Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2022 13:48 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnarsonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, þar sem þrír valkostir voru nefndir til sögunnar hvað varðar afléttingu á samkomutakmörkunum. Valkostirnir þrír voru óbreyttar takmarkanir til 24. febrúar, afnám allra takmarkana eða millileið, sem varð fyrir vali stjórnvalda sem kynntu breytingarnar í ráðherrabústaðnum í dag. Frá og með miðnætti mega tvö hundruð koma saman, reglur um sóttkví falla niður í dag og skólastarf fylgir almennum reglum sem gilda um samkomutakmarkanir, svo dæmi séu tekin. Í minnisblaðinu má finna útlistun á millileiðinni sem var valin. Segir þar að samkvæmt henni sé hægt að stefna að fullri afléttingu takmarkana tveimur vikum eftir að hún taki gildi, með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp, til að mynda versnandi staða innan heilbrigðisþjónustunnar. Millileiðin tekur gildi á miðnætti, eins og fram hefur komið, og gildir til og með 25. febrúar, eða næstu tvær vikurnar. Willum Þór gerði þess orð að sínum er hann ræddi við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag, þar sem hann sagði að ef ekkert óvænt myndi gerast væri hægt að aflétta öllu í lok mánaðar. Tugþúsundir greinst en tugir lagst inn frá 14. janúar. Í minnisblaðinu er einnig vikið að því hversu margir hafi þurft að leggjast inn á spítala ýmist með eða vegna Covid-19 síðustu vikur. Frá 14. janúar til 9. febrúar, þegar minnisblaðið var skrifað, hafa 36.934 greinst hérlendis, þar af 35.172 innanlands og 1.762 á landamærunum. Á þeim tíma hafa 112 eða 0,3 prósent lagst inn vegna Covid-19 eða lagst inn vegna annarra kvilla og greinst með Covid-19. Töluverður fjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun.Vísir/Egill „Af þessum 112 lögðust 44 inn á sjúkrahús vegna Covid-19 þannig að innlagnarhlutfall vegna Covid-19 hefur verið um 0,1% af greindum smitum,“ segir í minnisblaðinu. Rúmlega helmingi fleiri lögðust inn með Covid-19 þannig að búast má við að um 0,3 prósent greindra smita þurfi að leggjast inn ýmist með eða vegna Covid-19, að því er fram kemur í minnisblaðinu. Einungis þrír lögðust inn á gjörgæsludeild á sama tímabili. „Ef fjöldi greindra smita verður áfram 2.000-3.000 á dag má búast við að daglegur fjöldi innlagna vegna Covid-19 verði a.m.k. 2-3 en að auki muni a.m.k. 4-6 leggjast inn daglega með Covid-19. Fyrirsjáanlegt er því að álag á heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega spítalakerfið, muni aukast á næstunni,“ skrifar Þórólfur. Helsta ógnin ekki lengur alvarleg veikindi Í almennum kafla minnisblaðsins segir Þórólfur einnig að helsta ógnin af völdum Covid-19 sé ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra einstaklinga, heldur útbreidd smit í samfélagiinu, sem auki fjölda smitaðra einstaklinga inni á heilbrigðisstofnunum, með minni veikindum og miklum fjarvistum starfsfólks. Tiltekur Þórólfur að í vikunni hafi 248 starfsmenn Landspítalans verið í einangrun og 300 í sóttkví. Því sé staðan á Landspítalanum afar viðkvæm og lítið megi út af bregða. Lesa má minnisblaðið í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnarsonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, þar sem þrír valkostir voru nefndir til sögunnar hvað varðar afléttingu á samkomutakmörkunum. Valkostirnir þrír voru óbreyttar takmarkanir til 24. febrúar, afnám allra takmarkana eða millileið, sem varð fyrir vali stjórnvalda sem kynntu breytingarnar í ráðherrabústaðnum í dag. Frá og með miðnætti mega tvö hundruð koma saman, reglur um sóttkví falla niður í dag og skólastarf fylgir almennum reglum sem gilda um samkomutakmarkanir, svo dæmi séu tekin. Í minnisblaðinu má finna útlistun á millileiðinni sem var valin. Segir þar að samkvæmt henni sé hægt að stefna að fullri afléttingu takmarkana tveimur vikum eftir að hún taki gildi, með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp, til að mynda versnandi staða innan heilbrigðisþjónustunnar. Millileiðin tekur gildi á miðnætti, eins og fram hefur komið, og gildir til og með 25. febrúar, eða næstu tvær vikurnar. Willum Þór gerði þess orð að sínum er hann ræddi við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag, þar sem hann sagði að ef ekkert óvænt myndi gerast væri hægt að aflétta öllu í lok mánaðar. Tugþúsundir greinst en tugir lagst inn frá 14. janúar. Í minnisblaðinu er einnig vikið að því hversu margir hafi þurft að leggjast inn á spítala ýmist með eða vegna Covid-19 síðustu vikur. Frá 14. janúar til 9. febrúar, þegar minnisblaðið var skrifað, hafa 36.934 greinst hérlendis, þar af 35.172 innanlands og 1.762 á landamærunum. Á þeim tíma hafa 112 eða 0,3 prósent lagst inn vegna Covid-19 eða lagst inn vegna annarra kvilla og greinst með Covid-19. Töluverður fjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun.Vísir/Egill „Af þessum 112 lögðust 44 inn á sjúkrahús vegna Covid-19 þannig að innlagnarhlutfall vegna Covid-19 hefur verið um 0,1% af greindum smitum,“ segir í minnisblaðinu. Rúmlega helmingi fleiri lögðust inn með Covid-19 þannig að búast má við að um 0,3 prósent greindra smita þurfi að leggjast inn ýmist með eða vegna Covid-19, að því er fram kemur í minnisblaðinu. Einungis þrír lögðust inn á gjörgæsludeild á sama tímabili. „Ef fjöldi greindra smita verður áfram 2.000-3.000 á dag má búast við að daglegur fjöldi innlagna vegna Covid-19 verði a.m.k. 2-3 en að auki muni a.m.k. 4-6 leggjast inn daglega með Covid-19. Fyrirsjáanlegt er því að álag á heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega spítalakerfið, muni aukast á næstunni,“ skrifar Þórólfur. Helsta ógnin ekki lengur alvarleg veikindi Í almennum kafla minnisblaðsins segir Þórólfur einnig að helsta ógnin af völdum Covid-19 sé ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra einstaklinga, heldur útbreidd smit í samfélagiinu, sem auki fjölda smitaðra einstaklinga inni á heilbrigðisstofnunum, með minni veikindum og miklum fjarvistum starfsfólks. Tiltekur Þórólfur að í vikunni hafi 248 starfsmenn Landspítalans verið í einangrun og 300 í sóttkví. Því sé staðan á Landspítalanum afar viðkvæm og lítið megi út af bregða. Lesa má minnisblaðið í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira