgi Thomas Hallgrímsson, sérfræðingur hjá OZIO, og Sigurjón Hákonarson, framkvæmdastjóri OZIO.  Aðsend

KPMG á Íslandi hefur keypt rekstur OZIO, sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarþróun á starfrænum lausnum fyrir Microsoft-vinnuumhverfið. Hjá OZIO starfa í dag fjórir starfsmenn en forsvarsmaður fyrirtækisins er Sigurjón Hákonarson.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að kaupin hafi þegar gengið í gegn og að starfsfólk muni flytja í skrifstofur KPMG í Borgartúni á næstu dögum.

Að sögn KPMG mun fyrirtækið með kaupunum á OZIO verða enn betur í stakk búið til að geta boðið viðskiptavinum sínum öflugt þjónustuframboð á sviði stafrænnar þróunar. Megi þar nefna þætti eins áhættustjórnun, gæða og upplýsingastjórn, skjalastjórnun og rafvæðingu ferla auk almennrar ráðgjafar og stefnumótunar í stafrænni þróun fyrirtækja.

„Við kaupin fá viðskiptavinir OZIO aðgang að öflugum hópi sérfræðinga KPMG á ýmsum sviðum, til dæmis áhættustjórnunar og lykilferlum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða sem rímar vel við núverandi viðskiptavinahóp félagsins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×