Fimmtán ára rússneska undrabarnið féll á lyfjaprófi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 07:30 Þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára þykir Kamila Valieva einn fremsti listdansari á skautum í heiminum. getty/Jean Catuffe Hin fimmtán ára Kamila Valieva, sem átti stóran þátt í því að rússneska ólympíunefndin vann gull í liðakeppninni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, er sögð hafa fallið á lyfjaprófi fyrir leikana. Samkvæmt rússneska miðlinum RBC greindist ólöglegt hjartalyf í sýni Valievu sem var tekið fyrir Evrópumótið í síðasta mánuði. Valieva hrósaði þar sigri í einstaklingskeppninni. Afhenda átti verðlaunin fyrir liðakeppnina á Vetrarólympíuleikunum í gær en ekkert varð af því. Grunur lék á að það tengdist lyfjamálum. Valieva mætti á skipulagða æfingu í dag en svaraði ekki spurningum fjölmiðla eftir hana. Talskona rússneska skautasambandsins sagði hins vegar að Valieva væri ekki komin í bann. Ekki liggur fyrir hvort gullverðlaunin verði tekin af Rússum vegna málsins og ef það gerist hvort þeir muni áfrýja eða sætta sig við niðurstöðuna. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti í liðakeppninni og fá gullið ef Rússar verða dæmdir úr leik. Efnið sem greindist í sýni Valievu nefnist trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Valieva sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni á mánudaginn og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Einstaklingskeppnin í listdansi á skautum hefst á þriðjudaginn. Valieva er talin líklegust til afreka þar en enn liggur ekki fyrir hvort hún fái að keppa. Líkt og aðrir Rússar keppir Valieva undir merkjum rússnesku ólympíunefndarinnar vegna lyfjahneykslisins þar í landi. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Rússland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Samkvæmt rússneska miðlinum RBC greindist ólöglegt hjartalyf í sýni Valievu sem var tekið fyrir Evrópumótið í síðasta mánuði. Valieva hrósaði þar sigri í einstaklingskeppninni. Afhenda átti verðlaunin fyrir liðakeppnina á Vetrarólympíuleikunum í gær en ekkert varð af því. Grunur lék á að það tengdist lyfjamálum. Valieva mætti á skipulagða æfingu í dag en svaraði ekki spurningum fjölmiðla eftir hana. Talskona rússneska skautasambandsins sagði hins vegar að Valieva væri ekki komin í bann. Ekki liggur fyrir hvort gullverðlaunin verði tekin af Rússum vegna málsins og ef það gerist hvort þeir muni áfrýja eða sætta sig við niðurstöðuna. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti í liðakeppninni og fá gullið ef Rússar verða dæmdir úr leik. Efnið sem greindist í sýni Valievu nefnist trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Valieva sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni á mánudaginn og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Einstaklingskeppnin í listdansi á skautum hefst á þriðjudaginn. Valieva er talin líklegust til afreka þar en enn liggur ekki fyrir hvort hún fái að keppa. Líkt og aðrir Rússar keppir Valieva undir merkjum rússnesku ólympíunefndarinnar vegna lyfjahneykslisins þar í landi.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Rússland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira