Enski boltinn

Norwich heldur áfram að kroppa í stig í fallbaráttunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Wilfried Zaha fékk tækifæri til að tryggja Crystal Palace sigurinn af vítapunktinum en skaut fram hjá.
Wilfried Zaha fékk tækifæri til að tryggja Crystal Palace sigurinn af vítapunktinum en skaut fram hjá. Harriet Lander/Getty Images

Norwich og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, en þetta er þriðji deildarleikur fallbaráttuliðs Norwich án taps.

Teemu Pukki kom heimamönnum í Norwich yfir strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Adam Idah. Markið skoraði Pukki eftir 38 sekúndna leik, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.

Wilfried Zaha jafnaði metin fyrir gestina eftir klukkutíma leik með góðu skoti fyrir utan teig. Zaha fékk tækifæri til að koma sínum mönnum yfir þremur mínútum síðar af vítapunktinum, en spyrna hans sigldi fram hjá markinu.

Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og liðin tóku eitt stig hvort. Norwich situr nú í 18. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 23 leiki, einu stigi frá öruggu sæti.

Crystal Palace situr hins vegar í 13. sæti með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×