„Dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2022 10:33 Þróttarar eru ekki húmorslausir og hafa hér bætt bikar inn á myndina af Reykjavíkurmeisturunum. Einar Jónsson „Ég hefði alltaf haldið að við myndum fá bikarinn afhentan eftir leikinn því ég held að það sé nú þannig í langflestum öðrum keppnum,“ segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði nýrra Reykjavíkurmeistara Þróttar í fótbolta. Álfhildur bjóst við að fá bikar í hendurnar í Egilshöll í gærkvöld, þann fyrsta í sögu síns liðs, eftir 6-1 sigur á Fjölni í lokaleik Þróttara í Reykjavíkurmótinu. Sú varð ekki raunin og eina skýringin sem Álfhildur og liðsfélagar hennar fengu var sú að verðlaunagripur Reykjavíkurmótsins, sem haldið er af Knattspyrnuráði Reykjavíkur, væri aðeins afhentur þegar öllum leikjum mótsins væri lokið. „Eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega og hvað þá í kvennabolta“ Þó þarf aðeins að leita tvö ár aftur í tímann til að sjá að Fylkiskonur fengu bikar í leikslok eftir að hafa tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn, þó að mótinu væri ekki lokið. „Manni finnst að eins og að ef þetta hefði verið Valur þá hefði bikarinn mögulega verið tilbúinn á bakvið tjöldin. Það er stundum eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega, og hvað þá í kvennabolta,“ segir Álfhildur. „Við vorum með marga Köttara sem voru mættir til að horfa á leikinn og fylgjast með okkur fá bikarinn afhentan. Það voru allir að búast við því. En þegar sú varð ekki raunin var tekið símtal og okkur sagt að bikarinn væri ekki afhentur fyrr en eftir að mótið kláraðist. Ég veit ekki hvort að það var bara einhver afsökun eða hvað. Ég vissi ekki betur,“ segir Álfhildur. Vita ekkert um hvenær bikarinn verður afhentur Hún hefur ekki hugmynd um það hvenær hún fær bikarinn í hendurnar og raunar virðist bikarinn hafa villst til karlaliðs Vals ef marka má tíst frá Orra Sigurði Ómarssyni sem varð Reykjavíkurmeistari með Val á dögunum. Bikarinn sem við fengum var merktur Reykjavíkurmót kvenna 2022. Veit ekki hvort hann se á Hliðarenda ennþá — Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) February 10, 2022 „Ég hef ekki heyrt neitt meira um það hvenær bikarinn á að vera afhentur. Hvort það verði bara komið með hann á æfingu til okkar. Þetta virðist alla vega verða voða óformlegt eitthvað,“ segir Álfhildur. Hún ítrekar að með því að fá ekki bikarinn afhentan hafi ákveðin stund verið tekin af Þrótturum sem ekki fáist aftur. „Þetta hefði skapað meiri stemningu, að fá einhverja viðurkenningu þarna á staðnum. Það hefði verið hægt að gera meira úr þessu. Þetta dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing.“ Ekki hefur náðst í Stein Halldórsson, formann KRR, í morgun. Unnu Íslandsmeistarana í tveggja daga leik Sigurinn á Reykjavíkurmótinu er nýjasta dæmið um uppgang Þróttar síðustu misserin en liðið náði sínum besta árangri í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, þegar það varð í 3. sæti, og einnig sínum besta árangri í bikarkeppninni þar sem liðið vann til silfurverðlauna. „Það hefur aldrei gengið neitt sérstaklega vel hjá okkur á Reykjavíkurmótinu en í ár vorum við með ótrúlega sterkt lið á undirbúningstímabilinu og ákváðum bara að fara alla leið, og gerðum það,“ segir Álfhildur. Það var erfitt að spila leik Þróttar við Val vegna snjókomu.Bjarni Einarsson Stóra skrefið í átt að sigrinum í Reykjavíkurmótinu, þar sem allir keppa við alla í sjö liða riðli, var 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í ansi skrautlegum leik. Þróttarar skoruðu mörkin tvö í fyrri hálfleik en mikil snjókoma kom í veg fyrir að hægt væri að spila seinni hálfleikinn fyrr en daginn eftir, inni í Egilshöll. „Það er auðvitað heldur óvenjulegt að spila einn leik yfir tvo daga. Það gerði þetta svolítið spes. Maður var kominn í gírinn þegar við vorum 2-0 yfir og það var erfitt að mæta daginn eftir og klára leikinn, en það tókst og við vorum mjög stoltar af þessum sigri,“ segir Álfhildur. Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Álfhildur bjóst við að fá bikar í hendurnar í Egilshöll í gærkvöld, þann fyrsta í sögu síns liðs, eftir 6-1 sigur á Fjölni í lokaleik Þróttara í Reykjavíkurmótinu. Sú varð ekki raunin og eina skýringin sem Álfhildur og liðsfélagar hennar fengu var sú að verðlaunagripur Reykjavíkurmótsins, sem haldið er af Knattspyrnuráði Reykjavíkur, væri aðeins afhentur þegar öllum leikjum mótsins væri lokið. „Eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega og hvað þá í kvennabolta“ Þó þarf aðeins að leita tvö ár aftur í tímann til að sjá að Fylkiskonur fengu bikar í leikslok eftir að hafa tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn, þó að mótinu væri ekki lokið. „Manni finnst að eins og að ef þetta hefði verið Valur þá hefði bikarinn mögulega verið tilbúinn á bakvið tjöldin. Það er stundum eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega, og hvað þá í kvennabolta,“ segir Álfhildur. „Við vorum með marga Köttara sem voru mættir til að horfa á leikinn og fylgjast með okkur fá bikarinn afhentan. Það voru allir að búast við því. En þegar sú varð ekki raunin var tekið símtal og okkur sagt að bikarinn væri ekki afhentur fyrr en eftir að mótið kláraðist. Ég veit ekki hvort að það var bara einhver afsökun eða hvað. Ég vissi ekki betur,“ segir Álfhildur. Vita ekkert um hvenær bikarinn verður afhentur Hún hefur ekki hugmynd um það hvenær hún fær bikarinn í hendurnar og raunar virðist bikarinn hafa villst til karlaliðs Vals ef marka má tíst frá Orra Sigurði Ómarssyni sem varð Reykjavíkurmeistari með Val á dögunum. Bikarinn sem við fengum var merktur Reykjavíkurmót kvenna 2022. Veit ekki hvort hann se á Hliðarenda ennþá — Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) February 10, 2022 „Ég hef ekki heyrt neitt meira um það hvenær bikarinn á að vera afhentur. Hvort það verði bara komið með hann á æfingu til okkar. Þetta virðist alla vega verða voða óformlegt eitthvað,“ segir Álfhildur. Hún ítrekar að með því að fá ekki bikarinn afhentan hafi ákveðin stund verið tekin af Þrótturum sem ekki fáist aftur. „Þetta hefði skapað meiri stemningu, að fá einhverja viðurkenningu þarna á staðnum. Það hefði verið hægt að gera meira úr þessu. Þetta dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing.“ Ekki hefur náðst í Stein Halldórsson, formann KRR, í morgun. Unnu Íslandsmeistarana í tveggja daga leik Sigurinn á Reykjavíkurmótinu er nýjasta dæmið um uppgang Þróttar síðustu misserin en liðið náði sínum besta árangri í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, þegar það varð í 3. sæti, og einnig sínum besta árangri í bikarkeppninni þar sem liðið vann til silfurverðlauna. „Það hefur aldrei gengið neitt sérstaklega vel hjá okkur á Reykjavíkurmótinu en í ár vorum við með ótrúlega sterkt lið á undirbúningstímabilinu og ákváðum bara að fara alla leið, og gerðum það,“ segir Álfhildur. Það var erfitt að spila leik Þróttar við Val vegna snjókomu.Bjarni Einarsson Stóra skrefið í átt að sigrinum í Reykjavíkurmótinu, þar sem allir keppa við alla í sjö liða riðli, var 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í ansi skrautlegum leik. Þróttarar skoruðu mörkin tvö í fyrri hálfleik en mikil snjókoma kom í veg fyrir að hægt væri að spila seinni hálfleikinn fyrr en daginn eftir, inni í Egilshöll. „Það er auðvitað heldur óvenjulegt að spila einn leik yfir tvo daga. Það gerði þetta svolítið spes. Maður var kominn í gírinn þegar við vorum 2-0 yfir og það var erfitt að mæta daginn eftir og klára leikinn, en það tókst og við vorum mjög stoltar af þessum sigri,“ segir Álfhildur.
Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira