Fannst Netflix og Tesla fyrst meira spennandi en íslenskir valkostir Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 07:01 Kristín Hildur Ragnarsdóttir hagfræðingur og fjárfestir byrjaði að fjárfesta 25 ára og fannst í upphafi erlendir valkostir eins og Netflix og Tesla meira spennandi en íslenskir. Það átti þó eftir að breytast. Kristín segir ótrúlegt hvað lítil upphæð á mánuði geti gert. Vísir/Vilhelm „Áður en ég byrjaði að fjárfesta ákvað ég að kaupa mér eina þekktustu bók sem gefin hefur verið út í þessum fjárfestingaheimi „Intelligent investor” eftir Benjamin Graham. Ég áttaði mig síðan á því að þetta hefði átt að vera skref númer fimm hjá mér en ekki fyrsta skrefið. Hún var mjög lærdómsrík en kannski einum of fræðileg fyrir konu sem hafði ekki einu sinni stofnað vörslureikning,“ segir Kristín Hildur Ragnarsdóttir hagfræðingur létt í bragði þegar hún útskýrir sín fyrstu skref sem fjárfestir. Þá 25 ára. Nú þremur árum síðar, er Kristín Hildur búin að kaupa íbúð með kærastanum og færir sig senn úr starfi hjá Deloitte og yfir til Íslandsbanka þar sem hún mun sérstaklega aðstoða unga viðskiptavini. Kristín er með BS próf í hagfræði frá Háskóla Íslands (HÍ) og er þessa dagana að leggja lokahönd á meistararitgerðina sína í fjármálahagfræði í HÍ. Ung kona í hagfræði? Ung kona að fjárfesta? Hvernig kom þetta eiginlega til? Án þess að svæfa þig úr leiðindum Kristín Hildur útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðibraut í Verslunarskólanum. Þegar hún stóð í þeim sporum að þurfa að velja hvað ætti að taka við í námi, áttaði hún sig á því að þau fög sem höfðu heillað hana mest í menntaskólanum tengdust náttúrufræðinni ekki neitt. Heldur viðskiptum! Um tíma velti hún fyrir sér hvort hún ætti að velja viðskiptafræði eða verkfræði en komst síðan að þeirri niðurstöðu að mögulega gæti hagfræðin verið hinn gullni meðalvegur þar á milli. „Ég ætlaði bara að prófa hagfræðina til að byrja með en mér gekk vel og eftir því sem leið á námið fékk ég alltaf meiri og meiri áhuga á náminu,“ segir Kristín. Hvers vegna heldur þú að svo hafi verið? Ætli ég hafi ekki bara búið til áhuga hjá mér til að byrja með því að tengja hagfræðina við daglegt líf. Ég fór að fylgjast meira með fréttum, sýna því meiri áhuga ef Seðlabankinn var til dæmis að hækka og lækka stýrivexti og smám saman fer maður að skilja heildarmyndina betur. Það á einmitt oftast við að hlutirnir verða skemmtilegri þegar maður skilur þá.“ Eftir BS prófið hélt Kristín áfram í meistaranám og vann samhliða því námi hjá Deloitte. Þá er Kristín ein þeirra sem tilheyrir Fortuna Invest fræðsluvettvanginum á samfélagsmiðlinum Instagram, en markmið Fortuna Invest er að auka fjölbreytileika á fjármálamarkaði. Bókin Fjárfestingar var einmitt gefin út sem fræðsla fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Meðhöfundar Kristínar að þeirri bók eru stöllurnar sem standa með henni að Fortuna Invest, þær Aníta Rut Hilmarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir. Í kynningu um bókina segir meðal annars: Fjárfestingar fjallar um fjármál og fjárfestingar á áhugaverðan, aðgengilegan og hvetjandi hátt, án þess að svæfa þig úr leiðindum! Þegar Kristín var í hagfræði í HÍ fannst henni alveg galið að vera í því námi, en kunna ekki að kaupa hlutabréf. Hún byrjaði því á því að kynna sér málin á netinu, til dæmis á Youtube og víðar. Í dag er Kristín ein af þremur sem halda úti fræðsluvettvanginum Fortune Invest á Instagram, en þar er að finna ýmsar upplýsingar og skýringar á hugtökum og fleira sem nýtist vel byrjendum sem vilja fjárfesta.Vísir/Vilhelm Ótrúlegt hvað lítil upphæð á mánuði getur gert Kristín hefur áður sagt í viðtölum að hún hafi byrjað að fjárfesta um 25 ára aldurinn. En hefði viljað byrja fyrr. Hvers vegna? Kristín segir svarið einfaldlega það að það að fjárfesta, sé í raun mun auðveldara en flestu fólki grunar. „Og ótrúlegt hvað lítil upphæð í hverjum mánuði getur skilað eftir nokkur ár, það er ákveðinn lúxus að láta peningana vinna fyrir sig.