Handbolti

Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk fyrir Magdeburg í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk fyrir Magdeburg í kvöld. Getty/Tom Weller

Nú rétt í þessu lauk þremur leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum.

Íslendingalið Magdeburg fer vel af stað eftir Evrópumótið í handbolta, en liðið vann öruggan níu marka sigur gegn botnliði Minden, 28-19.

Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk fyrir Mageburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson tvö. Liðið situr sem fyrr á toppi deildarinnar með 34 stig eftir 18 leiki.

Þá höfðu Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer betur gegn Janusi Daða Smárasyni og félögum hans í Göppingin er þeir mættust í Íslendingaslag í kvöld. Arnór skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer sem vann sex marka sigur, 33-27. Liðið situr nú í 11. sæti deildarinnar með 15 stig eftir sigurinn, sex stigum minna en Göppingen sem situr í sjötta sæti. Janus Daði komst ekki á blað fyrir Göppingen.

Að lokum töpuðu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten með fjögurra marka mun gegn Leipzig. Balingen hafði gert þrjú jaftefli í röð fyrir leikinn, en liðið situr í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×