Hegðun í stúkunni fer versnandi | Neysla kókaíns vandamál Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2022 07:00 Þó stór meirihluti stuðnngsfólks mæti á völlinn til að njóta og hafa gaman hefur fjöldi þeirra sem mætir til að gera öðrum lífið leitt aukist til muna á þessari leiktíð. Matteo Ciambelli/Getty Images Öryggisverðir og lögregla hafa þurft að hafa mun meiri afskipti af stuðningsfólki enskra knattspyrnuliða á þessari leiktíð en á sama tíma fyrir tveimur árum. Það virðist sem fólk kunni einfaldlega ekki að haga sér eftir að hafa ekki mátt mæta á völlinn sökum kórónuveirunnar. Þá mætir nú fjöldi ungra karlmanna á knattspyrnuleiki eftir að hafa fengið sér vel í nös af kókaíni. Það verður seint sagt að enskt stuðningsfólk hafi hagað sér vel í gegnum tíðina. Fótboltabullur voru tíðir gestir í fangaklefum hér áður fyrr sem og reglulegt fréttaefni. Enskar boltabullur þá sérstaklega þegar á stórmót var komið. Þó fótboltabullur séu enn til staðar þá skar enska knattspyrnusambandið upp herör gegn boltabullum þar í landi skömmu eftir aldamót. Það gekk betur en nokkrum hefði grunað og hefur enskt stuðningsfólk hagað sér sómasamlega að mestu, það er áður en Covid-19 skall á heimsbyggðinni. Eftir það virðist allt hafa farið fjandans til og þarf ekki nema benda á ástandið í kringum úrslitaleik Evrópumótsins sem fram fór í Lundúnum síðasta sumar. Á íþróttavefnum The Athletic má nú finna ítarlega grein þar sem farið er yfir gríðarlega aukningu ofbeldismála og atvika þar sem lögregla eða öryggisverðir þurfa að hafa afskipti af stuðningsfólki enskra knattspyrnuliða. Svo virðist sem stuðningsfólk hafi einfaldlega misst vitið á meðan spilað var fyrir luktum dyrum vegna faraldursins. Ástandið er sérstaklega slæmt í ensku B- (Championship) og E-deildinni (National League) en þar hefur atvikum fjölgað um 58 og 56 prósent. Stoke s home win over Swansea on Tuesday was routine on/off the pitch. No aggro, no arrests. But there haven t been many that uneventful this season & some say football is going back to the bad old days .Is it? If so, why & what do we do about it? https://t.co/odyVGzhqV6— Matt Slater (@mjshrimper) February 11, 2022 Alls hefur 901 handtaka átt sér stað á knattspyrnuleikjum Englands það sem af er leiktíðinni. Í febrúar árið 2020 höfðu 547 handtökur átt sér stað þá leiktíðina svo er að ræða rúmlega 60 prósent aukningu milli ára. Ekki þarf að leita langt yfir skammt eftir slíku atviki en í leik Nottingham Forest og Leicester City í enska FA-bikarnum réðst stuðningsmaður gestanna á leikmenn heimaliðsins er þeir fögnuðu einu marka sinna í leiknum. Stuðningsmaðurinn var handtekinn og verður leiddur fyrir dómara á næstu dögum. Samkvæmt Athletic virðist sem fótboltabullur Englands séu vaknaðar af værum blundi. Helst er um að ræða karlmenn, á aldrinum 18 til 25 ára, sem mæta á leiki eftir að hafa fengið sér vel í nös af kókaíni. Sögur eru af klósettum á leikvöngum sem eru svo yfirfull af kókaínleifum að lögregluhundar vita ekki hvar þeir eigi að byrja að þefa. Neysla kókaíns virðist eingöngu vera að aukast á Englandi öllu og er því ekki um að ræða atvik sem eru bundin við knattspyrnuleiki. Það virðist þó fara styttast í að enska knattspyrnusambandið og félög þess fari að taka enn harðar á málunum en hefur verið gert til þessa. Ef ekki virðist sem stuðningsfólk geti skóflað í nösina á sér hvar og hvenær sem er. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Það verður seint sagt að enskt stuðningsfólk hafi hagað sér vel í gegnum tíðina. Fótboltabullur voru tíðir gestir í fangaklefum hér áður fyrr sem og reglulegt fréttaefni. Enskar boltabullur þá sérstaklega þegar á stórmót var komið. Þó fótboltabullur séu enn til staðar þá skar enska knattspyrnusambandið upp herör gegn boltabullum þar í landi skömmu eftir aldamót. Það gekk betur en nokkrum hefði grunað og hefur enskt stuðningsfólk hagað sér sómasamlega að mestu, það er áður en Covid-19 skall á heimsbyggðinni. Eftir það virðist allt hafa farið fjandans til og þarf ekki nema benda á ástandið í kringum úrslitaleik Evrópumótsins sem fram fór í Lundúnum síðasta sumar. Á íþróttavefnum The Athletic má nú finna ítarlega grein þar sem farið er yfir gríðarlega aukningu ofbeldismála og atvika þar sem lögregla eða öryggisverðir þurfa að hafa afskipti af stuðningsfólki enskra knattspyrnuliða. Svo virðist sem stuðningsfólk hafi einfaldlega misst vitið á meðan spilað var fyrir luktum dyrum vegna faraldursins. Ástandið er sérstaklega slæmt í ensku B- (Championship) og E-deildinni (National League) en þar hefur atvikum fjölgað um 58 og 56 prósent. Stoke s home win over Swansea on Tuesday was routine on/off the pitch. No aggro, no arrests. But there haven t been many that uneventful this season & some say football is going back to the bad old days .Is it? If so, why & what do we do about it? https://t.co/odyVGzhqV6— Matt Slater (@mjshrimper) February 11, 2022 Alls hefur 901 handtaka átt sér stað á knattspyrnuleikjum Englands það sem af er leiktíðinni. Í febrúar árið 2020 höfðu 547 handtökur átt sér stað þá leiktíðina svo er að ræða rúmlega 60 prósent aukningu milli ára. Ekki þarf að leita langt yfir skammt eftir slíku atviki en í leik Nottingham Forest og Leicester City í enska FA-bikarnum réðst stuðningsmaður gestanna á leikmenn heimaliðsins er þeir fögnuðu einu marka sinna í leiknum. Stuðningsmaðurinn var handtekinn og verður leiddur fyrir dómara á næstu dögum. Samkvæmt Athletic virðist sem fótboltabullur Englands séu vaknaðar af værum blundi. Helst er um að ræða karlmenn, á aldrinum 18 til 25 ára, sem mæta á leiki eftir að hafa fengið sér vel í nös af kókaíni. Sögur eru af klósettum á leikvöngum sem eru svo yfirfull af kókaínleifum að lögregluhundar vita ekki hvar þeir eigi að byrja að þefa. Neysla kókaíns virðist eingöngu vera að aukast á Englandi öllu og er því ekki um að ræða atvik sem eru bundin við knattspyrnuleiki. Það virðist þó fara styttast í að enska knattspyrnusambandið og félög þess fari að taka enn harðar á málunum en hefur verið gert til þessa. Ef ekki virðist sem stuðningsfólk geti skóflað í nösina á sér hvar og hvenær sem er.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira