Grunaður um að hafa leikið tveimur skjöldum til að þiggja tvöfaldar bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2022 14:19 Landsréttur stytti gæsluvarðhald yfir manninum. Vísir/Vilhelm. Gæsluvarðhald yfir erlendum manni sem grunaður er um að hafa leikið tveimur skjöldum til að svíkja út tvöfaldar bætur rennur út í dag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. janúar síðastliðinn. Á fimmtudaginn í síðustu viku fór lögreglan fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. mars. Héraðsdómur féllst á það. Úrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar sem á föstudaginn í síðustu viku stytti gæsluvarðhaldið til dagsins í dag. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögregla rannsaki meint fjársvik, skjalafals, peningaþvætti og rangan framburð mannsins fyrir stjórnvöldum á Íslandi. Myndir á umsóknum sýni að um einn og sama manninn sé að ræða Maðurinn er að mati lögreglu undir rökstuddum grun um að hafa komið fram undir tveimur nöfnum og kennitölum og þegið bætur frá Vinnumálastofnun og sveitarfélögum fyrir hvort auðkenni. Maðurinn er grunaður um að hafa þegið tvöfaldar bætur frá VinnumálastofnunVísir/Vilhelm Gögn málsins bendi hins vegar til þess að um sé að ræða einn og sama manninn og að hann hafi því þegið tvöfaldar bætur á sama tíma frá íslenska ríkinu. Fyrir liggi að auðkennin tvö séu skráð með sama heimilisfang og í einhverjum tilvikum sama símanúmer. Af myndum sem notast var við í umsóknarferli hjá yfirvöldum, sjáist einnig glöggt að um einn og sama manninn er að ræða. Vandlega falinn kassi fannst við húsleit Í janúar réðst lögreglan í húsleit hjá manninum. Þar fannst vandleg falinn kassi en í honum voru töluverðar fjárhæðir í reiðufé, fjöldi skilríka og annarra opinbera gagna. Meðal annars falsað vegabréf undir einu af því nafni sem maðurinn er sakaður um að hafa sótt bætur fyrir. Þá fannst ósvikið vegabréf frá ótilgreindu ríki sem bendi til þess að maðurinn sé í raun hvorugur þeirra sem hann hafi sótt bætur fyrir. Þá fannst einnig þriðja auðkennið sem lögreglu grunar að maðurinn hafi fengið á fölsum forsendum. Lögreglan rannsakar málið.Vísir/Vilhelm Í úrskurðinum segir að ljóst sé að maðurinn hafi verið hér á landi frá árinu 2005 og þá ýmist undir einu af þeim þremur auðkennum sem bendluð hafa verið við manninn. Sagður hafa nýtt bótagreiðslurnar til að greiða niður húsnæðislán Þar kemur einnig fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að mikið flæði sé um bankareikninga í eigu mannsins á öllum auðkennum hans. Frumskoðun hafi leitt í ljós reglulegar peningasendingar til erlendra aðila búsetta í ótilgreindum löndum. Þá hafi rannsókn málsins leitt í ljós að maðurinn eigi fasteignina sem hann býr í hér á landi, og að hann hafi reglulega greitt niður höfuðstól lánsins á henni með þeim bótagreiðslum sem hann er sakaður um að hafa svikið út með auðkennunum tveimur. Dómsmál Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. janúar síðastliðinn. Á fimmtudaginn í síðustu viku fór lögreglan fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. mars. Héraðsdómur féllst á það. Úrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar sem á föstudaginn í síðustu viku stytti gæsluvarðhaldið til dagsins í dag. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögregla rannsaki meint fjársvik, skjalafals, peningaþvætti og rangan framburð mannsins fyrir stjórnvöldum á Íslandi. Myndir á umsóknum sýni að um einn og sama manninn sé að ræða Maðurinn er að mati lögreglu undir rökstuddum grun um að hafa komið fram undir tveimur nöfnum og kennitölum og þegið bætur frá Vinnumálastofnun og sveitarfélögum fyrir hvort auðkenni. Maðurinn er grunaður um að hafa þegið tvöfaldar bætur frá VinnumálastofnunVísir/Vilhelm Gögn málsins bendi hins vegar til þess að um sé að ræða einn og sama manninn og að hann hafi því þegið tvöfaldar bætur á sama tíma frá íslenska ríkinu. Fyrir liggi að auðkennin tvö séu skráð með sama heimilisfang og í einhverjum tilvikum sama símanúmer. Af myndum sem notast var við í umsóknarferli hjá yfirvöldum, sjáist einnig glöggt að um einn og sama manninn er að ræða. Vandlega falinn kassi fannst við húsleit Í janúar réðst lögreglan í húsleit hjá manninum. Þar fannst vandleg falinn kassi en í honum voru töluverðar fjárhæðir í reiðufé, fjöldi skilríka og annarra opinbera gagna. Meðal annars falsað vegabréf undir einu af því nafni sem maðurinn er sakaður um að hafa sótt bætur fyrir. Þá fannst ósvikið vegabréf frá ótilgreindu ríki sem bendi til þess að maðurinn sé í raun hvorugur þeirra sem hann hafi sótt bætur fyrir. Þá fannst einnig þriðja auðkennið sem lögreglu grunar að maðurinn hafi fengið á fölsum forsendum. Lögreglan rannsakar málið.Vísir/Vilhelm Í úrskurðinum segir að ljóst sé að maðurinn hafi verið hér á landi frá árinu 2005 og þá ýmist undir einu af þeim þremur auðkennum sem bendluð hafa verið við manninn. Sagður hafa nýtt bótagreiðslurnar til að greiða niður húsnæðislán Þar kemur einnig fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að mikið flæði sé um bankareikninga í eigu mannsins á öllum auðkennum hans. Frumskoðun hafi leitt í ljós reglulegar peningasendingar til erlendra aðila búsetta í ótilgreindum löndum. Þá hafi rannsókn málsins leitt í ljós að maðurinn eigi fasteignina sem hann býr í hér á landi, og að hann hafi reglulega greitt niður höfuðstól lánsins á henni með þeim bótagreiðslum sem hann er sakaður um að hafa svikið út með auðkennunum tveimur.
Dómsmál Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira