Sue Ellen í Dallas hefði ekki veitt af heimsóknarvin frá Rauða krossinum Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 10:00 Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, segist stoltur félagi í Hinu íslenska prjónafélagi og finnist langbest að ná að prjóna aðeins áður en vinnudagur hefst. Enda vaknar hún snemma. Af karakterum í Dallasþáttunum hér um árið, segir Kristín Sue Ellen hafa verið hennar uppáhald. Vísir/Vilhelm Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, er A plús manneskja sem finnst best ef hún nær að prjóna stutta stund áður en vinna hefst. Þessa dagana vinnur Kristín meðal annars að því að samstarf Rauða krossins við aðra hagaðila verði klárað, vegna reksturs farsóttarhúsa. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er nú frekar mikill morgunhani, má segja A plús, en er algjör draugur þegar líða tekur á kvöldið og sofna frekar snemma.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að læðast fram úr um hálfsjö leytið. Tek vítamín og selalýsið, laga einn kaffibolla, les blöðin og fréttir á netinu. Morgunþátturinn á Rás 1 malar undir. Best er ef ég næ að prjóna í svolitla stund, en ég er stoltur félagi í Hinu íslenska prjónafélagi (HÍP).“ Hver var uppáhalds karakterinn þinn í Dallas þáttunum? Sue Ellen var áhugaverð. Breysk kona sem átti sögu. Hún hefði haft gott af því að fá heimsóknarvin frá Rauða krossinum. Jarðbundinn sjálfboðaliða með hlýjuna að vopni.“ Kristín segir verkefni Rauða krossins ótrúlega mörg og fjölbreytt. Þessa dagana bíður Rauði krossinn spenntur eftir endurteknu útboði dómsmálaráðuneytisins um þá þjónustu sem Rauði krossinn hefur sinnt síðustu sjö árin fyrir hælisleitendur. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Fjölbreytt verkefni Rauða krossins tryggja það, að það er alla daga í mjög mörg og skemmtileg horn að líta. Við erum alla daga að vinna að betra samfélagi hér á Íslandi í samvinnu við almenning og stjórnvöld og erum í mörgum krefjandi og spennandi verkefnum hér heima og sömuleiðis utanlands. Þessa dagana erum við að undirbúa lúkningu á samstarfi okkar og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur farsóttarhúsanna, sem hefur verið einstaklega gott. Örstutt þriggja mánaða viðbragð sem teygðist yfir á tvö löng Covid ár. Við höfum sinnt talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem eru þá hælisleitendur, síðastliðin sjö ár. Þessa dagana bíðum við spennt eftir endurteknu útboði dómsmálaráðuneytis um þá þjónustu og búumst við góðri niðurstöðu og áframhaldandi samvinnu við stjórnvöld, enda hefur gífurleg þekking og reynsla skapast hjá öflugum talsmannahópi verkefnisins, starfsfólki sem sinnir félagslegum stuðningi og virkni við hópinn, að ógleymdum á annað hundrað sjálfboðaliðum sem styðja okkar minnstu bræður og systur sem koma úr erfiðum aðstæðum. Alþjóðlega erum við að byggja upp ýmis verkefni, þar sem hryggjarstykkið er sjálfbærni, gera fólki kleift að búa nærri heimahögum svo það þurfi ekki að leggjast á flótta ásamt því að stórauka áherslu okkar í að valdefla konur og börn og stuðla að aukinni vernd þeirra. Nú svo styttist í 100 ára afmæli félagsins árið 2024 og undirbúningur fyrir þau tímamót hafin. Eitt af stærstu sífelluverkefnum mínum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins er að tryggja verkefnum okkar fjármagn. Mannvinir Rauða krossins, gera okkur kleift að fjármagna okkur til að vera klár í næsta verkefni/viðbragð og erum við sannarlega alltaf tilbúin í slaginn.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það er nú það. Hluti af því hversu vel gengur að skipuleggja daginn, vikur og mánuði er að ég á einstakt samstarfsfólk hjá Rauða krossinum, starfsfólk og sjálfboðaliða. Ég er stöðugt að breyta leiðum til að afkasta meiru og vera skipulögð en sannarlega er alltaf hægt að gera betur! Ég nota One Note til að gera minnislista, við nýtum Teams til að halda utan um verkefni og ýmsa hópa. Hef sem sagt lagt minnisbókum og gulum miðum. Var fræg fyrir miðana hér áður fyrr, og gjarnan gert grín að mér. Miðaframleiðslan var kölluð Zettelwirtschaft upp á þýsku en ég var í háskóla þar.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Alltaf fyrir miðnætti og helst vel fyrir þann tíma.