“ Kristín viðurkennir þó að hafa ekki haft trú á því sjálf í upphafi, að þetta væri eitthvað sem hún gæti gert. „Mér fannst alveg galið að ég væri að læra hagfræði en kynni síðan ekki einu sinni að kaupa mér hlutabréf,“ segir Kristín og bætir við: „Ég hélt á sínum tíma að ég þyrfti nánast að vera með próf í verðbréfaviðskiptum til að geta skilið hvernig viðskipti með hlutabréf virka.“ Fannst Netflix og Tesla fyrst meira spennandi en íslenskir valkostir Þegar Kristín byrjaði að fjárfesta, fór hún að kynna sér málin með því að lesa sig til, hlusta á hlaðvörp og nýtti sér alls kyns efni. Bæði á netinu, eins og til dæmis Youtube, Instagram og fleira en eins fór hún að nota appið Etoro. „Þegar maður lærir þessa helstu hugtök og frasa þá fer leikurinn að breytast, því hugtökin geta alveg stoppað mann til að byrja með,“ segir Kristín og útskýrir að það sé einmitt hugmyndin með Fortuna Invest Instagramsíðunni: Að fleiri skilji hugtök og samhengi. Í fyrstu heilluðu valkostir í útlöndum meira en íslenskir. „Ég byrjaði í Etoro appinu þar sem maður kaupir í rauninni speglað verð af markaðnum og þar fékk ég tilfinningu fyrir þessu með því að prófa þetta sjálf. Etoro eru samt víst búnir að hækka upphæðina sem þarf að leggja inn til að mega byrja þannig þetta er kannski ekkert byrjunarskref lengur og síðan taka þeir alveg ágætar þóknanir. Mér fannst tilhugsunin að eiga hlut í Tesla eða Netflix aðeins skemmtilegri heldur en að eiga hlut í til dæmis tryggingafélagi.“ Þetta átti þó eftir að breytast. „Þrátt fyrir að íslenski markaðurinn sé ekki stór hefur hann orðið meira spennandi fyrir almenna fjárfesta, First North markaðurinn er orðinn aðgengilegri og ýmsar nýskráningar sem hafa gengið vel og aðrar nýskráningar fyrirhugaðar í Kauphöll á árinu sem gætu verið spennandi.“ Samhliða meistaranáminu starfaði Kristín hjá Deloitte en eftir mánuð flytur hún sig um set til Íslandsbanka og mun þar þjónusta sérstaklega ungt fólk sem hefur áhuga á að fjárfesta. Kristín mælir svo sannarlega með hagfræði sem námi og segir valmöguleikana fyrir meistaranámi erlendis ótrúlega fjölbreytta og geta opnað margar dyr.Vísir/Vilhelm Snýst alls ekki bara um peninga Kristín segir fjárfestingar alls ekki aðeins fyrir fólk sem horfir meira á veraldlega hluti en minna á til dæmis samfélagslega ábyrgð. „Þetta snýst alls ekki bara um peninga til að geta keypt sér flotta veraldlega hluti heldur snýst þetta miklu meira um tækifærin og að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Mér fannst mjög áhugavert þegar ég áttaði mig á því að ég gæti haft jákvæð áhrif með fjárfestingunum mínum til dæmis fjárfest í fyrirtækjum þar sem konur er stofnendur eða sjálfbærum fyrirtækjum og þannig hjálpað þeim að vaxa, það var allavega eitthvað sem mér finnst mikilvægt að hugsa um í þessu samhengi.“ En talandi um konur, hefur Kristín Hildur einmitt verið virk í þeirri umræðu að hvetja ungar konur til að kynna sér hagfræði og heim fjármála og viðskipta. Hingað til hafa konur þó lítið sóst í hagfræðinámið. Kristín hvetur þó fleiri konur til að horfa á þetta nám. Því fylgi alls kyns möguleikar. „Ég myndi klárlega hvetja konur til þess að fara í hagfræði vegna þess að hún býður upp á svo ótrúlega margt. Það er vissulega stór galli að það eru ekki margar konur sem starfa sem hagfræðingar eftir að þær útskrifast en nú er ég einmitt í þeim hópi líka en maður veit aldrei hvort framtíðin muni leiða mig meira í greiningardeildirnar.“ Þá segir Kristín hvimleiða mýtu að konur hafi síður áhuga á fjárfestingum. Sem dæmi nefnir hún athugasemd sem hún las í kjölfar viðtals í Atvinnulífinu á Vísi um ungar konur og fjárfestingar. Viðtalið var í tilefni viðburðar UAK, Ungra athafnakvenna. „Þar nefndi ég að síðustu tölur sýna að ein kona fjárfestir fyrir hverja þrjá karlmenn. Athugasemdin var á þá leið að skýringin á þessari skekkju væri líklega vegna þess að oft er það karlmaðurinn á heimilinu sem sér um fjárfestingarnar svo að tveir aðilar þurfi ekki að borga kostnaðinn af fjárfestingunum.“ Kristín er þessu ekki sammála. Því frelsi og sjálfstæði skipti alla máli, konur og karla. „Frelsið og sjálfstæðið snýst meðal annars um um að geta tekið ákvarðanir varðandi þessa hluti sjálfur og því ætti það ekki bara að vera annar aðilinn á heimilinu sem sér um slíkt.“ Góðu ráðin Áður en við fáum nokkur góð ráð fyrir byrjendur í fjárfestingum, langar okkur að heyra hvort og þá hvers vegna hún mælir með hagfræði sem spennandi námi fyrir ungt fólk. Sem hún svo sannarlega gerir. Til dæmis segir Kristín að valkostir fyrir meistaranám erlendis í hagfræði bjóði upp á ótrúlega fjölbreytt nám og sérsvið. Sem dæmi má nefna heilbrigðishagfræði, orkuhagfræði, umhverfishagfræði, sjávarhagfræði og alþjóðahagfræði. „Ég ætlaði sjálf alltaf að fara í meistaranám erlendis en þegar ég var komin með vinnu hjá Deloitte, var ég ánægð í starfi, ákvað að byrja í meistaranámi meðfram vinnu, keypti mér íbúð með kærastanum mínum og þá breyttist planið,“ segir Kristín og bætir við: Síðan er það svolítið þannig að þegar maður byrjar að fá föst laun í hverjum mánuði getur verið erfitt að segja skilið við þau en auðvitað á maður bara að stökkva ef manni langar og stefni ég ennþá á það einn daginn.“ En mikilvægustu fyrstu atriði fyrir þá sem vilja byrja fjárfesta, segir Kristín vera: Lesa bókina Fjárfestingar (auðvitað!) Kynna sér vel þá fjárfestingarkosti sem í boði eru og velja sér það sem maður hefur trú á að muni hækka í virði til langs tíma. Byrja á því að taka skrefið. Stofna vörslureikning í heimabankanum og gerast áskrifandi að sjóði sem hentar þínu áhættuþoli. Áhættuþol er rosalega persónubundið, hvað líður þér vel með, sumum líður ekki vel með neina áhættu og þá þarf maður að laga sig eftir því. Byrja bara smátt ef þig langar að kynnast þessu betur og láta þekkinguna aukast með fjárhæðinni. Maður lærir aldrei jafn mikið á því og að prófa hlutina sjálfur. Sjálf er Kristín spennt fyrir því starfi sem hún er að byrja í hjá Íslandsbanka. „Ég byrja í nýju starfi eftir mánuð sem vörueigandi fyrir fjárfestingar og unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka, það mætti segja að þessi fjárfestingaáhugi hafi náð nýjum hæðum!“ Starfsframi Skóla - og menntamál Fortuna Invest Tengdar fréttir „Ég hef óbilandi trú á komandi kynslóðum“ „Þetta er bara áhættustýring 101“ segir Ásthildur Otharsdóttir meðal annars um hvers vegna fjármagn á að stuðla að sjálfbærri framtíð. 27. janúar 2022 07:00 „Nýir og ferskir vindar munu blása í Stjórnarráðinu“ Viðtal við Sigríði Auði Arnardóttur ráðuneytisstjóra. 29. desember 2021 07:01 Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf. „Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. 29. nóvember 2021 07:01 Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00 „Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Ég áttaði mig síðan á því að þetta hefði átt að vera skref númer fimm hjá mér en ekki fyrsta skrefið. Hún var mjög lærdómsrík en kannski einum of fræðileg fyrir konu sem hafði ekki einu sinni stofnað vörslureikning,“ segir Kristín Hildur Ragnarsdóttir hagfræðingur létt í bragði þegar hún útskýrir sín fyrstu skref sem fjárfestir. Þá 25 ára. Nú þremur árum síðar, er Kristín Hildur búin að kaupa íbúð með kærastanum og færir sig senn úr starfi hjá Deloitte og yfir til Íslandsbanka þar sem hún mun sérstaklega aðstoða unga viðskiptavini. Kristín er með BS próf í hagfræði frá Háskóla Íslands (HÍ) og er þessa dagana að leggja lokahönd á meistararitgerðina sína í fjármálahagfræði í HÍ. Ung kona í hagfræði? Ung kona að fjárfesta? Hvernig kom þetta eiginlega til? Án þess að svæfa þig úr leiðindum Kristín Hildur útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðibraut í Verslunarskólanum. Þegar hún stóð í þeim sporum að þurfa að velja hvað ætti að taka við í námi, áttaði hún sig á því að þau fög sem höfðu heillað hana mest í menntaskólanum tengdust náttúrufræðinni ekki neitt. Heldur viðskiptum! Um tíma velti hún fyrir sér hvort hún ætti að velja viðskiptafræði eða verkfræði en komst síðan að þeirri niðurstöðu að mögulega gæti hagfræðin verið hinn gullni meðalvegur þar á milli. „Ég ætlaði bara að prófa hagfræðina til að byrja með en mér gekk vel og eftir því sem leið á námið fékk ég alltaf meiri og meiri áhuga á náminu,“ segir Kristín. Hvers vegna heldur þú að svo hafi verið? Ætli ég hafi ekki bara búið til áhuga hjá mér til að byrja með því að tengja hagfræðina við daglegt líf. Ég fór að fylgjast meira með fréttum, sýna því meiri áhuga ef Seðlabankinn var til dæmis að hækka og lækka stýrivexti og smám saman fer maður að skilja heildarmyndina betur. Það á einmitt oftast við að hlutirnir verða skemmtilegri þegar maður skilur þá.“ Eftir BS prófið hélt Kristín áfram í meistaranám og vann samhliða því námi hjá Deloitte. Þá er Kristín ein þeirra sem tilheyrir Fortuna Invest fræðsluvettvanginum á samfélagsmiðlinum Instagram, en markmið Fortuna Invest er að auka fjölbreytileika á fjármálamarkaði. Bókin Fjárfestingar var einmitt gefin út sem fræðsla fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Meðhöfundar Kristínar að þeirri bók eru stöllurnar sem standa með henni að Fortuna Invest, þær Aníta Rut Hilmarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir. Í kynningu um bókina segir meðal annars: Fjárfestingar fjallar um fjármál og fjárfestingar á áhugaverðan, aðgengilegan og hvetjandi hátt, án þess að svæfa þig úr leiðindum! Þegar Kristín var í hagfræði í HÍ fannst henni alveg galið að vera í því námi, en kunna ekki að kaupa hlutabréf. Hún byrjaði því á því að kynna sér málin á netinu, til dæmis á Youtube og víðar. Í dag er Kristín ein af þremur sem halda úti fræðsluvettvanginum Fortune Invest á Instagram, en þar er að finna ýmsar upplýsingar og skýringar á hugtökum og fleira sem nýtist vel byrjendum sem vilja fjárfesta.Vísir/Vilhelm Ótrúlegt hvað lítil upphæð á mánuði getur gert Kristín hefur áður sagt í viðtölum að hún hafi byrjað að fjárfesta um 25 ára aldurinn. En hefði viljað byrja fyrr. Hvers vegna? Kristín segir svarið einfaldlega það að það að fjárfesta, sé í raun mun auðveldara en flestu fólki grunar. „Og ótrúlegt hvað lítil upphæð í hverjum mánuði getur skilað eftir nokkur ár, það er ákveðinn lúxus að láta peningana vinna fyrir sig.“ Kristín viðurkennir þó að hafa ekki haft trú á því sjálf í upphafi, að þetta væri eitthvað sem hún gæti gert. „Mér fannst alveg galið að ég væri að læra hagfræði en kynni síðan ekki einu sinni að kaupa mér hlutabréf,“ segir Kristín og bætir við: „Ég hélt á sínum tíma að ég þyrfti nánast að vera með próf í verðbréfaviðskiptum til að geta skilið hvernig viðskipti með hlutabréf virka.“ Fannst Netflix og Tesla fyrst meira spennandi en íslenskir valkostir Þegar Kristín byrjaði að fjárfesta, fór hún að kynna sér málin með því að lesa sig til, hlusta á hlaðvörp og nýtti sér alls kyns efni. Bæði á netinu, eins og til dæmis Youtube, Instagram og fleira en eins fór hún að nota appið Etoro. „Þegar maður lærir þessa helstu hugtök og frasa þá fer leikurinn að breytast, því hugtökin geta alveg stoppað mann til að byrja með,“ segir Kristín og útskýrir að það sé einmitt hugmyndin með Fortuna Invest Instagramsíðunni: Að fleiri skilji hugtök og samhengi. Í fyrstu heilluðu valkostir í útlöndum meira en íslenskir. „Ég byrjaði í Etoro appinu þar sem maður kaupir í rauninni speglað verð af markaðnum og þar fékk ég tilfinningu fyrir þessu með því að prófa þetta sjálf. Etoro eru samt víst búnir að hækka upphæðina sem þarf að leggja inn til að mega byrja þannig þetta er kannski ekkert byrjunarskref lengur og síðan taka þeir alveg ágætar þóknanir. Mér fannst tilhugsunin að eiga hlut í Tesla eða Netflix aðeins skemmtilegri heldur en að eiga hlut í til dæmis tryggingafélagi.“ Þetta átti þó eftir að breytast. „Þrátt fyrir að íslenski markaðurinn sé ekki stór hefur hann orðið meira spennandi fyrir almenna fjárfesta, First North markaðurinn er orðinn aðgengilegri og ýmsar nýskráningar sem hafa gengið vel og aðrar nýskráningar fyrirhugaðar í Kauphöll á árinu sem gætu verið spennandi.“ Samhliða meistaranáminu starfaði Kristín hjá Deloitte en eftir mánuð flytur hún sig um set til Íslandsbanka og mun þar þjónusta sérstaklega ungt fólk sem hefur áhuga á að fjárfesta. Kristín mælir svo sannarlega með hagfræði sem námi og segir valmöguleikana fyrir meistaranámi erlendis ótrúlega fjölbreytta og geta opnað margar dyr.Vísir/Vilhelm Snýst alls ekki bara um peninga Kristín segir fjárfestingar alls ekki aðeins fyrir fólk sem horfir meira á veraldlega hluti en minna á til dæmis samfélagslega ábyrgð. „Þetta snýst alls ekki bara um peninga til að geta keypt sér flotta veraldlega hluti heldur snýst þetta miklu meira um tækifærin og að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Mér fannst mjög áhugavert þegar ég áttaði mig á því að ég gæti haft jákvæð áhrif með fjárfestingunum mínum til dæmis fjárfest í fyrirtækjum þar sem konur er stofnendur eða sjálfbærum fyrirtækjum og þannig hjálpað þeim að vaxa, það var allavega eitthvað sem mér finnst mikilvægt að hugsa um í þessu samhengi.“ En talandi um konur, hefur Kristín Hildur einmitt verið virk í þeirri umræðu að hvetja ungar konur til að kynna sér hagfræði og heim fjármála og viðskipta. Hingað til hafa konur þó lítið sóst í hagfræðinámið. Kristín hvetur þó fleiri konur til að horfa á þetta nám. Því fylgi alls kyns möguleikar. „Ég myndi klárlega hvetja konur til þess að fara í hagfræði vegna þess að hún býður upp á svo ótrúlega margt. Það er vissulega stór galli að það eru ekki margar konur sem starfa sem hagfræðingar eftir að þær útskrifast en nú er ég einmitt í þeim hópi líka en maður veit aldrei hvort framtíðin muni leiða mig meira í greiningardeildirnar.“ Þá segir Kristín hvimleiða mýtu að konur hafi síður áhuga á fjárfestingum. Sem dæmi nefnir hún athugasemd sem hún las í kjölfar viðtals í Atvinnulífinu á Vísi um ungar konur og fjárfestingar. Viðtalið var í tilefni viðburðar UAK, Ungra athafnakvenna. „Þar nefndi ég að síðustu tölur sýna að ein kona fjárfestir fyrir hverja þrjá karlmenn. Athugasemdin var á þá leið að skýringin á þessari skekkju væri líklega vegna þess að oft er það karlmaðurinn á heimilinu sem sér um fjárfestingarnar svo að tveir aðilar þurfi ekki að borga kostnaðinn af fjárfestingunum.