Gæti falið í sér bandaríska hermenn á danskri jörð Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 14:22 Jeppe Kofod utanríkisráðherra, Mette Frederiksen forsætisráðherra og Morten Bødskov varnarmálaráðherra á fréttamannafundinum sem hófst klukkan 14 að íslenskum tíma. AP Stjórnvöld í Danmörk ætla sér að taka upp viðræður við bandarísk stjórnvöld um að aukið varnarsamstarf ríkjanna sem gæti þýtt að bandarískir hermenn gætu safnast saman og æft á danskri jörð. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á fréttamannafundi sem hófst núna klukkan 14 að íslenskum tíma og DR segir frá. Viðræður um aukið samstarf verða teknar upp vegna „utanaðkomandi ógna“ og vísar hún þar til ástandsins á landsmærum Rússlands og Úkraínu. Rússneski herinn hefur safnað saman um 100 þúsund hermönnum á landamærunum að Úkraínu síðustu vikur og óttast margir að innrás kunni að vera yfirvofandi. Þessu hafna Rússar. Frekeriksen segir að samkomulag gæti falið í sér að það komi bandarískir hermenn og hergögn til Danmerkur. Þetta sé breyting á margra áratuga langri stefnu danskra stjórnvalda um að ekki séu erlendir hermenn á danskri jörð. Varnarmálaráðherrann Morten Bødskov sagði á sama fréttamannafundi að ekki sé til umræðu að Bandaríkjaher komi sér upp herstöð í Danmörku. Samkomulag geti þó átt þátt í að styrkja stöðu Danmerkur innan NATO og benti hann á að Bandaríkin eigi nú þegar í svipuðu samstarfi við Noreg og Eystrasaltslöndin þrjú. Hann segir að samkomulag muni ekki fela í sér fjárhagslegan stuðning til Danmerkur frá Bandaríkjunum. Utanríkisráðherrann Jeppe Kofod sagði að viðræður verðu nú teknar upp en að nauðsynlegt sé að vanda til verka í viðræðum og því sé samningur ekki alveg á næsta leiti. Gætu viðræður staðið í nokkra mánuði. „Frelsi er ekki ókeypis. Á erfiðum tímum þurfa vinir að vinna náið saman. Það er það sem við gerum nú,“ sagði Kofod. Danmörk Bandaríkin Hernaður Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á fréttamannafundi sem hófst núna klukkan 14 að íslenskum tíma og DR segir frá. Viðræður um aukið samstarf verða teknar upp vegna „utanaðkomandi ógna“ og vísar hún þar til ástandsins á landsmærum Rússlands og Úkraínu. Rússneski herinn hefur safnað saman um 100 þúsund hermönnum á landamærunum að Úkraínu síðustu vikur og óttast margir að innrás kunni að vera yfirvofandi. Þessu hafna Rússar. Frekeriksen segir að samkomulag gæti falið í sér að það komi bandarískir hermenn og hergögn til Danmerkur. Þetta sé breyting á margra áratuga langri stefnu danskra stjórnvalda um að ekki séu erlendir hermenn á danskri jörð. Varnarmálaráðherrann Morten Bødskov sagði á sama fréttamannafundi að ekki sé til umræðu að Bandaríkjaher komi sér upp herstöð í Danmörku. Samkomulag geti þó átt þátt í að styrkja stöðu Danmerkur innan NATO og benti hann á að Bandaríkin eigi nú þegar í svipuðu samstarfi við Noreg og Eystrasaltslöndin þrjú. Hann segir að samkomulag muni ekki fela í sér fjárhagslegan stuðning til Danmerkur frá Bandaríkjunum. Utanríkisráðherrann Jeppe Kofod sagði að viðræður verðu nú teknar upp en að nauðsynlegt sé að vanda til verka í viðræðum og því sé samningur ekki alveg á næsta leiti. Gætu viðræður staðið í nokkra mánuði. „Frelsi er ekki ókeypis. Á erfiðum tímum þurfa vinir að vinna náið saman. Það er það sem við gerum nú,“ sagði Kofod.
Danmörk Bandaríkin Hernaður Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51
Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39
Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47