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 „Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00 „Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þessa dagana vinnur Kristín meðal annars að því að samstarf Rauða krossins við aðra hagaðila verði klárað, vegna reksturs farsóttarhúsa. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er nú frekar mikill morgunhani, má segja A plús, en er algjör draugur þegar líða tekur á kvöldið og sofna frekar snemma.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að læðast fram úr um hálfsjö leytið. Tek vítamín og selalýsið, laga einn kaffibolla, les blöðin og fréttir á netinu. Morgunþátturinn á Rás 1 malar undir. Best er ef ég næ að prjóna í svolitla stund, en ég er stoltur félagi í Hinu íslenska prjónafélagi (HÍP).“ Hver var uppáhalds karakterinn þinn í Dallas þáttunum? Sue Ellen var áhugaverð. Breysk kona sem átti sögu. Hún hefði haft gott af því að fá heimsóknarvin frá Rauða krossinum. Jarðbundinn sjálfboðaliða með hlýjuna að vopni.“ Kristín segir verkefni Rauða krossins ótrúlega mörg og fjölbreytt. Þessa dagana bíður Rauði krossinn spenntur eftir endurteknu útboði dómsmálaráðuneytisins um þá þjónustu sem Rauði krossinn hefur sinnt síðustu sjö árin fyrir hælisleitendur. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Fjölbreytt verkefni Rauða krossins tryggja það, að það er alla daga í mjög mörg og skemmtileg horn að líta. Við erum alla daga að vinna að betra samfélagi hér á Íslandi í samvinnu við almenning og stjórnvöld og erum í mörgum krefjandi og spennandi verkefnum hér heima og sömuleiðis utanlands. Þessa dagana erum við að undirbúa lúkningu á samstarfi okkar og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur farsóttarhúsanna, sem hefur verið einstaklega gott. Örstutt þriggja mánaða viðbragð sem teygðist yfir á tvö löng Covid ár. Við höfum sinnt talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem eru þá hælisleitendur, síðastliðin sjö ár. Þessa dagana bíðum við spennt eftir endurteknu útboði dómsmálaráðuneytis um þá þjónustu og búumst við góðri niðurstöðu og áframhaldandi samvinnu við stjórnvöld, enda hefur gífurleg þekking og reynsla skapast hjá öflugum talsmannahópi verkefnisins, starfsfólki sem sinnir félagslegum stuðningi og virkni við hópinn, að ógleymdum á annað hundrað sjálfboðaliðum sem styðja okkar minnstu bræður og systur sem koma úr erfiðum aðstæðum. Alþjóðlega erum við að byggja upp ýmis verkefni, þar sem hryggjarstykkið er sjálfbærni, gera fólki kleift að búa nærri heimahögum svo það þurfi ekki að leggjast á flótta ásamt því að stórauka áherslu okkar í að valdefla konur og börn og stuðla að aukinni vernd þeirra. Nú svo styttist í 100 ára afmæli félagsins árið 2024 og undirbúningur fyrir þau tímamót hafin. Eitt af stærstu sífelluverkefnum mínum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins er að tryggja verkefnum okkar fjármagn. Mannvinir Rauða krossins, gera okkur kleift að fjármagna okkur til að vera klár í næsta verkefni/viðbragð og erum við sannarlega alltaf tilbúin í slaginn.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það er nú það. Hluti af því hversu vel gengur að skipuleggja daginn, vikur og mánuði er að ég á einstakt samstarfsfólk hjá Rauða krossinum, starfsfólk og sjálfboðaliða. Ég er stöðugt að breyta leiðum til að afkasta meiru og vera skipulögð en sannarlega er alltaf hægt að gera betur! Ég nota One Note til að gera minnislista, við nýtum Teams til að halda utan um verkefni og ýmsa hópa. Hef sem sagt lagt minnisbókum og gulum miðum. Var fræg fyrir miðana hér áður fyrr, og gjarnan gert grín að mér. Miðaframleiðslan var kölluð Zettelwirtschaft upp á þýsku en ég var í háskóla þar.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Alltaf fyrir miðnætti og helst vel fyrir þann tíma.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 „Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00 „Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00
„Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01
Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00
„Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00
„Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01