Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, þar sem segir að um óleyfilega framleiðslu sé að ræða og því ekki hægt að tryggja matvælaöryggi. Neytendur sem hafa keypt vöruna eru því beðnir um að neyta hennar ekki og farga, en einnig er hægt að skila henni hjá Ó. Johnson & Kaaber.
Upplýsingar um vöru sem innköllun einskorðast við:
Vöruheiti: Úrvals hákarl
Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 13.12.2022 og 1.1.2023
Strikamerki: 5694230087303
Nettómagn: 100 g
Geymsluskilyrði: Kælivara
Ábyrgðaraðili: Ó. Johnson & Kaaber
Framleiðsluland: Ísland
Vörunni hefur verið dreift hjá Hraðbúðinni Hellissandi, Hagkaupum, Kosti, BL ehf., Kaupfélagi V-Húnvetninga, 10-11, Extra, Plúsmarkaðnum og Krónunni.
Nánari upplýsingar veitir Ó. Johnson & Kaaber í síma 535-4000 eða í gegnum netfangið ojk@ojk.is.