“ Kristín er þessu ekki sammála. Því frelsi og sjálfstæði skipti alla máli, konur og karla. „Frelsið og sjálfstæðið snýst meðal annars um um að geta tekið ákvarðanir varðandi þessa hluti sjálfur og því ætti það ekki bara að vera annar aðilinn á heimilinu sem sér um slíkt.“ Góðu ráðin Áður en við fáum nokkur góð ráð fyrir byrjendur í fjárfestingum, langar okkur að heyra hvort og þá hvers vegna hún mælir með hagfræði sem spennandi námi fyrir ungt fólk. Sem hún svo sannarlega gerir. Til dæmis segir Kristín að valkostir fyrir meistaranám erlendis í hagfræði bjóði upp á ótrúlega fjölbreytt nám og sérsvið. Sem dæmi má nefna heilbrigðishagfræði, orkuhagfræði, umhverfishagfræði, sjávarhagfræði og alþjóðahagfræði. „Ég ætlaði sjálf alltaf að fara í meistaranám erlendis en þegar ég var komin með vinnu hjá Deloitte, var ég ánægð í starfi, ákvað að byrja í meistaranámi meðfram vinnu, keypti mér íbúð með kærastanum mínum og þá breyttist planið,“ segir Kristín og bætir við: Síðan er það svolítið þannig að þegar maður byrjar að fá föst laun í hverjum mánuði getur verið erfitt að segja skilið við þau en auðvitað á maður bara að stökkva ef manni langar og stefni ég ennþá á það einn daginn.“ En mikilvægustu fyrstu atriði fyrir þá sem vilja byrja fjárfesta, segir Kristín vera: Lesa bókina Fjárfestingar (auðvitað!) Kynna sér vel þá fjárfestingarkosti sem í boði eru og velja sér það sem maður hefur trú á að muni hækka í virði til langs tíma. Byrja á því að taka skrefið. Stofna vörslureikning í heimabankanum og gerast áskrifandi að sjóði sem hentar þínu áhættuþoli. Áhættuþol er rosalega persónubundið, hvað líður þér vel með, sumum líður ekki vel með neina áhættu og þá þarf maður að laga sig eftir því. Byrja bara smátt ef þig langar að kynnast þessu betur og láta þekkinguna aukast með fjárhæðinni. Maður lærir aldrei jafn mikið á því og að prófa hlutina sjálfur. Sjálf er Kristín spennt fyrir því starfi sem hún er að byrja í hjá Íslandsbanka. „Ég byrja í nýju starfi eftir mánuð sem vörueigandi fyrir fjárfestingar og unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka, það mætti segja að þessi fjárfestingaáhugi hafi náð nýjum hæðum!“
Starfsframi Skóla - og menntamál Fortuna Invest Tengdar fréttir „Ég hef óbilandi trú á komandi kynslóðum“ „Þetta er bara áhættustýring 101“ segir Ásthildur Otharsdóttir meðal annars um hvers vegna fjármagn á að stuðla að sjálfbærri framtíð. 27. janúar 2022 07:00 „Nýir og ferskir vindar munu blása í Stjórnarráðinu“ Viðtal við Sigríði Auði Arnardóttur ráðuneytisstjóra. 29. desember 2021 07:01 Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf. „Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. 29. nóvember 2021 07:01 Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00 „Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Ég hef óbilandi trú á komandi kynslóðum“ „Þetta er bara áhættustýring 101“ segir Ásthildur Otharsdóttir meðal annars um hvers vegna fjármagn á að stuðla að sjálfbærri framtíð. 27. janúar 2022 07:00
„Nýir og ferskir vindar munu blása í Stjórnarráðinu“ Viðtal við Sigríði Auði Arnardóttur ráðuneytisstjóra. 29. desember 2021 07:01
Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf. „Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. 29. nóvember 2021 07:01
Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00
„Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01